Fréttablaðið - 06.03.2010, Síða 10

Fréttablaðið - 06.03.2010, Síða 10
10 6. mars 2010 LAUGARDAGUR Reykjavík Við Gömlu höfnina í Reykjavík er 2.036 m2 lóð við Ægisgarð. Hún er samkvæmt deiliskipulagi ætluð fyrir atvinnuhúsnæði sem yrði opið almenningi á jarðhæð. Lóðin er að hluta til ófrágengin en hana má gera byggingarhæfa á nokkrum mánuðum eftir nánara samkomulagi, auk þess sem aðlaga má lóðina áhugaverðri starfsemi sem m.a. fellur að niðurstöðum hugmyndasamkeppni um Gömlu höfnina. Byggingarréttarverð er háð samkomulagi og gjaldskrá Reykjavíkurborgar um gatnagerðargjöld. Við Fiskislóð nr. 41 er laus til umsóknar 5.127 m2 lóð sem ætluð er undir hafnsækna starfsemi, svo sem útgerð, fiskvinnslu, þjónustu við sjávarútveg og tengda starfsemi. Byggingarréttarverð er samkvæmt gjaldskrá Faxaflóahafna sf. og gjaldskrá Reykjavíkurborgar um gatnagerðargjöld. Í Sundahöfn er 35.000 m2 lóð nr. 1-3 við Korngarða laus til umsóknar. Lóðin er ætluð undir hafnsækna starfsemi, svo sem farmstöðvar, gámavelli, vörugeymslur og vörudreifingu. Henni má mögulega skipta upp í fleiri lóðir ef álitlegar umsóknir berast. Byggingarréttarverð er samkvæmt gjaldskrá Faxaflóahafna sf. og gjaldskrá Reykjavíkurborgar um gatnagerðargjöld. Grundartangi Við Klafastaðaveg eru þrjár lausar iðnaðarlóðir til umsóknar, allar byggingarhæfar nú þegar. Skipt hefur verið um jarðveg í lóðunum og að þeim lagður malbikaður vegur. Klafastaðavegur 3 er 7.935 m2 Klafastaðavegur 4 er 3.469 m2 Klafastaðavegur 6 er 3.109 m2 Byggingarréttarverð er samkvæmt gjaldskrá Faxaflóahafna sf. Á Grundartanga liggur fyrir deiliskipulag 49 iðnaðarlóða sem unnt er að gera byggingarhæfar með skömmum fyrirvara samkvæmt samkomulagi. Akranes Á Akranesi er lóð nr. 3 við Faxabraut laus til umsóknar fyrir hafntengda starfsemi. Gatnagerðargjöld eru samkvæmt gjaldskrá Akraneskaupstaðar. Umsóknum skal skilað til hafnarstjóra Faxaflóahafna sf. ásamt greinargóðri lýsingu á þeirri starfsemi sem fyrirhuguð er á lóðunum. Berist ekki umsóknir í auglýstar lóðir munu Faxaflóahafnir sf. ganga til samninga við áhugasama aðila sem síðar kunna að hafa áhuga á úthlutun lóðanna. Nánari upplýsingar um staðsetningu lóða, nýtingarhlutfall, hæðir bygginga og fleira veita hafnarstjóri Faxaflóahafna sf. eða skipulagsfulltrúi Faxaflóahafna sf. í síma 525 8900. Hafnarstjóri Faxaflóahafna sf. Lausar lóðir hjá Faxaflóahöfnum sf. Faxaflóahafnir sf. auglýsa hér með eftir umsækjendum um lausar lóðir í Reykjavík, á Grundartanga og Akranesi. Umsóknarfrestur rennur út mánudaginn 29. mars 2010. A T H Y G L I 1. Hver leiðir siðferðishóp rannsóknarnefndar Alþingis? 2. Hvaða íslenski leikari var hársbreidd frá því að verða andlit Icesave í Hollandi? 3. Hvaða erlendu leikarar fara með aðalhlutverkin í kvikmynd Dags Kára Péturssonar, The Good Heart? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 70 GRIKKLAND Spilling er enn útbreidd í Grikklandi, þrátt fyrir nærri þriggja áratuga aðild þess að Evrópu- sambandinu. Samtökin Transpar- ency International, sem fylgjast með spillingu í ríkjum heims, halda því fram að almenningur í Grikk- landi hafi árið 2009 greitt nærri 800 milljónir evra í mútur, eða hátt í 140 milljarða íslenskra króna. Samkvæmt upplýsingum samtak- anna viðurkenna þrettán prósent aðspurðra að hafa þurft að greiða mútur. Að meðaltali hafa þeir þurft að verja 234 þúsundum króna í þennan útgjaldalið. Múturnar eru greiddar í marg- víslegum tilgangi, en oftast til þess að flýta fyrir þjónustu. Til dæmis greiða menn dágóða upphæð til þess að fá ökuskírteini fyrr, kom- ast fyrr að á sjúkrahúsi eða kom- ast hjá því að skatturinn geri veður út af röngum upplýsingum