Fréttablaðið - 09.01.2010, Page 86

Fréttablaðið - 09.01.2010, Page 86
54 9. janúar 2010 LAUGARDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 PERSÓNAN LÁRÉTT 2. pest, 6. komast, 8. sauðagarnir, 9. espa, 11. svörð, 12. frækorns, 14. sýna elliglöp, 16. í röð, 17. skjön, 18. ennþá, 20. grískur bókstafur, 21. velta. LÓÐRÉTT 1. hvæs, 3. tveir eins, 4. skipafélag, 5. skordýr, 7. áleitinn, 10. skel, 13. angan, 15. heimsálfu, 16. húðpoki, 19. núna. LAUSN LÁRÉTT: 2. kvef, 6 ná, 8. vil, 9. æsa, 11. mó, 12. sæðis, 14. kalka, 16. hi, 17. mis, 18. enn, 20. pí, 21. snúa. LÓÐRÉTT: 1. fnæs, 3. vv, 4. eimskip, 5. fló, 7. ásækinn, 10. aða, 13. ilm, 15. asíu, 16. hes, 19. nú. Söngkonan Hera Björk er þessa dagana í detoxi hjá Jónínu Ben á Reykjanesi. Tilgang- ur ferðarinnar ku vera að líta sem best út og vera í góðu formi fyrir undan- keppni Eurovision. Hera samdi lag ásamt smellasmiðnum Örlygi Smára og stígur hún á svið í lok mánaðarins. Ekkert hefur spurst út um lagið, en búast má við epískum slagara yfir dynjandi takti miðað við höfund- ana. Grínistinn Steindi Jr. vinnur nú hörðum höndum að sjónvarps- þættinum Steindinn okkar, en sýningar hefjast í apríl. Verkefnið er ærið, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins ætlar kappinn að taka upp 100 atriði sem dreifast á átta þætti. Fjölmörgum þekktum and- litum mun bregða fyrir í þáttunum, en Steindi fæst ekki til þess að gefa upp hvaða andlit um ræðir og er almennt þögull sem gröfin um efnistök þáttanna … Þýska tímaritið Brigitte sagði allt of mjóum fyrirsætum stríð á hendur í október á síðasta ári. Nú er fyrsta tölublaðið, þar sem „venjulegar“ konur prýða tískuþætti á síðum blaðsins, komið út og útkoman hefur vakið talsverða athygli. Íslendingar eiga að sjálfsögðu fulltrúa á meðal nýju fyrirsætnanna en skáldið og leikkon- an Didda sat fyrir í tískuþætti þar sem íslensk náttúra er í eftirtektarverðu aukahlutverki. - afb FRÉTTIR AF FÓLKI „Ég hef alltaf haft virkilega gaman af Eurovision. Þetta er minn fót- bolti, má segja,“ segir augnlækn- irinn Jóhannes Kári Kristinsson sem á tvö lög í Eurovision-keppn- inni í ár. Fyrra lagið sem verður í fyrstu undankeppninni í Sjónvarpinu í kvöld er ballaðan You Knock- ed Upon My Door sem er sungin af Sigurjóni Brink. Hið síðara er einnig ballaða og nefnist Þúsund stjörnur, sem Arnar Jónsson flyt- ur. Þetta er í fyrsta sinn sem Jóhannes Kári á lög í Eurovision og hlakkar hann mikið til að taka þátt. „Ég reyndar sendi inn lag þegar Gleðibankinn sigraði 1986 en það er býsna langt síðan. Þá var ég nítján ára gamall og var hund svekktur að fá ekki lagið inn. En ég ákvað að taka þátt núna og sé ekki eftir því,“ segir hann. „Ég hef alltaf litið á þetta sem góðan vettvang fyrir skúffulagahöfunda sem eru ekki tengdir inn í tónlist- arveröldina öllu jafnan.“ Draumurinn um þátttöku í Eur- ovision hefur því loksins ræst hjá Jóhannesi eftir 24 ára bið. „Eins og margir Íslendingar á þeim tíma hafði ég mjög háar hugmyndir um Ísland og þar á meðal möguleika mína á að taka þátt en þeir gengu ekki alveg þeir draumar. Svo tók læknisfræðin við og þá kannski lagði maður þetta aðeins á hill- una.“ Auk þess að semja lög í tóm- stundum sínum er Jóhannes mik- ill hlaupagarpur og hefur margoft tekið þátt í Reykjavíkurmaraþ- oninu. Einnig hefur hann mikinn áhuga á ljósmyndun og er dugleg- ur við að mynda fjölskylduna sína, en hann er kvæntur þriggja barna faðir. Mestur krafturinn fer þó í laser-augnaðgerðirnar sem hann framkvæmir í Glæsibæ. „Síðasta ár var stærsta árið í okkar sögu. Það voru yfir 1.500 aðgerðir í fyrra og það er mjög spennandi og skemmtilegt að vinna við þetta.