Fréttablaðið - 03.03.2010, Síða 20

Fréttablaðið - 03.03.2010, Síða 20
MARKAÐURINN 3. MARS 2010 MIÐVIKUDAGUR6 Ú T T E K T Í kjölfar þess að íslenskt efna- hagslíf fór á hliðina haust- ið 2008 flykktust að þrösk- uldi bankanna fjölmörg fyr- irtæki í fjárhagslegum vanda. Eigendur þeirra höfðu þá misst allt sitt og gátu ekki staðið við bak fyrirtækjanna, eða þá að efna- hagsreikningur fyrirtækjanna var slig aður af skuldum, gjarnan í er- lendri mynt. Lítið var þó við ráðið í fyrstu. Aðstæðurnar voru af þvílíkri stærðargráðu að lítil þekking var innandyra í bankageiranum á því hvað skyldi gera. Til að bæta gráu ofan á svart var ekki ljóst hvernig efnahagsreikningur bankanna leit út og óvíst um eignarhald þeirra. Það tók ekki að skýrast fyrr en í fyrrasumar og tóku þá málin að þokast í rétta átt. Nú er svo komið að bankarnir eru orðnir æði fyrir- ferðarmiklir í fyrirtækjarekstri. Þeir stýra og eiga að hluta, jafnvel öllu leyti, meirihluta þeirra fyrir- tækja sem landsmenn eiga í við- skiptum við á hverjum degi. LEIÐARVÍSIR FJÁRHAGSLEGRA VANDRÆÐA Innan fyrirtækjasviðs bankanna þriggja, Arion banka (áður Kaup- þings), Íslandsbanka og Lands- bankans, var hafist handa við það snemma á síðasta ári að kort- leggja fjárhagsstöðu íslenskra fyr- irtækja og hluthafa þeirra. Innan þeirra voru settar upp sérstakar deildir með starfsfólk af ýmsum sviðum, svo sem af fyrirtækja- og ráðgjafarsviði. Hlutverk þeirra er eitt og hið sama og ferlið sam- bærilegt þótt hver bankanna hafi sínar eigin verklagsreglur um fjár- hagslega endurskipulagningu fyr- irtækja. Deild Landsbankans nefnist Fyrirtækjaþróun og er hún innan fyrirtækjasviðsins. Hlutverk deild- arinnar er kerfisbundin greining á stöðu lánasafns fyrirtækjasviðs bankans og leggur hún fram til- lögur og úrræði fyrir fyrirtæki í fjárhagslegum vanda. Lánanefnd þarf að samþykkja tillögur áður en lengra er haldið. Aðgerðirnar fela oftar en ekki í sér skuldaskipu- lagningu sem endar farsællega og því ekki þörf á frekari aðgerð- um bankans. Þetta á jafnframt við um hina bankana tvo. Í einhverjum tilvikum verður þó ekki hlaupist undan því að bankinn breyti kröf- um sínum í hlutafé, jafnvel taki fyrirtækið yfir. Þegar það gerist færist umsýsla bankans yfir til eignarhaldsfélagsins Vestia. Helsta markmið Vestia er að há- marka virði þeirra eignahluta sem félagið eignast fyrir Landsbank- ann. Stefnt er á að eiga fyrirtækin í eins stuttan tíma og mögulegt er og selja þau áfram þegar fullnægj- andi árangur hefur náðst. Gagnsæi er á starfsemi Vestia og má sjá þau fyrirtæki sem eignarhaldsfélagið á hlut í að einhverju eða öllu leyti á vefsíðu félagsins. Arion banki starfrækir sam- bærilega deild innan bankans, svonefnt Úrlausnasvið, sem starf- ar sjálfstætt frá útlánasviðum. Þar hafa hátt í fjörutíu fyrirtæki þegar farið í gegnum fjárhagslega end- urskipulagningu. Nú eru tæplega fimm prósent þeirra fyrirtækja sem eru í viðskipum við Arion banka í endurskipulagningu. Halldór Lúðvígsson, fram- kvæmdastjóri Úrlausnasviðs hjá Arion banka, segir að áhersla sé lögð á að finna lausnir fyrir fyr- irtækin sem leiðir ekki af sér af- skriftir krafna og yfirtöku bank- ans á þeim. „Við reynum hvað við getum að finna lausn með núver- andi eigendum en það er því miður ekki alltaf hægt,“ segir hann og bendir á að minni fyrirtæki séu oftar en ekki háð stofnendum og stjórnendum þeirra. „Fjárhagsleg endurskipulagn- ing hluta af tæplega fjörutíu fyr- irtækjum er lokið og lauk henni með því að eigendur komu með nýtt eigið fé eða veð svo félagið hélt áfram starfsemi í þeirri mynd sem það var fyrir,“ bendir Halldór á. Með nýju eiginfé leggja fyrrver- andi eigendur