Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.03.2010, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 06.03.2010, Qupperneq 2
2 6. mars 2010 LAUGARDAGUR Kalli Bjarni, ætlið þið að leika fyrir sauðsvartan almúgann? „Já, en við verðum ljúfir sem lömb.“ Tónlistarmennirnir Kalli Bjarni og Einar Ágúst Víðisson troða upp saman eftir viku undir nafninu Svörtu sauðirnir. EFNAHAGSMÁL Stjórnvöld verða, líkt og aðrir, að bíða niðurstöðu Hæsta- réttar um lögmæti gengisbundinna lána, að sögn Gylfa Magnússon- ar viðskiptaráðherra. „Það er eitt- hvað hægt að liðka fyrir niðurstöðu, en það er ekkert til sem heitir flýti- meðferð fyrir Hæstarétti,“ segir hann og kveður því svigrúm til að flýta niðurstöðu afar takmarkað. „Erfitt er að sjá að nokkur leið sé til þess að löggjafar- eða fram- kvæmdarvaldið stökkvi fram fyrir og grípi í raun fram fyrir hendurn- ar á dómstólum sem eiga að skera úr um réttaróvissu. Það væri varla til bóta og gæti búið til hættu á því að ríkis- valdið lenti með þetta allt í fang- inu og þyrfti að greiða háar fjár- hæðir í bætur ef það tæki rétt annaðhvort af þeim sem hafa tekið eða hafa veitt slík lán.“ Gylfi bendir á að á meðan niður- stöðu sé beðið geti fólk nýtt sér þau úrræði sem standi til boða og eiga að lækka greiðslubyrði lána sem tekin voru í erlendri mynt. „Og fara kannski í sumum tilfellum mjög nærri því að gera hana svipaða og yrði ef dómur fellur þannig að hann geri þessi lán ólögmæt.“ Gylfi segir svo annan handlegg hvort stjórnvöld verði tilbúin með leiðir til úrlausnar eftir því hver niðurstaða Hæstaréttar verður, að svo miklu leyti sem það standi upp á löggjafar- eða framkvæmdarvald- ið. „Það er vitaskuld hægt að skoða þau mál.“ - óká Viðskiptaráðherra segir að bíða verði niðurstöðu Hæstaréttar um erlend lán: Ríkið gæti skapað sér bótaskyldu HEILBRIGÐISMÁL „Ég hef tekið af öll tvímæli með nýrri reglugerð að þessi hópur á rétt á 95 prósenta endurgreiðslu frá ríkinu,“ segir Álfheiður Inga- dóttir heilbrigðisráðherra sem undirritaði í gær nýja reglugerð um aukna þátttöku sjúkratrygg- inga í nauðsynlegum tannlækninga- og tannrétt- ingakostnaði vegna alvarlegra afleiðinga fæðing- argalla, sjúkdóma eða slysa. Kostnaður vegna ákvörðunarinnar er áætlaður um 140 milljónir króna í ár. Gamla fyrirkomulagið fól í sér að greitt var hlutfall af gjaldskrá Sjúkra- trygginga Íslands sem ekki hefur verið uppfærð í samræmi við verðlagsbreytingar. Því var breytt með reglugerð um síðustu áramót en hún þótti misheppnuð að mati aðstandenda og tannlækna. „Þetta er klárlega stórt skref í réttarbótum og virðingarverð lagfæring,“ segir Árni Stefáns- son, stjórnarmaður í Breiðum brosum, samtökum aðstandenda barna með skarð í vör eða gómi. Árni vildi þó hafa allan vara á þar til hann hefur skoðað reglugerðina en ákvæði hennar munu gilda fyrir hópinn frá 1. janúar síðastliðnum. „Við höfum auð- vitað barist fyrir fullri endurgreiðslu en 95 pró- sent er mjög gott.