Fréttablaðið - 06.03.2010, Side 4

Fréttablaðið - 06.03.2010, Side 4
4 6. mars 2010 LAUGARDAGUR JARÐHRÆRINGAR Fyrsta háskastig viðbragðsáætlunar Almannavarna, óvissustig, var virkjað í gærmorg- un vegna aukinnar skjálftavirkni í Eyjafjallajökli. Fólk á bæjum undir Eyjafjöllum hefur þó ekki orðið óróans vart og ekkert verið rætt við íbúa um rýmingu. Komi til goss verða önnur stig viðbragðsáætlunar virkjuð og gæti þá jafnvel komið til umferðartak- markana, að sögn Víðis Reyn- issonar, deildar- stjóra almanna- varnadeildar Ríkislögreglu- stjóra. Síðustu daga hefu r ver ið verið viðvarandi skjálftavirkni í Eyjafjal la- jökli með fjölda smáskjálfta, en nokkrir hafa þó verið af stærð- inni tveir til þrír á Richter. Í tilkynningu sem Almanna- varnir birtu í gær segir að óvissustig viðbragðsáætlunar ein- kennist af því að atburðarás sé hafin og ætla megi að hún geti leitt til þess að öryggi fólks og/eða byggðar verði stefnt í hættu. Þegar Hekla gaus síðast hlut- ust af nokkur vandræði þegar fólk flykktist af stað til að líta gosið augum á vanbúnum bílum. Víðir Reynisson segir það háð mati hvort komi til takmark- ana á umferð og þá hvar. Ólík- legt sé að borginni verði lokað við Rauðavatn, nema þá að stórkost- leg vandræði verði við að koma hjálparsveitum eða búnaði á stað- inn. „Algjör lokun yrði nú líklega frekar austarlega. En ef umferð væri farin að hamla umferð við- bragðsaðila þá gæti komið til frek- ari lokana og svo sem til áætlanir þar um,“ segir hann. Viðbúnaðaráætlanir Almanna- varna vegna eldgosa á Suðurlandi eru misumfangsmiklar. Núna segir Víðir líklegast að ekki komi til goss, heldur sé bara um kviku- innskot að ræða sem ekki nái til yfirborðsins. „Áætlanir vegna Heklu og Grímsvatna eru til dæmis ekki mjög umfangsmiklar því áhrif af gosunum á líf og heilsu manna eru ekki stórkostleg. En bæði í Eyja- fjallajökli og Mýrdalsjökli verða gos þar sem er flóðahætta Af þeim er bráðahætta og þarf að rýma byggð í hlaupfarvegunum. Svo koma inn í flugumferð og almenn umferð og slíkir hlutir sem gæta þarf að þegar gos verða.“ Sem dæmi nefnir Víðir að þegar gaus í Grímsvötnum árið 2005 hafi um tíma lokast hefðbundin flugleið milli Evrópu og Ameríku norðan- lands vegna ösku í háloftunum. Páll Einarsson, prófessor í jarð- eðlisfræði við Háskóla Íslands, segir skjálftana í Eyjafalla- jökli tilkomna vegna tilfærslu á hraunkviku. „Þessi atburðarás er mjög hröð og þetta gæti alveg orðið að gosi, þótt kannski sé öllu líklegra að þetta nái ekki upp á yfirborðið,“ segir hann. Hins vegar fylgi kvikutilfærslunni nú meiri jarðskjálftar en áður hafi þekkst, segir Páll. „Þetta hefur gerst þrisvar áður og þá fylgdu minni skjálftar.“ Páll segir að 1999 hafi orðið kvikuinnskot sem hafi verið um helmingi stærra en það sem nú sé orðið, en því hafi fylgt minni skjálftar. „En þetta er svo sem í fullum gangi og veit enginn hvað það verður á endan- um stórt.“ olikr@frettabladid.is VÍÐIR REYNISSON PÁLL EINARSSON Óvíst að gjósi þótt atburða- rásin sé hröð í Eyjafjallajökli Komi til goss gera áætlanir ráð fyrir umferðartakmörkunum. Viðbúnaður snýr aðallega að flóðahættu og flugumferð. Skjálftahrinan er vegna kvikuhreyfinga. Undir Eyjafjöllum hefur fólk ekki fundið skjálftana. Mynd af austur-vestur þversniði eldstöðva í Eyjafjallajökli og Kötlu, unnin upp úr nýlegri skýrslu um eldstöðvarnar. Sjá má kvikuinnskot undir Eyjafjallajökli, kvikuhólf undir Kötlu, og súra kvikugúla við Kötlukolla og Goðabungu, en í þeim er fremur köld og seig hraunkvika. Eldstöðvar Eyjafjallajökull Katla VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 11° 5° 0° -2° 1° -2° -1° -1° 21° 6° 15° 9° 19° -4° 6° 15° -6°Á MORGUN Víðast 5-10 m/s en hvassara SA-lands. MÁNUDAGUR Hæg suðlæg átt og úr- komulítið. 