á skatt- framtali. Um það bil sextíu prósent mútanna fara til starfsfólks opin- berra stofnana, en um 40 prósent til einkafyrirtækja. Inni í þessum tölum eru þó ein- göngu mútugreiðslur einstaklinga, en ekki þær risastóru upphæðir sem fullvíst þykir að fari á milli einka- fyrirtækja og opinberra stofnana til að liðka fyrir margvíslegum sam- skiptum þeirra á milli. - gb Spilling er viðvarandi vandamál í Grikklandi: Um 140 milljarðar króna í mútur Á KAFFIHÚSI Í AÞENU Mútugreiðslur eru partur af daglegu lífi margra í Grikklandi. NORDICPHTOS/AFP VEISTU SVARIÐ? DÓMSMÁL Hæstiréttur mun á næst- unni eyða óvissu um það hvort eðlilegt sé að brot gegn lögreglu- mönnum séu rannsökuð af sam- starfsmönnum þeirra hjá sama embætti. Hæstiréttur hefur kveð- ið upp fjóra misvísandi dóma um þetta atriði og fór ríkissaksókn- ari vegna þess fram á að fimm manna dómur myndi dæma í enn einu slíku máli til að fyrir liggi skýr afstaða réttarins í eitt skipti fyrir öll. Héraðsdómur Suðurlands vís- aði á fimmtudag frá máli sem höfðað hafði verið fyrir brot gegn valdstjórninni. Ástæðan var sú að dómurinn taldi að sýslumað- urinn á Selfossi hefði verið van- hæfur til að fara með rannsókn- ina vegna þess að lögreglukonan sem varð fyrir árásinni starfar í umdæmi hans og samstarfsmenn hennar rannsökuðu málið. Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari kærði þessa ákvörðun til Hæstaréttar. Hann hafði áður farið fram á að dómarinn myndi bíða með ákvörð- un sína þar til fimm manna dómur Hæstaréttar hefði kveðið upp sinn dóm. Ágreiningurinn um hvort rann- saka megi brot gegn lögreglu- manni í því umdæmi þar sem hann starfar eða hvort rannsókn skuli fara fram í öðru umdæmi er sprottinn af fjórum misvís- andi dómum Hæstaréttar, eins og Fréttablaðið hefur fjallað um. Tveimur málum af fjórum þar sem lögreglumenn rannsökuðu brot gegn samstarfsmanni sínum hefur Hæstiréttur nýlega vísað frá, en dæmt í hinum tveimur. Við þingfestingu málsins sem vísað var frá á fimmtudaginn kom til ágreinings milli ríkis- saksóknara og verjanda sakborn- ings. Verjandi vildi, á grundvelli frávísananna tveggja í Hæsta- rétti, vísa málinu frá. Ríkissak- sóknari vildi, á grundvelli hinna tveggja dómanna, að málið hlyti efnislega meðferð í dóminum. Að öðrum kosti yrði því frestað. Valtýr Sigurðsson ríkissak- sóknari segist hafa kært frávísun- ina til Hæstaréttar til þess að fá héraðsdómarana til þess að taka málið fyrir efnislega og dæma í því. „Dómarinn neitaði að fresta því þar til Hæstiréttur hefur fellt sinn dóm í maí. Frestunin sem slík er ekki kæranleg, þannig að það þurfti að fara þá leið að gera kröfu um að úrskurðurinn yrði ómerktur og jafnframt að fimm dómarar sitji í Hæstarétti í þessu máli einnig,“ segir Valtýr. jss@frettabladid.is BROT GEGN VALDSTJÓRNINNI Enn ríkir réttaróvissa um hvar skuli rannsaka brot gegn lögreglumönnum í starfi. Saksóknari í deilu við dómarann Ríkissaksóknari er ósáttur við frávísun Héraðsdóms Suðurlands á máli vegna árásar á lögreglukonu. Hann krefst þess að úrskurðurinn verði ómerktur. Ágreiningur er vegna misvísandi dóma Hæstaréttar. ÞRÓUNARAÐSTOÐ Reynslan sýnir að aðstoð sem grundvallast á þátttöku kvenna er árangursrík leið í þróunarsamvinnu. Þetta er mat þeirrar Elínar R. Sigurðardóttur og Hermanns Arnar Ingólfssonar frá þróunar- samvinnusviði utanríkisráðu- neytisins. Þau segja í dag frá stefnu Íslendinga á sviði þróunar- samvinnu. UNIFEM á Íslandi stendur fyrir fyrirlestrinum og umræðum í kjölfarið. Fundurinn hefst klukkan eitt og fer fram í Miðstöð SÞ að Laugavegi 42. - sbt Umræður UNIFEM: Jafnrétti og þróunaraðstoð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.