“ Árlega fæðast um ellefu börn með skarð í vör eða góm en auk þeirra nær reglugerðin til þeirra sem vantar í tennur vegna fæðingargalla eða lenda í slysi sem tryggingar ná ekki yfir, alls um 80 manns á ári hverju. - sbt 95% af kostnaði vegna tannviðgerða og -réttinga vegna fæðingargalla endurgreidd: Stórt skref stigið í réttlætisátt GYLFI MAGNÚSSON ÁLFHEIÐUR INGADÓTTIR ÁRNI STEFÁNSSON LÖGREGLUMÁL Brasilískir sérsveit- armenn sóttu gæsluvarðhalds- fangann Hosmany Ramos hingað til lands í gær. Þeir fylgdu honum til Brasilíu þar sem hann heldur áfram afplánun á ellefu árum sem hann á eftir af 25 ára fangelsisvist sem hann var dæmdur til á sínum tíma fyrir mannrán, rán og fleiri alvarleg brot. Sérsveitarmennirnir sóttu Ramos í hegningarhúsið við Skóla- vörðustíg um sexleytið í gær- morgun og fóru með hann beint út á Keflavíkurflugvöll. Honum skaut upp hér á landi í ágúst í fyrra. Hann var þá eftirlýstur af Interpol þar sem hann hafði ekki skilað sér aftur í fangelsið í Bras- ilíu úr jólaleyfi. - jss LEIDDUR ÚT Sérsveitarmenn leiddu Ramos út úr hegningarhúsinu snemma í gærmorgun og fluttu hann rakleiðis til Brasilíu. FRETTABLADID/GVA Brasilíski lýtalæknirinn farinn: Sérsveitarmenn sóttu Ramos FANGELSISMÁL „Hér eftir munum við láta landamæraeftirlit vita af dagsleyfum fanga,“ segir Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsismála- stofnunar, spurður um viðbrögð fangelsismálayfirvalda við flótta Guðbjarna Traustasonar, fanga á Litla-Hrauni. Guðbjarni var á flótta undan lögreglu í rétt tæpa viku. Hann gaf sig svo fram við fangelsið á Litla-Hrauni í fyrrakvöld. Hann var þá staddur í Reykjavík. Páll segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort reglur um dagsleyfi fanga verði hertar í kjöl- far flótta Guðbjarna. - jss Viðbrögð vegna Guðbjarna: Aukinn viðbún- aður eftir flótta DANMÖRK Tuttugu og þriggja ára maður af íslenskum ættum situr nú í gæsluvarðhaldi í Danmörku grunaður um morð á rúmlega fer- tugri konu. Konan var inni í húsi sínu í útjaðri borgarinnar Horsens þegar skotið var á hana inn um glugga á þriðjudag. Maðurinn var handtekinn dag- inn eftir og úrskurðaður í gæslu- varðhald. Í gær var svo dansk- ur maður um þrítugt handtekinn grunaður um tengsl við málið. Maðurinn er alinn upp í Danmörku og sagður hafa þekkt fórnarlambið úr undirheimum Danmerkur. - sh Ungur Íslendingur í haldi: Grunaður um morð í Horsens EFNAHAGSMÁL „Staða mála á Íslandi er nokkurn veginn óbreytt frá því sem verið hefur. Viðræð- ur halda áfram,“ sagði Caroline Atkinson, forstöðumaður ytri samskipta hjá Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum (AGS) á reglubundnum upplýsingafundi í vikulokin. Atkinson áréttaði að sem fyrr væri samkomulag um Icesave ekki skilyrði AGS fyrir því að haldið yrði áfram með efnahags- áætlun stjórnvalda og AGS. „En við þurfum að fá staðfesta fjár- mögnun áætlunarinnar svo hún fái haldið áfram,“ sagði hún og kvað sjóðinn að sinni ekkert geta sagt um möguleg áhrif niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. - óká Óbreytt staða hjá AGS: Óvissa um fjár- mögnun tefur Börn leidd um Þjóðminjasafnið Níu til tólf ára börnum verður boðið upp á leiðsögn í Þjóð- minjasafninu á sunnudag klukkan tvö. Þar verður sýningin Endurfundir skoðuð, þar sem sjá má alls kyns áhugaverða gripi sem fundist hafa við fornleifa- uppgröft á Íslandi. MENNING ÞJÓÐARATKVÆÐI Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, segir þá ákvörðun sína að skjóta Icesave- málinu til þjóðarinnar hafa skil- að þeim árangri að allir séu nú sammála um það að Icesave-sam- komulagið sem gert var í fyrra hafi verið ósanngjarnt. Ólafur ætlar að mæta á kjör- stað og greiða atkvæði í þjóðar- atkvæðagreiðslunni um