4 2 0 2 4 4 7 6 6 8 0 9 14 15 13 10 7 10 15 17 15 18 5 2 -2 0 3 6 6 1 4 4 VINDASAMUR KOSNINGADAGUR Það verður hvasst á landinu í dag eink- um norðvestan- og suðaustanlands og sums staðar mikil úrkoma um sunnan- og vestan- vert landið. Veðrið batnar til muna þegar kemur fram á morgundaginn. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður SKÓLAMÁL Leikskólaráð Reykja- víkurborgar mun endurskoða ákvörðun sína um að afnema systkinaforgang á leikskólum borgarinnar. Er þetta gert að til- lögu Oddnýjar Sturludóttur, borg- arfulltrúa Samfylkingarinnar. „Undanfarin ár höfum við borg- arfulltrúar, sérstaklega fulltrúar í leikskólaráði, varla fengið fleiri kvartanir frá foreldrum um neitt einstakt mál en afnám systkina- forgangs. Nú hefur áfangasigur náðst í því máli því leikskólaráð hefur ákveðið að endurskoða þá ákvörðun,“ segir Oddný. Systkina- forgangur var afnuminn árið 2008 með þeim rökum að jafn- ræðisreglan væri brotin, en systkinafor- gangur þýðir að yngri börn eru tekin inn á undan eldri börnum, eigi þau systkini á leik- skólanum. Sviðsstjóra leikskólasviðs verð- ur falið að leita álits borgarlög- manns á réttmæti systkinafor- gangsins og í kjölfarið leggja fyrir ráðið tillögur um hvernig hægt sé að koma til móts við for- eldra sem eiga fleiri en eitt barn á leikskólaaldri. Oddný segir þetta vera mikið hagsmunamál fyrir foreldra. „Á það hefur verið bent að það er harla ósanngjarnt að foreldr- ar keyri með lítil börn á tvo mis- munandi staði í borginni. Það er í senn mikið álag á börnin og fjöl- skyldulífið í heild, auk þess sem það er ekki umhverfisvænt.“ - shá Leikskólaráð ákveður að endurskoða afnám systkinaforgangs í Reykjavík: Flóð kvartana frá foreldrum ODDNÝ STURLUDÓTTIR STJÓRNSÝSLA Enn er unnið að at- hugunum á vegum stjórnvalda á því hvort unnt sé að sækja skaða- bætur á hendur þeim sem sýna má fram á að hafi valdið ríkinu og almenningi fjárhagslegu tjóni með athöfnum sínum í aðdrag- anda bankahrunsins. Starfshópur stjórnvalda bíður nú skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Vísbendingar eru taldar vera þar um hvar bera skuli niður eða hvort yfirleitt sé grundvöllur til að höfða skaðabótamál. Í kjöl- farið á að meta næstu skref af „fullum krafti“ eins og viðmæl- andi blaðsins orðaði það. - bþs Bætur vegna bankahruns: Bótamál metin þegar skýrslan er komin út STJÓRNSÝSLA Ríkisendurskoðun gerir athugasemdir við aðkeypta tölvuþjónustu Fasteignaskrár og segir hana bera öll merki þess að vera gerviverktaka. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að Fasteignaskrá greiddi 102 milljónir fyrir tölvu- þjónustu á árunum 2000 til 2009. Forstöðumaður tölvudeildar Fast- eignaskrár var ekki starfsmaður heldur verktaki, en hafði engu að síður starfsstöð og viðveruskyldu. Verktakasamningnum hefur verið sagt upp og staðan auglýst. - bj Úttekt Ríkisendurskoðunar: Gerviverktaka Fasteignaskrár BANDARÍKIN, AP John Patrick Bedell, 36 ára gamall maður frá Kaliforníu, varð tveim- ur lögreglumönnum að bana á Pentagon-jarðlestastöðinni í Washington-borg í gær. Maðurinn dró upp byssu og skaut á lögreglumennina við inn- ganginn að samnefndri byggingu bandaríska varnarmálaráðu- neytisins, þar sem öryggisgæsla er ströng. Árásarmaðurinn lést sjálfur af skotsárum. - gb Skotárás við Pentagon: Tveir lögreglu- menn myrtir Á PENTAGON-STÖÐINNI Byssumaðurinn lét sjálfur lífið. FRÉTTABLAÐIÐ/AP AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is GENGIÐ 05.03.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 229,3943 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 127,68 128,28 91,96 192,90 173,48 174,46 23,308 23,444 21,554 21,680 17,862 17,966 1,4291 1,4375 195,38 196,54 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Salmurinn um glimmer söguljóð Auður Ava Ólafsdóttir því fegurðin bjargar heiminum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.