Fréttablaðið - 03.03.2010, Side 1

Fréttablaðið - 03.03.2010, Side 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI3. mars 2010 — 52. tölublað — 10. árgangur Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 „Ég fer aldrei upp á Kilimanjaro aftur og efast stórlega um að ég leggi aftur viljugur upp í svona mikla fjallgöngu. Það er nóg að gera þetta einu sinni, en þetta var mikið ævintýri,“ segir Gunnlaug-ur Helgason, laganemi við Háskóla Íslands, sem fékk heiftarlega háfjallaveiki á leið sinni upp á hið tæplega 6.000 metra háa Kiliman-jaro-fjall í Tansaníu í janúar síð-astliðnum. Ferðalagið kom þannig til að Sólveig, systir Gunnlaugs, sem er læknanemi, var á leiðinni til Malaví í sjálfboðavinnu. Í leið-inni fékk hún, ásamt Ingu Láru, vinkonu sinni, sem einnig er læknanemi, styrk til að rannsakaháfjallaveiki Ú Eftir flug um London og Amster-dam og næturgistingu í Naír-óbí, höfuðborg Keníu, var ekið yfir landamærin að Tansaníu og gangan gat hafist. Alls tók hún sex daga og í tjaldbúðunum, sem biðu hópsins með reglulegu milli-bili, gerðu læknanemarnir rann-sóknir á ferðalöngunum, mældu púlsinn, súrefnisþéttni í blóði og létu þá gera þrautir sem reyndu á samhæfingu hreyfinga. Gunnlaug-ur segir mjög merkilegt að fara í gegnum mismunandi loftslagsbelti á nokkrum dögum. „Við byrjuðum í frumskógi þar sem við sáum apa, framandi fugla og fleira slíkt, enefst uppi á toppnumk efa það erfiðasta sem ég hef gert á ævinni. Lokahnykkurinn á toppinn var ellefu klukkutíma ganga yfir nótt og hana fór ég á þrjóskunni einni saman. Þegar upp á topp var komið helltist yfir mig þvílík ofsa- gleði og þá gleymist allt annað á meðan,“ segir Gunnlaugur.Að göngunni lokinni tók við tveggja daga ferð í safarí um þjóðgarða í Tansaníu, þar sem meðal annars ljón, fílar, gíraff-ar, flóðhestar og vísundar urðu á vegi ferðalanganna. „Við kom-umst ótrúlega nálægt dýrunum og þau voru ekkert hrædd iðokkur “ Erfiðasta sem ég hef gert Gunnlaugur Helgason laganemi gekk upp á Kilimanjaro-fjall í Tansaníu ásamt móður sinni, systur og fleira fólki í janúar síðastliðnum. Hann léttist um tíu kíló vegna mikillar háfjallaveiki á leiðinni. „Við byrjuðum í frumskógi þar sem við sáum apa, framandi fugla og fleira slíkt, en efst uppi á toppnum vorum við komin upp á jökul,“ segir Gunnlaugur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ÁRLEGT VAÐNÁMSKEIÐ Ferðafélags Íslands, þar sem farið er yfir hvernig hægt er að lesa ár og vöð, og hvernig skuli bera sig að í straumvötnum, verður haldið 7., 10. og 11. apríl. www.fi.is LAGERSALA Grensásvegi 8 - 108 ReykjavíkAllar upplýsingar í síma 517-2040 Mikið úrval af ódýrum skóm á alla fjölskyldunaOpið virka daga 12:00 - 18:00 - laugardaga 12:00 - 16:00 Verð frá kr. 6.500 ÖRYGGISSKÓR Gistiheimili í Kaupmannahöfn Herbergi og studioíbúðirí miðbænum sími 0045-2848 8905 La Villa MIÐVIKUDAGUR VEÐRIÐ Í DAG FÓLK „Ég ætla að vera einlæg- ur og dreg ekkert undan. Það er það sem bókin gengur út á og það sem vantar á Íslandi,“ segir hand- boltahetjan Logi Geirsson. Logi sendir frá sér bók á afmælisdaginn sinn, 10. október. Bókin kemur því út 10. 