Icesave- lögin í dag. „Það er í samræmi við þá skoðun mína að kosningaréttur- inn er helgasti réttur hins lýðræð- islega samfélags og sá grundvöll- ur sem það hvílir á,“ segir hann. Ýmsir, meðal annars leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna, hafa lýst atkvæðagreiðslunni sem mark- lausri, einkum í ljósi þess að nú standi yfir viðræður við Breta og Hollendinga um hagstæðari samning. Bæði Jóhanna Sigurð- ardóttir og Steingrímur J. Sigfús- son hafa lýst því yfir að þau muni ekki mæta á kjörstað í dag. Ólafur segist ekki ætla að blanda sér mikið inn í þá umræðu. „Hins vegar hefur þessi þjóðar- atkvæðagreiðslu alveg afdrátt- arlausa og skýra stöðu í stjórn- skipun lýðveldisins,“ segir hann. „Icesave-lögin tóku gildi, í sam- ræmi við 26. grein stjórnar- skrárinnar, í byrjun árs. Ef þjóð- in ákveður ekki að afnema þau í atkvæðagreiðslunni á morg- un þá munu þau gilda áfram og vera endanleg niðurstaða máls- ins. Það hefur ekkert frumvarp komið fram á Alþingi um að fella þessi lög úr gildi svo að það er eðli atkvæðagreiðslunnar á morgun að ákveða hvort þessi lög gilda eða ekki. Það er nú varla hægt að hafa djúpstæðari merkingu.“ Þetta sé algjörlega óháð því hvað gerst hafi í samningaviðræð- unum. „Hitt er hins vegar ánægju- legt að ákvörðunin um þjóðarat- kvæðagreiðsluna og stuðningur þjóðarinnar við hana hefur orðið til þess að viðsemjendur Íslands hafa þokast mjög í þá átt að hægt sé að ná samningi sem talinn er eðlilegur og viðráðanlegur. Og það er ekki lítill árangur í sjálfu sér.“ Ólafur segist hafa verið ósam- mála þeim svartsýnu spám sem settar voru fram eftir að hann tók ákvörðun sína í byrjun janúar. Því hefði meðal annars verið spáð að Bretar og Hollendingar segðu sig frá málinu og skildu Íslendinga eina eftir. „Ég hafði enga trú á því vegna þess að ég taldi að skilningur þess- ara gömlu lýðræðisríkja á mik- ilvægi hins lýðræðislega réttar íslensku þjóðarinnar væri slíkur að menn myndu taka mið af því og átta sig þá á því, eins og gerst hefur á undanförnum vikum, að það sam- komulag sem gert var á síðastliðnu ári væri ekki sanngjarnt. Enda er það komið í ljós í þessu samninga- ferli á síðustu vikum að það eru allir sammála um það – Bretar, Hollendingar og samninganefnd Íslands – að það var ekki sann- gjarnt.“ stigur@frettabladid.is Allir sammála um ósanngirni laganna Forseti Íslands hafnar því að þjóðaratkvæðagreiðslan í dag sé marklaus. Ákveði þjóðin ekki að afnema Icesave-lögin haldi þau gildi og verði þá hin endanlega niðurstaða. „Það er nú varla hægt að hafa djúpstæðari merkingu,“ segir hann. KÝS Í DAG Ólafur Ragnar Grímsson segir ákvörðun sína um að synja lögunum stað- festingar og vísa þeim til þjóðarinnar hafa skilað því að viðsemjendur Íslands hafi þokast í átt að eðlilegum og viðráðanlegum samningi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Óbreyttir stýrivextir Seðlabankar Evrópu og Englands ákváðu báðir í vikunni að halda stýrivöxtum óbreyttum að sinni. Stýrivextir Englandsbanka standa í hálfu prósenti en á evrusvæðinu í einu prósenti. EVRÓPA Norsku olíuskipi rænt Sjóræningjar náðu norska olíuflutn- ingaskipinu UBT Ocean á sitt vald undan strönd Madagaskar í gær. Skipinu er nú siglt í átt að Sómalíu. INDLANDSHAF SPURNING DAGSINS m ag g i@ 12 o g 3. is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.