Fréttablaðið - 03.03.2010, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 03.03.2010, Blaðsíða 39
MARKAÐURINN F R É T T I R 9MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 2010 534 1020 www.atvinnueignir.is Til leigu Helgi Bjarnason, viðskiptafræðingur, MBA, löggiltur leigumiðlari og löggiltur fasteignasali Ólafur Jóhannsson, rekstrarfræðingur, löggiltur leigumiðlari Borgartún 26 – Til leigu 1.124 fm glæsileg- asta skrifstofuhúsnæði landsins. Nýinnréttað á besta og glæsilegasta máta. Aldrei verið notað. Laust strax. Hlíðasmári – um 1.600 fm á tveimur hæðum. Laust fl jótlega. Hægt að skipta niður í um 400 fm. Innréttað fyrir tölvufyrirtæki, bæði skrifstofur og opin rými. Höfðabakki – Til leigu allt að 6.000 fm skrifstofu- húsnæði innréttað að þörfum leigjanda. Verið er að breyta húsnæðinu og umhverfi nu í skrifstofu- garða. Nýr leigutaki kominn í 3.800 fm. Tilbúnar fl jótlega, frá 300 fm. Möguleiki á leigu án vsk. Suðurlandsbraut 14 – Heil húseign, um 3.100 fm. Skiptist í 1.250 fm á 1. hæð, 1.300 fm á 2. hæð og 550 fm á 3. hæð. Laust strax en þarf að endurinnrétta að hluta. Gamla B & L húsið. Höfðatorg – Turninn – Til leigu heilar hæðir í turninum, neðri hluta 1.850 fm og efri hluta 830 fm. Innréttað að óskum leigjanda. Afhendingartími 3-4 mánuðir. Hægt að leigja niður í um 330 fm. Kringlan 1 – Til leigu um 3.700 fm á tveim ur hæðum. Laust strax. Var áður skrifstofur Morgunblaðsins og síðan notað af Háskólanum í Reykjavík. Smáratorg – Turninn - Til leigu heil hæð, 830 fm, tilbúin. Laus strax. Hægt að leigja hálfa hæð. Súðavogur 1-5 – Til leigu, um 1.500 fm verslun ar- og skrifstofuhúsnæði, 5.000 fm vörugeymslur og 1.300 fm opin skýli. Mikið útipláss. Laust strax. Hægt að skipta niður í minni einingar. - Upplýsingar um þessi atvinnuhúsnæði gefur Helgi í síma 663-2411 Heil húseign, miðsvæðis Til leigu um 2.400 fm auk bílakjallara, mjög vel innréttað skrifstofuhúsnæði. Getur verið laust fl jótlega. Skiptist upp í fyrstu hæð sem er um 1.200 fm, 2., 3. og 4. hæð samtals um 1.200 fm, auk bílakjallara sem er að hluta til innréttaður sem tölvuver. Allar frekari upplýsingar um þessi og önnur atvinnuhús- næði veita: Helgi Bjarnason í síma 663-2411 Ólafur Jóhannsson í síma 824-6703 Helgi Már Karlsson í síma 897-7086 Þorvaldur Þorláksson í síma 897-0789 Guðsteinn Bjarnason skrifar George Papaconstantinou, fjármálaráðherra Grikk- lands, vonast til þess að Evrópusambandið bregð- ist skjótt við þegar nýjar og hertar aðhaldsaðgerð- ir verða kynntar í dag og leggi án tafar mat á gildi þeirra. Telji Evrópusambandið aðgerðirnar nægilega öfl- ugar gæti það dugað til þess að róa markaði og jafn- framt gera gríska ríkinu kleift að taka lán á sömu kjörum og önnur ríki Evrópusambandsins sæta. Papaconstantinou segist sannfærður um að fái Grikkir ekki þessi lánakjör, þá verði afleiðingarn- ar skelfilegar. Ölli skiptir að Evrópusambandið fall- ist á aðgerðir stjórnvalda svo hægt verði að halda áfram. Stjórnin ætlar að bíða eftir viðbrögðum markað- arins áður en gefin verða út ný ríkisskuldabréf, sem eiga að afla ríkinu tekna upp í skuldir. Á mánudaginn sagði Olli Rehn, sem er nýtekinn við sem fjármálastjóri Evrópusambandsins, að þær aðhaldsaðgerðir sem gríska stjórnin kynnti í síðasta mánuði dugi ekki til. Draga þurfi enn frekar úr rík- isútgjöldum til þess að leysa megi úr fjármálakrepp- unni sem er ein sú versta í Evrópu. Skuldir ríkisins eru hærri en svo að sjáanlegt sé hvernig þær verði greiddar niður. Skuldastaða ríkis- ins hefur meðal annars bitnað á evrunni, sameigin- legum gjaldmiðli sextán Evrópusambandsríkja. Mikil ólga er í landinu vegna efnahagsástandsins. Verkalýðsfélög hafa efnt til verkfallsaðgerða til að mótmæla aðhaldsaðgerðunum, sem bitna á almenn- ingi og þykja ósanngjarnar. Þær fela meðal annars í sér hærri eldsneytis- skatta, frystingu launa og niðurfellingu kaupauka ríkisstarfsmanna, auk þess sem eftilaunaaldur verð- ur hækkaður. Grískir fjölmiðlar telja að nýju aðgerðirnar, sem væntanlega verða kynntar að loknum ríkisstjórn- arfundi í dag, feli í sér tveggja prósenta hækkun á virðisaukaskatti, sem nú er 19 prósent, auk þess sem eldsneytisgjöld verði hækkuð enn frekar og nýr skattur verði lagður á munaðarvörur. Grikkir herða aðhald Gríska stjórnin kynnir í dag nýjar og harðari aðhaldsað- gerðir. Evrópusambandið taldi fyrri aðgerðir ekki nægja. VERKFALL LEIGUBÍLSTJÓRA Leigubílstjórar lokuðu umferðar- götum í Aþenu í gær til að leggja áherslu á kröfur sínar. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.