inn nýtt fé og greiða niður hluta af lánum. Eftirstöðvar af lánum eru þá oft settar í annan búning. Þegar þetta gengur eftir er til umræðu að bankinn, í hlutverki lánardrottins, komi til móts við það og lækki kröfur sínar á hendur fyrirtækinu. Allt fer þetta þó eftir stöðu fyrirtækisins, umfangi þess og fjölda kröfuhafa. Þegar kröfu- hafar eru færri er endurskipulagn- ingin auðveldari. Mikil áhersla er lögð á það hjá Arion banka að end- urskipulagningarferlið gangi eins hratt og mögulegt er. Enn sem komið er hefur Arion banki tekið yfir afar fá félög, eða sex að hluta eða að öllu leyti. Fimm prósent í Atorku, sautján í Stoðum og um fjörutíu prósent í fasteigna- félaginu Landic. Hlutina eignað- ist bankinn í kjölfar nauðasamn- inga. Hin þrjú félögin eru Hekla, Penninn og 1998 ehf., sem á Haga, móðurfélag Hagkaupa, Bónuss og fjölda annarra verslana. Stefnt er að skráningu Haga á hlutabréfa- markað á seinni hluta árs. Meðferð Arion banka á Högum hefur sætt mjög harðri gagnrýni. Reiknað er með að Penninn og Hekla fari fljót- lega í söluferli. Bankinn stefnir ekki að því að reka yfirtekin félög til langframa, heldur selja þau eins fljótt og kost- ur er. Eignasel, eignarhaldsfélag Arion banka, mun halda utan um hluti bankans í yfirteknum félög- um en verið er að koma starfsem- inni í gang. Keimlíka sögu er að segja af Ís- landsbanka. Þar á bæ var staða lánasafnsins kortlögð snemma á síðasta ári og fyrirtækjum for- gangsraðað. Niðurstaðan var sú að efnahagsreikningur fjórðungs fyr- irtækja í viðskiptum við Íslands- banka var í góðu lagi en fjórðung- ur taldist ekki eiga sér viðreisnar von. Helmingur fyrirtækja þurfti á mismikilli fjárhagslegri endur- skipulagningu að halda. Íslandsbanki hefur tekið yfir fyrirtæki í mjög litlum mæli. Sam- kvæmt upplýsingum frá bankan- um er erfitt að segja til um hversu mörg fyrirtæki hafa verið endur- skipulögð. Stefnt mun vera að því að ljúka verkinu að mestu leyti á þessu ári og hreinsa að stærstum hluta lánabók bankans. Bankinn hefur tekið yfir Steypu- stöðina auk Sjóvár og Skeljungs, sem sett voru inn í eignaumsýslu- félagið Miðengi en eru í söluferli. Í öðrum tilvikum er um að ræða yfirtöku á hlutafé, sem bankinn hefur haft veð í. Þar á meðal er tæpur 47 prósenta hlutur í Ice- landair Group, sem bankinn tók af eignarhaldsfélögunum Mætti og Nausti, félögum bræðranna Benedikts og Einars Sveinssona og Karls og Steingríms Werners- sona. Viðmælendur Markaðarins segja ekki útilokað að bankinn sé við stýrið á fleiri fyrirtækjum og eignarhaldsfélögum með óform- legum hætti án þess að gera það opinberlega. Því til sönnunar hefur bankinn skipað stjórnarmenn í 21 fyrirtæki, eða tæpum helmingi þeirra fyrirtækja sem bankarn- ir allir hafa fengið stjórnarsæti í. Þau eru 48 í heildina. ERFIÐLEIKAR SKRIFAST Á BANKA Umfang fyrirtækjarekstrar bank- anna hefur verið harðlega gagn- rýnt. Helst beinist gagnrýnin að því að fjárhagsleg staða fyrirtækj- anna sem bankarnir hafa tekið yfir sé að miklu leyti þeim sjálfum að kenna. Bankarnir hafi farið offari á tímum uppsveiflu þegar nægt framboð hafi verið á ódýru láns- fé á öllum mörkuðum og ausið úr sjóðum sínum til fyrirtækjakaupa án þess að starfsmenn útlánasviða hafi velt efnahagsreikningi og rekstrarhæfi fyrirtækjanna mikið fyrir sér. Þá hafa nokkrir sem Markaður- inn hefur rætt við vegna umfjöll- unarinnar bent á náin tengsl helstu hluthafa bankanna við þau fyrir- tæki sem nú séu í vanda stödd. Nægir þar að nefna fisksölufyr- irtækið Icelandic Group. Það var um tíma að mestu í eigu Magn- úsar Þorsteinssonar, fyrrver- andi liðsmanns í Samsonar-hópn- um svokallaða, og eins af nánustu viðskiptafélögum