Fréttablaðið - 03.03.2010, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 03.03.2010, Blaðsíða 40
MARKAÐURINN 3. MARS 2010 MIÐVIKUDAGUR10 F R É T T I R Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Innan Arion banka er starfræktur listaklúbbur með um 230 félagsmönnum. Hann var stofnaður fyrir um fjórum árum og er öflugur í kynningu á ís- lenskri og erlendri myndlist innan veggja bankans. Meðlimir, sem eru allir starfsmenn Arion banka og tengdra félaga, leggja eitt þúsund krónur af laun- um í sameiginlegan sjóð um hver mánaðamót og er fyrir það keypt í kringum þrjátíu verk eftir íslenska myndlistarmenn. Á sex mánaða fresti er efnt til happdrættis og dregið um þau. Þeir sem fara tóm- hentir heim verða að bíða næsta útdráttar að hálfu ári liðnu. Markmið listaklúbbsins er að styðja ís- lenska myndlistarmenn og kynna íslenska list og listamenn fyrir starfsmönnum. Þegar ríkið yfirtók bankann haustið 2008 lagð- ist klúbburinn í dvala. Lífi var blásið í hann í nóv- ember í fyrra og verður fyrsti útdráttur eftir rík- isvæðingu á fimmtudag í næstu viku. Myndlistarmaðurinn Kristinn E. Hrafnsson er of- arlega á blaði innan listaklúbbsins um þessar mund- ir, að sögn Klöru Stephensen, umsjónarmanns með listasafni bankans. Nálægt anddyrinu í höfuðstöðv- unum í Borgartúni er skúlptúr sem var samvinnu- verkefni Kristins og Sjóns. Kristinn stígur fljót- lega á svið á vegum listaklúbbsins og flytur er- indi um list sína. Arion banki á um 1.250 listaverk, bæði málverk, vatnslitamyndir, teikningar, ljósmyndir og skúlpt- úra. Þar af eru um fjögur hundruð verk í geymslu. Bankinn studdi ötullega við íslenska myndlist og keypti mörg verk fram undir lok árs 2007. Síðan þá hefur hann ekkert keypt en bæði fengið nokk- ur lánuð og geymt önnur fyrir listamenn, svo sem Hrafnkel Sigurðsson. Jafnframt á bankinn nokkur verk eftir Hrafnkel. Verk úr safni bankans eru víða í höfuðstöðvum hans og í öðrum húsakynnum þar sem þau fá að njóta sín. Önnur eru í útibúum auk þess sem bank- inn hefur um árabil sýnt vegfarendum verk eftir ýmsa listamenn í tveimur útstillingargluggum í Austurstræti og við Hlemm. Þá hefur safn bank- ans lánað verk til sýninga hjá Listasafni Íslands og víðar. Elstu verk úr safni Arion banka eru Öxarárfoss eftir Ásgrím Jónsson og Flosagjá eftir Þórarin B. Þorláksson, bæði frá 1905. Verk Þórarins var annað tveggja verka sem bankinn gaf Listasafni Íslands í síðustu viku – á sama tíma og hann samdi við Lista- safnið um tólf ára kauprétt að 192 verkum, sem talin eru á meðal dýrgripa íslenskrar listasögu. Halda listagyðjunni lifandi í kreppunni Myndlist er gert hátt undir höfði í Arion banka. Starfs menn hans safna í sjóð og kaupa um sextíu listaverk tvisvar á ári. Í eigu Landsbankans eru um 1.700 listaverk og hjá Íslands- banka tæp 1.100. Saman eiga bankarnir þrír því um 4.050 listaverk af ýmsum toga, mörg eru dýrgripir íslenskrar myndlistarsögu eftir ástæl- ustu listamenn þjóðarinn- ar. Eitthvað er um verk eftir erlenda listamenn í bönkun- um öllum. Þau eru í miklum minnihluta. Listaverk bankanna eru á meðal þeirra eigna sem samið var um við tilfærslu eigna úr gömlu bönkunum við fall þeirra. Þá hafa þeir allir átt í viðræðum við menntamála- ráðuneytið, sem rekur málið fyrir hönd Listasafns Íslands, um þau verk sem flokkast til þjóðargersema. Bankarnir eiga rúm 4.000 verk Á GÖNGUM ARION BANKA Forverar Arion banka studdu ötullega við listamenn þjóðarinnar. Ekkert hefur verið keypt inn af verk- um eftir bankahrunið haustið 2008. Hér má sjá í forgrunni verk eftir Ívar Valgarðsson, sem