Fréttablaðið - 06.03.2010, Blaðsíða 54
Forstöðuþroskaþjálfi
Forstöðþroskaþjálfi óskast á sambýlið Trönuhólum
frá 1. apríl 2010.
Ábyrgðarsvið
• skipulag þjónustunnar
• þjónusta við íbúa á samvinnu við aðstandendur þeirra
• starfsmannahald
• rekstur
Menntunar – og hæfniskröfur
• próf í þroskaþjálfun
• reynsla af vinnu með einhverfum
• reynsla af stjórnun og starfsmannahaldi
• þekking og skilningur á hugmyndafræði málefna
fatlaðra, sér í lagi á einhverfusviði
• jákvæð viðhorf og samskiptahæfi leikar
Launakjör eru samkvæmt samningum ríkisins og Þ.Í.
Umsækjendur eru beðnir um að sækja um á netinu,
www.ssr.is og láta ferilskrá fylgja umsókn sinni.
Umsóknarfrestur er til og með 21. mars 2010.
Nánari upplýsingar veita Guðný Anna Arnþórsdóttir,
starfsmannastjóri, s: 5331388, gudnya@ssr.is
og Hróðný Garðarsdóttir, sviðsstjóri fullorðinssviðs,
s: 533-1388, hrodny@ssr.is
Á SSR er unnið í samræmi við jafnréttisáætlun
Nýtt sprotafyrirtæki óskar eftir verk- eða tæknifræðingi til starfa.
Við leitum að kraftmiklum einstaklingi til að sjá um uppsetningu á vélbúnaði fyrir nýtt sprotafyrirtæki
sem starfar innan Háskólans í Reykjavík. Fyrirtækið, 3Z ehf., mun sérhæfa sig í skimun lyfjasameinda í
sebrafiskum. Um er að ræða mjög skapandi og spennandi verkefni sem felur í sér skipulagningu,
hönnun og smíði á búnaði sem verður notaður til lyfjaskimana. Í boði er fullt starf. Æskilegt er að
umsækjandi hafi menntun á sviði verkfræði, tæknifræði (eða sambærilegu) og reynslu af hönnun og
smíði vélbúnaðar. Nauðsynlegt er að hann geti unnið sjálfstætt og sé skapandi í hugsun.
Umsóknarfrestur er til 15. apríl 2010
Áhugasamir vinsamlegast sendið ferilskrá á
karlsson@ru.is
Aðjunkt í sagnfræði
Laust er til umsóknar starf aðjunkts í sagnfræði við Sagnfræði- og heimspekideild.
Aðjunktinum er einkum ætlað að annast kennslu í skyldunámskeiðum á fyrsta
námsári á BA-stigi og kenna þá m.a. sögu fyrir 1800. Doktorspróf og kennslureynsla
í sagnfræði á háskólastigi er æskileg.
Ráðið verður í starfið frá 1. júlí 2010 til eins árs með möguleika á framlengingu.
Umsóknarfrestur er til 6. apríl.
Nánari upplýsingar: Óskar Einarsson, rekstrarstjóri, sími 525 5236, netfang oe@hi.is
og Guðmundur Hálfdanarson prófessor, netfang: ghalfd@hi.is.
Við ráðningar í störf við Háskóla Íslands
er tekið mið af jafnréttisáætlun Háskólans.
Sjá nánar á www.starfatorg.is
og www.hi.is/is/skolinn/laus_storf
HUGVÍSINDASVIÐ
PI
PA
R\
TB
W
A
S
ÍA
1
00
64
0
HUGVÍSINDASVIÐ
Verkefnisstjóri
kennslu- og gæðamála
Laust er til umsóknar starf verkefnisstjóra kennslu- og gæðamála á skrifstofu
Verkfræði- og náttúruvísindasviðs.
Starfið felur m.a. í sér gerð og eftirfylgni verkferla, skjalastjórnun og fjölbreytt
verkefni á sviði kennslumála.
Gerð er krafa um háskólamenntun sem nýtist í starfi og góða þekkingu á tölvum
og hugbúnaði. Starfsreynsla á sviði gæðamála er æskileg. Krafist er góðrar íslensku-
og enskukunnáttu, skipulagshæfileika og hæfni í mannlegum samskiptum.
Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands er í fararbroddi kennslu
og rannsókna á sviði verkfræði, tölvunarfræði og náttúruvísinda hér á landi.
Umsóknarfrestur er til 15. mars.
Nánari upplýsingar veitir Drífa Sigfúsdóttir rekstrarstjóri í síma 525 4589.
Netfang: drifa@hi.is
Við ráðningar í störf við Háskóla Íslands
er tekið mið af jafnréttisáætlun Háskólans.
Sjá nánar á www.starfatorg.is
og www.hi.is/is/skolinn/laus_storf
VERKFRÆÐI- OG NÁTTÚRUVÍSINDASVIÐ
PI
PA
R\
TB
W
A
S
ÍA
1
00
64
1
VERKFRÆÐI- OG NÁTTÚRUVÍSINDASVIÐ