feðganna Björ- gólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar. Síðar komst félagið í eigu Björgólfs eldri, sem þá var formaður bankaráðs Lands- Lánveitingar til fyrirtækja voru ekki unnar á fag- legum grunni, að sögn Egils Jóhannssonar, forstjóra Brimborgar. Egill og fjölskylda hans hafa átt Brim- borg í rúma þrjá áratugi og byggt það upp hægt og bítandi, sumir segja af varfærni. Hann hefur lengi gagnrýnt tengsl bankanna við eigendur helstu fyr- irtækja landsins, sem nú sitja í skuldasúpu. Hann segir stöðuna sem sé komin upp varasama. Bankarnir styðji fjárhagslega við fyrirtæki sem eru í þeirra umsjón og verði stjórnendur þeirra kæru- lausari en efni standi til. Það getur ekki síst komið niður á fyrirtækjum á borð við Brimborg, sem hafi í gegnum tíðina sýnt aðhald í rekstri. Sem dæmi hefur fyrirtækið ekki gefið starfsmönnum sínum jólagjafir um tveggja ára skeið. Slíkar sögur hefur hann ekki heyrt hjá öðrum fyrirtækjum, sem hvíla í faðmi bankanna. „Stjórnendur í fyrirtækjum sem bankarnir eiga þurfa ekki að taka þessar erfiðu og leiðinlegu ákvarðanir,“ segir hann. Brimborg hefur frá upphafi verið rekið á sömu kennitölunni. Egill segir að í skugga kennitöluflakks, sem bankarnir hafi upp á síðkastið átt frumkvæðið að, sé spurning hvort fyrirtæki sem hafi farið var- lega muni njóta velvildar innan bankageirans. „Við eigum enn eftir að sjá það. Fram til þessa hefur þró- unin verið á hinn veginn. Þeir sem klókastir eru í kennitöluflakkinu fá allt sitt afskrifað,“ segir hann en bætir við að erfitt sé að fylgjast með kennitölu- flakki fyrirtækja. Þær eigi sér stað á bak við lukt- ar dyr bankanna. Hann segir viðskiptalífið verða að sýna einhverja ábyrgð, jafnvel setja fyrirtækjum og stjórnendum þeirra stólinn fyrir dyrnar verði þeir uppvísir að tíðu kennitöluflakki. Stjórnendur fyrirtækja agalausir í faðmi bankanna Sérdeild Fyrirtækjasvið ■ Banki tekur yfir fyrirtæki ■ Opið söluferli ■ Skráning á markað ■ Nýir eigendur Fyrirtæki í vanda A: Fyrirtæki lendir í fjárhagsvanda B: Ef fyrirtækið er talið lífvænlegt skoðar fyrirtækjasvið helsta kröfuhafa efnahagsreikn- ing fyrirtækisins. Málið er flóknara ef fleiri bankar koma að málinu. Í mörgum tilvikum geta eigendur fyrirtækjanna lagt til nýtt eigið fé og greitt niður skuldir. Í þeim tilvikum kemur kröfuhafi til móts við hluthafa með niðurfærslu krafna. Sé fyrirtækið ekki talið lífvænlegt er mælt með að það leiti nauðasamninga. C: Fyrirtæki í alvarlegum rekstrarerfiðleikum eru í einstaka tilfellum send beint yfir á þau sérsvið bankanna sem sett voru á laggirnar til að sjá um skuldavanda fyrirtækja. Efnahagsreikningurinn er lagaður til. Á þessu stigi málsins er leitað annarra leiða, svo sem nýrra fjárfesta. D: Ef allt þrýtur verður bankinn eða helstu kröfuhafar að taka reksturinn yfir. Á meðal annarra möguleika eru sala eða skráning á hlutabréfamarkað. S K U L D A Ú R L A U S N F Y R I R T Æ K J A Í V A N D A A B C D Fjölmörg íslensk stórfyrirtæki hafa lent með einum eða öðrum hætti í gjörgæslu hjá bönkun- um. Undantekning er að fyrirtæki fari í þrot og virðist allra leiða leitað til að komast hjá slíku. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skoðaði ástæður þess að fyrirtækin lentu í djúpum faðmi bank- anna og hvað verður um þau. Bankarnir greiða úr eigin flækjum EGILL JÓHANNSSON Forstjóri Brimborgar segir stjórnendur þeirra fyrirtækja sem farið hafi varlega og ekki sokkið í skuldafen ekki njóta jafn mikillar velvildar og gera megi ráð fyrir. Hann segir viðskiptalífið verða að refsa þeim sem færi rekstur yfir á nýja kennitölu. MARKAÐURINN/VALLI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.