var til sýnis í listaglugga Arion banka í Austurstræti. Á veggnum hangir málverk eftir Kristján Davíðsson, sem sýnt var á Feneyjatvíæringnum á sínum tíma. MARKAÐURINN/ANTON ÍSLANDSKORT Á veggjum einnar skrifstofu Arion banka eru innrammaðar eftirprent- anir af gömlum Íslandskortum. Á hvítum miðum við kortin má lesa að þau voru gefin í tengslum við undirritun sambankalána í gegnum tíðina. MARKAÐURINN/ANTON Til leigu Kringlan 5, 103 Reykjavík Glæsilegt 570 fm. skrifstofuhúsnæði á 5. hæð í lyftuhúsnæði með sameign (30 fm). Opið skrifstofu rými að stórum hluta. Björt og rúmgóð móttaka með fl ísum og parketi á gólfi . Sameiginleg móttaka og mötuneyti fyrir allt húsið. Aðgangur að kennslusal sem rúmar um 50-60 manns og líkamsræktarsal mögulegur. Næg bílastæði. Nánari upplýsingar veitir Helgi Már í s. 897-7086/ 534-1024, hmk@atvinnueignir.is Helgi Bjarnason, viðskiptafræðingur, MBA, löggiltur leigumiðlari og löggiltur fasteignasali Ólafur Jóhannsson, rekstarfræðingur, löggiltur leigumiðlari Alls komu 3.600 gestir í Upp- lýsingamiðstöð ferðamanna vikuna 14. til 20. febrúar síð- astliðinn. Þetta er um 25 pró- sent fjölgun miðað við venju- lega febrúarviku samkvæmt upplýsingum frá Höfuðborg- arstofu. Sif Gunnarsdóttir, forstöðu- maður stofunnar, segir fjölgun- ina skýrast af vetrarfríi í Evr- ópu og Valentínusarferðum frá Bretlandi. Hún segist bjartsýn á sumar- ið, ekki síst vegna mikillar um- fjöllunar um Ísland í erlendum fjölmiðlum. Þannig var land- ið valið það besta fyrir sund í febrúarhefti bandaríska ferða- tímaritsins Business Traveler. „Við fáum gríðarlega mikið af fyrirspurnum frá blaðamönn- um frá Evrópu og Bandaríkjun- um, meðal annars ferða- og lífs- stílstímaritum,“ segir Sif. Hún býst þó ekki við spreng- ingu í fjölda ferðamanna. „Það eimir enn eftir af kreppu í heiminum. Engar sérstakar ráðstafanir hafa verið gerðar fyrir sumarið.“ Því verður sami fjöldi starfsmanna í miðstöðv- um borgarinnar í sumar. Í könnun Ferðamálastofu kom fram að áætlaðar tekjur af komu ferðamanna til landsins árið 2009 hafi verið 155 millj- arðar króna. Þetta er 21 pró- sents raunaukning frá árinu áður og er ferðaþjónustan orðin ein helsta gjaldeyrisuppspretta þjóðarinnar. - kk Umfjöllun erlendis skilar ferðamönnum Umhverfinu er hætta búin af gömlum raftækjum sem safn- ast upp, einkum í þriðja heim- inum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri rannsókn um- hverfisráðs Sameinuðu þjóðanna (UNEP). Talið er að úrgangur af völdum gamalla tölva, síma og annarra raftækja sé um 36 millj- ón tonn ár hvert. Framkvæmdastjóri ráðsins, Achim Steinar, segir að lönd heimsins séu illa búin undir ruslið sem safnast hefur upp af völdum raftækja ýmiss konar undanfar- in áratug. Hann segir einnig að Bandaríkjamenn og Evrópubúar hafi gefið ónýtar tölvur til Afríku- landa með þróunaraðstoð að yf- irskini. Tölvunum sé svo hent á haugana í útjaðri fátækrahverfa þar sem þær eru mögulegir meng- unarvaldar. Bent er á að endurvinnsla ónýtra raftækja sem fer fram í Kína og á Indlandi fer yfirleitt fram án eftirlits og þannig að um- hverfinu stafar hætta af. Tækin eru brædd með það að markmiði að ná út þeim málmum á borð við gull, með tilheyrandi hættulegri útgufun. Varað er við því að magn úrgangsins muni aukast mjög á næstu árum. - sbt Gömul raftæki valda skaða á umhverfinu TÖLVUR Í HAUGUM Starfsmaður í verk- smiðju á Indlandi flokkar ónýtar tölvur áður en þær eru endurunnar. MARKAÐURINN/AP Á LAUGAVEGI Ferðamenn voru fjölmennir hérlendis í febrúar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.