Fréttablaðið - 06.02.2010, Page 31

Fréttablaðið - 06.02.2010, Page 31
matur [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM MAT ] Fjórar gerðir af fiskibollum Fiskibollur þykja sumum ekki boðleg-ar nema hversdags en með örlitlum tilfæringum má gera bollurnar að sælkerarétti og auðvelt er að leika sér hafi maður góða grunnuppskrift. í hana má bæta hinum og þessum kryddjurt- um, grænmeti, osti og öðru sem til fellur. Uppskrift þar sem steinselju og rifnum gulrótum er bætt út í hefðbundna fiski- bolluuppskrift hefur lengi verið vin- sæl. Mjög gott er að setja ab-mjólk eða súrmjólk í staðinn fyrir mjólkina í upp- skriftunum. Að sjálfsögðu má svo alltaf skipta nota heilhveiti eða spelt í staðinn fyrir hveiti. Ekki er langt síðan undirrituð hóf að steikja fiskibollur og heimatilbúnar bragðast þær vitanlega ólíkt betur en þær sem keyptar eru úti í búð. En þar sem upp er runninn tími nýja Íslands, með afganganýtni og hagsmuni heimil- isins að leiðarljósi, var fljótlega farið að setja alls kyns afganga út í bollurnar. Og smám saman þróuðust fjórar eftirfarandi fiskibolluuppskriftir. - jma febrúar 2010 FRAMHALD Á SÍÐU 4 Heimilisrétti, sem við erum vön að matreiða alltaf á sama hátt, er tilvalið að prófa sig áfram með. Fiskibollur eru kjörnar til þess þar sem breyta má grunnuppskriftinni á ótal vegu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A N TO N Nýtir alltaf afganga Margrét Sigfúsdóttir leggur áherslu á hag- sýni í eldamennsku. SÍÐA 5 Alltaf vinsælar Helga Sigurbjörnsdóttir kann uppskrift að kleinum sem klikka ekki. SÍÐA 6

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.