Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.03.2010, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 03.03.2010, Qupperneq 28
„Hugmyndin kom upp eftir að Alexander vann í fyrra. Við félag- arnir ræddum það að gaman væri að hóa saman nokkrum til að fara út til Noregs á næstu Eurovision- keppni. Í framhaldinu prófaði ég að skoða hvort áhugi væri fyrir slíkri ferð með því að stofna síðu á Facebook,“ segir Konráð Vals- son Eurovision-áhugamaður. Fljótlega varð ljóst að mikill áhugi var fyrir hendi og dæmið varð stærra en Konráð gerði ráð fyrir. „Ég fór því strax af stað og reyndi að finna ódýrustu ferðina út og tókst að setja saman pakka sem Icelandair hjálpaði mér með. Ég sótti meira að segja um leyfi til að geta starfað sem ferða- skipuleggjandi og er í kjölfar- ið á þessari ferð byrjaður að skipu- leggja aðrar ferð- ir, meðal annars fyrir útlendinga hingað til lands. Ég lenti í bílslysi árið 2004 og hef verið öryrki síðan þannig að það er kærkomin tilbreyting að fá að skipuleggja ferðir sem þessar.“ Sölu á hópferðapakkanum á Eurovision lauk 10. febrúar og í kringum fjöru- tíu manns fara út, allt áhuga- fólk um keppn- ina. „Nokkrir gista hjá vinum og ættingjum og svo aðrir á hótelinu. Flestir taka pakkann með helgarferð en þó eru nokkrir sem munu dvelja í viku. Það hefur kostað tíma að fá gott verð því Norðmenn ætla svo sannarlega að græða á þessu og hótelnæturnar núna eru afar dýrar sem og mið- arnir á keppnina,“ segir Konráð. „Einnig hef ég þegið góða hjálp frá reyndu fólki, svo sem Páli Ósk- ari Hjálmtýssyni og við komum til með að hitta hópinn sem fer frá RÚV úti. Ef vel tekst til er ætlun- in að skipuleggja aðra slíka ferð á næstu Eurovision-keppni, árið 2011,“ segir Konráð og bætir við að það muni eflaust gera stemn- inguna úti magnaða að hafa svo marga Íslendinga með héðan að heiman. juliam@frettabladid.is Áhugamenn um söngvakeppnina Eurovision halda upp í hópferð Konráð Valsson ákvað að skipuleggja hópferð Íslendinga út til Noregs á Eurovision. Ef vel tekst til eru fleiri ferðir á dagskrá. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Evrópska EDEN-samkeppnin um gæða áfangastaði verður haldin í fjórða sinn í ár. Þema ársins 2010 er sjálfbær ferðaþjónusta tengd vatni. Ferðamálastofa óskar eftir umsókn- um vegna keppninnar en markmið EDEN-verkefnisins er að vekja athygli á gæðum, fjölbreytileika og sameigin- legum einkennum evrópskra áfanga- staða og kynna til sögunnar nýja, lítt þekkta, áfangastaði vítt og breitt um Evrópu þar sem áhersla er lögð á ferðaþjónustu í anda sjálfbærni. Áfangastaðurinn þarf að uppfylla þrjú skilyrði. Í fyrsta lagi má hann ekki vera hefðbundinn ferðamannastaður og fjöldi ferðamanna skal vera lítill. Í öðru lagi á staðurinn að vera hannað- ur eða skilgreindur sem áfangastaður með áherslu á strand-, ár- eða vatna- ferðamennsku og hafa sett sér mark- mið um að starfa samkvæmt mark- miðum WTO um sjálfbæra ferðaþjón- ustu. Í þriðja lagi þarf að vera hægt að sýna fram á áhugaverða nýsköpun í ferðaþjónustu sem tengist vatni, sjó eða laugum. Nánari upplýsingar má nálgast á www.ferdamalastofa.is EDEN-samkeppnin haldin í fjórða sinn FERÐAMÁLASTOFA ÓSKAR EFTIR UMSÓKNUM UM GÆÐA ÁFANGASTAÐI Í EVRÓPU. Þemað í ár er sjálfbær ferðaþjónusta tengd vatni. INTERNETMARKAÐSRÁÐ- STEFNAN Reykjavik Internet Marketing Conference, verður haldin 12. mars 2010 í sölum Smárabíós. Konráð Valsson fékk þá hugmynd fljótlega eftir að Noregur sigraði Eurovision á síðasta ári, að gaman væri að fara nokkur saman á næstu keppni. Úr varð fjörutíu manna hópferð til Ósló í maí. Ef vel tekst til er stefnan að endurtaka leikinn strax á næsta ári. Hópurinn mun mynda myndarlegt klapplið fyrir Heru og félaga í keppninni. Ferðamálastofa veitti alls 89 verkefnum styrk vegna úrbóta á ferðamannastöðum fyrir 2010. Úthlutað var 48 milljónum króna. Lægstu styrkirnir námu 70 þús- undum króna en þrjá hæstu styrkina, 3 milljónir hvert, fengu Sveitarfélagið Skagafjörður vegna snyrtingar fyrir fatlaða við Byggðasafn Skagfirðinga í Glaum- bæ, Ríki Vatnajökuls við Horna- fjörð vegna þróunarverkefnis um vistvæna áningarstaði og Borg- arbyggð vegna deiliskipulags og tröppugerðar við Grábrók. Þrír styrkir upp á þrjár milljónir FERÐAMÁLASTOFA VEITTI TÆPLEGA NÍUTÍU STYRKI VEGNA ÚRBÓTA Á FERÐAMANNASTÖÐUM Ríki Vatnajökuls fékk styrk.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.