“ - fb Vonbrigðin frá 1986 að baki AUGNLÆKNIR Í EUROVISION Augnlækn- irinn, maraþonhlauparinn og ljósmyndar- inn á tvö lög í Eurovision-keppninni í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, fyrr- verandi alheimsfegurðardrottning okkar Íslendinga, flytur til Sjang- hæ í byrjun mars á þessu ári. Þar mun hún dveljast í hálft ár og sjá um viðburðarstjórnun og almanna- tengsl fyrir íslenska skálann á heimssýningunni sem hefst í maí og lýkur í október. „Ég er ráðinn inn í þetta sérverkefni utanríkis- ráðuneytisins af Saga Film sem hefur yfirumsjón með íslenska skálanum,“ segir Unnur sem tekur sér því námsleyfi frá mast- ersnáminu í lögfræði. „Ég kláraði haustönnina og tek mér síðan frí en stefni hiklaust á skólann aftur þegar ég kem heim.“ Unnur er með BA-próf í lög- fræði og hefur aflað sér dýrmætr- ar reynslu á sviði utanríkisþjón- ustu því hún vann meðal annars á lögfræðisviði Varnarmálastofn- unar samfara náminu í HR. Að sögn Unnar mun sú reynsla nýtast henni vel því hið opinbera í Kína hefur orð á sér fyrir að vera mjög flókið og menn sem eru algjörlega blautir á bak við eyrun gætu lent í margvíslegum erfiðleikum í sam- skiptum sínum við skriffinnsku- veldið. Ekki skemmir heldur fyrir að Unnur dvaldist töluvert í Kína eftir að hún var krýnd fegursta kona heims árið 2005 þegar keppn- in var haldin þar. „Landið er mjög ólíkt því sem við eigum að venj- ast hér en ég bý að reynslunni frá þessum tíma þar sem ég kynntist meðal annars kínverskum fjöl- miðlum og hvernig þeir hugsa. Svo hef ég líka ágætis reynslu af því að vera í fjölmiðlum þannig að ég hef fengið smjörþefinn af því hvað selur,“ segir Unnur. Starfið sjálft er líka fremur ólíkt því sem Unnur hefur hingað til fengist við á opinberum vettvangi. Og hún viðurkennir að það sé bæði smá spenna og kvíði sem bærist innra með henni. „Ég er náttúrlega að flytjast búferlum þótt það verði kannski ein eða tvær ferðir heim til Íslands í sumar. En þetta er krefjandi verkefni og ég hef alltaf verið hrifin af slíkum áskorunum.“ freyrgigja@frettabladid.is UNNUR BIRNA: ALLTAF HRIFIN AF KREFJANDI VERKEFNUM Unnur flytur til Sjanghæ „Þetta tók sjö mínútur – þær verstu sem maður getur upplifað. Þetta var eins og að vera stunginn enda- laust með hníf,“ segir útvarpsmað- urinn Ríkharð Óskar Guðnason, Rikki G á FM 957. Rikki veðjaði á að Manchester United myndi sigra Leeds í ensku bikarkeppninni á sunnudaginn. Útvarpsmaðurinn Máni Péturs- son tók veðmálinu og fagnaði sigri með sínum mönnum í Leeds. Fyrir vikið þurfti Rikki að láta húðflúra á sig merki Xins, en ef Máni hefði tapað hefði hann þurft að fara í bol merktum FM 957 í ræktina. „Ég hef átt betri daga, en það er ótrúlegt hvað ég er lítið slappur. Ég haltra ekki,“ sagði Rikki í sam- tali við Fréttablaðið, stuttu eftir að hann hafði verið varanlega merkt- ur. Hann gerir samt ekki lítið úr sársaukanum sem fylgdi: „Þetta er svo þunnt og hann þrýsti nálinni svo fast í ilina að hann hitti líka í beinið. Þetta var viðbjóður. Ég vil miðla reynslunni til þeirra sem ætla að veðja á eitthvað sem þeir telja öruggt: Ekki gera það! Þetta kemur pottþétt í bakið á þér – eða ilina og það fast.“ Rikki getur þó huggað sig við að staðsetningin veldur því að húðflúrið mun að öllum líkindum dofna með tímanum, að sögn húð- flúrarans. Og þrátt fyrir að vera varanlega merktur lítur Rikki á björtu hliðarnar: „Það eru ekki allir sem fá að traðka á Xinu í öðru hverju skrefi!“ - afb Varanlega merktur eftir tap United SÁRT Ilin er afar sársaukafullur staður fyrir húðflúr, eins og Rikki fékk að kynnast. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Á NÝJUM SLÓÐUM Unnur Birna söðlar um í mars og sér um viðburðarstjórnun og almannatengsl fyrir íslenska skálann á heims- sýningunni í Sjanghæ sem hefst í maí á þessu ári. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Sruli Recht Aldur: Ég er 30 og ½ árs. Starf: Ég er hönnuður. Fjölskylda: Frátekinn og trúlofaður. Búseta: Ég bý í 101 Reykjavík. Stjörnumerki: Tvíburi. VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á síðu 8. 1 K2. 2 Fjörutíu prósent. 3 Plymouth Argyle.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.