10. ´10, en þá verða einmitt tíu ár síðan Logi hélt til Þýskalands og gerðist atvinnumaður í handbolta. - afb / sjá síðu 26 Handboltamaður lítur um öxl: Logi skrifar bók starfsmenntunMIÐVIKUDAGUR 3. MARS 2010 Á smáskífu með Paul Potts Garðar Thor Cortes syngur á nýrri smáskífu með Paul Potts. FÓLK 26 GUNNLAUGUR HELGASON Léttist um tíu kíló vegna háfjallaveiki útivist og heilsa á ferðinni Í MIÐJU BLAÐSINS Hlutu landbúnaðarverð- laun Á fyrirmyndarbúinu Hrauni á Skaga hefur verið starfrækt veðurat- hugunarstöð í 68 ár. TÍMAMÓT 16 Leyni st þvo ttavé l eða þ urrka ri frá í þínu m pa kka MÁ LTÍÐ MÁN AÐA RINS KRINGLAN · WWW.GAMESTODIN.IS SALA HEFST KL. 22:00 Í KVÖLD! Fáanlegur á PS3, PC & Xbox 360 STARFSMENNTUN Úrræði fyrir þá sem vilja styrkja stöðu sína Sérblað um starfsmenntun FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG ÞURRT NORÐANLANDS Í dag verða suðvestan 8-15 m/s og skúrir eða slydduél vestan til en annars hægari og úrkomuminna. Hiti 0-5 stig en vægt frost inn til landsins NA-lands. 0 2 -1 -2 3 VEÐUR 4 SLUPPU ÓMEIDDAR Kona sem féll í sprungu í nágrenni Helgafells við Hafnarfjörð í gær slapp lítið meidd þrátt fyrir um fimm metra fall. Um eins metra þykkur snjór huldi sprunguna, eins og sjá má á miðri myndinni hér að ofan. Samferðakona hennar náði að kasta sér til hliðar þegar snjórinn gaf sig. Sjá síðu 13 FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM STJÓRNSÝSLA Bretar og Hollending- ar fóru í gær yfir tilboð Íslend- inga um nýja lausn á Icesave. Tveir fundir voru með íslensku sendinefndinni sem er ytra. Hún er þar enn og er reiknað með frekari samtölum í dag. Óvíst er hvort um formlega fundi verð- ur að ræða. Ákvörðun um heim- för nefndarinnar bíður viðbragð- anna. Guðmundur Árnason, ráðuneyt- isstjóri í fjármálaráðuneytinu, sem situr í samninganefndinni, segir að fundir gærdagsins hafi verið góðir. „Það voru tveir ágæt- ir fundir í dag [gær] og menn hafa verið í sambandi og skipst á hugmyndum.“ Hann eigi allt eins von á að nefndin komi heim í dag, en ekki megi lesa of mikið í það, hún hafi verið á heimleið undan- farna daga. Næstu skref eru Breta og Hol- lendinga. Þeir fengu í gær frek- ari útreikninga á hvað hugmynd- ir Íslendinga þýða. Áfangi náðist þegar formleg- ir fundir voru haldnir í gær, en fram að því hafði nefndin aðeins verið í óformlegu sambandi við viðsemjendur sína í þessari úti- veru. Fulltrúar Hollendinga komu til London til að sitja fund- ina. Þeir ráðslaga nú við Breta um næstu skref. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins mun ríkisstjórnin leggja fram frumvarp um að lögin, sem kjósa á um í þjóðaratkvæða- greiðslu á sunnudag, verði dreg- in til baka, náist samkomulag í London. Þar á bæ sé litið á atkvæðagreiðsluna sem óþarfa náist nýir samningar. Ekki sé þörf á kosningum um ríkis ábyrgð á samningum sem verði í raun fallnir úr gildi. Gangi það eftir þurfa stjórnar- flokkarnir að ná samkomulagi við stjórnarandstöðuna um að hætta við þjóðaratkvæðagreiðsluna. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá snýst tilboð Íslend- inga um greiðslu á höfuðstól og fjármögnunarkostnaði. Sætti viðsemjendur sig við það, sé um umfangsmikla lækkun að ræða frá fyrri samningum. - kóp Reynt að funda um nýjan samning í dag Náist samkomulag um nýjan samning vegna Icesave mun ríkisstjórnin leggja til að núverandi lög verði felld úr gildi. Þá stendur upp á stjórnarandstöðuna hvort verður þjóðaratkvæðagreiðsla. Reiknað með fundum í dag í London. Þjóðaratkvæða- greiðslan fari fram Allar hugmyndir og umræða um frestun á atkvæðagreiðslunni veikja málstað okkar, skrifar Erla Ósk Ásgeirsdóttir. UMRÆÐAN 14 Gott stig í Þýskalandi Íslenska 21 árs landsliðið náði jafntefli 2-2 á móti Evrópumeisturum Þýskalands í Magdeburg í gær. ÍÞRÓTTIR 22

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.