Fréttablaðið - 06.03.2010, Síða 76

Fréttablaðið - 06.03.2010, Síða 76
44 6. mars 2010 LAUGARDAGUR timamot@frettabladid.is SIGMUNDUR ERNIR RÚNARSSON ALÞINGISMAÐUR ER FÆDDUR ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1961. „Í pólitík þurfa menn ein- att að óska sér. Og sumt rætist, annað ekki. Sigmundur Ernir er fjöl- miðlamaður og skáld. Nú situr hann á Alþingi Íslend- inga fyrir Samfylkingu. MERKISATBURÐIR 1853 Óperan La Traviata eftir Giuseppe Verdi er frum- sýnd í Vínarborg. 11920 Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis er stofnað, skammstafað KRON. 1930 Fryst matvæli eru seld í fyrsta skipti í Bandaríkj- unum. 1969 Sex menn farast þegar sprenging verður um borð í togaranum Hall- veigu Fróðadóttur á Faxaflóa. 1979 Tveir ungir menn farast í snjóflóði í Þverdalshorni í Esjunni. 1998 Í Mývatnssveit mælist 34,7 gráðu frost á Celsíus sem er hið mesta á land- inu í 80 ár. Fyrsti togarinn sem Íslendingar eignuð- ust kom til landsins þennan dag árið 1905. Hann hét Coot og var keyptur hingað gamall frá Bretlandi. Þar með má segja að bylting hefjist í atvinnusögu þjóðarinnar því áður en hann kom til sögunnar var togaraútgerð hér á landi í eigu útlendinga. Stofnun Íslandsbanka árið áður hafði jákvæð áhrif á atvinnulífið og varð meðal annars lyftistöng fyrir íslenska togaraútgerð sem varð að arðvænlegri atvinnugrein upp úr þessu. Ekki liðu nema tæp tvö ár þar til fyrsti nýsmíðaði togari landsmanna, Jón forseti, kom til landsins fyrir atbeina Thors Jensen athafna- manns, sem var einn af eigend- um hlutafélagsins Alliance. En Coot var í eigu Fiskveiðihlutafélags Faxaflóa sem var fyrsta innlenda togarafélagið og hann var gerður út frá Hafnarfirði. Hann var knúinn gufuvél. ÞETTA GERÐIST: 6. MARS 1905 Fyrsti togarinn í eigu Íslendinga Á sýningunni Strengir í Gerðubergi gefur að líta leikbrúður, búninga og grímur eftir Messíönu Tómasdóttur frá nokkrum sýningum Strengjaleikhússins. Sýningin er litrík og heill- andi og höfðar jafnt til barna og fullorðinna. Á morgun, sunnudag, klukkan 14 veitir Messíana gestum leiðsögn um sýninguna en síðasta sýningarhelgin stendur nú yfir. Messíana stofnaði Strengjaleikhúsið árið 1983 en nafn leikhússins vísar til strengja í brúðum og hljóðfærum. Frá stofnun hefur leikhúsið flutt fjölda tónlistar- og leikbrúðu- verka, ásamt því að frumflytja leikverk með nútímatónlist, aðallega óperur. Í mörgum verkanna hafa leikarar skýr og sýnileg hlutverk og stjórna að auki brúðunum, en í öðrum verkum eru þeir lítt áberandi og falla sem mest inn í bak- grunninn. Sýningar Strengjaleikhússins eru margar gerðar sérstaklega fyrir börn en Messíana vinnur þá námsefni til þess að auka ánægju og skilning áhorfenda. Búningar og grímur á sýningunni Strengir eru úr óper- unni Skuggaleikur, barnaóperunni Undir drekavæng, óperu- leiknum Maður lifandi og brúðuverkinu Spor regnbogans. Leikbrúður eru frá brúðusýningunum Bláa stúlkan, Sjö spegilmyndir, ævintýraóperunni Sónata og barnaóperunni Undir drekavæng. Leiðsögn í sýningarlok MESSÍANA TÓMASDÓTTIR stofnaði Strengjaleikhúsið 1983 og leiðir fólk um sýninguna Strengir í Gerðubergi á morgun klukkan 14. „Það eru margar góðar og duglegar konur í félaginu sem eru alltaf tilbún- ar að taka að sér verkefni þegar á þarf að halda,“ segir Anna Karen Kristjáns- dóttir, formaður Kvenfélagsins Hlíf- ar á Ísafirði. Félagið mun halda upp á hundrað ára afmæli á morgun með veglegu Hlífarsamsæti. Einnig stendur það fyrir útgáfu afmælisblaðs og sögusýning verður í Safnahúsinu síðar á árinu. Þó að Kvenfélagið Hlíf hafi verið stofnað 6. mars 1910 var starfsemi þess hafin þremur árum áður, að sögn Önnu Karenar. Þá höfðu nokkr- ar konur fundið hjá sér þörf fyrir að gera eitthvað fyrir gamalt fólk og ein- stæðinga. Þær héldu þeim matarveislu og það er upphafið að Hlífarsamsæt- inu sem hefur verið árvisst síðan. Nú er 70 ára og eldra fólki á Ísafirði og í Hnífsdal jafnan haldið herlegt kaffi- boð. „Við berum meðal annars fram heitt súkkulaði í fínum könnum,“ tekur Anna Karen fram glaðlega og segir líka heilmikla dagskrá hafa verið und- irbúna. „Hlífarkórinn æfir alltaf sér- staklega fyrir samsætin og félagar úr Litla leikklúbbnum mun syngja lög úr sýningunni Vegir liggja til allra átta. Síðan verður sýning á þjóðbúningum og einnig skrautsýning sem er ætlað að vekja hughrif, þær voru algeng- ar á árum áður. Svo er alltaf dansað í lokin.“ Hlíf sinnir menningar- og líknar- málum í sinni heimabyggð og stendur í fjáröflun með bösurum, hlutaveltum og blómasölu. Í því eru milli 50 og 60 konur, að sögn formannsins, þar af 25-30 virkar. „Við reynum að styðja við kirkjuna, skólann, sjúkrahúsið og fleiri stofnanir á svæðinu,“ segir hún og telur hafa lifnað yfir félaginu í seinni tíð. „Það hafa yngri konur geng- ið í félagið á undanförnum árum og starfsemin er lífleg. Við höldum allt- af fimm fundi yfir veturinn og reynum að breyta áherslum í takt við tímann. Auk þess höfum við verið duglegar að fara í ferðalög. Árið 2008 fórum við í fyrsta sinn til útlanda og þá til Fær- eyja. Það var mjög skemmtilegt.“ Anna Karen er Ísfirðingur og var ung þegar hún gekk í Kvenfélagið Hlíf en er á þriðja ári sínu sem for- maður. „Ég kem úr mikilli kvenfé- lagsfjölskyldu,“ segir hún hlæjandi. „Mamma mín var í Hlíf og við syst- urnar sjö ólumst upp í kvenfélagsanda. Ein okkar býr í útlöndum en við hinar höfum verið í kvenfélögum víða um landið, sumar formenn.“ Á tímabili telur Anna Karen hafa verið litið á kvenfélög sem úrelt fyr- irbæri og segir þau ekki öll hafa lifað það tímabil af. „En viðhorf til kvenfé- laga hafa breyst á allra síðustu árum,“ segir hún. „Þau eru orðin jákvæðari.“ gun@frettabladid.is KVENFÉLAGIÐ HLÍF ÍSAFIRÐI: FAGNAR ALDARAFMÆLI MEÐ SAMSÆTI Á MORGUN Áherslurnar í takt við tímann FORMAÐURINN „við reynum að styðja við kirkjuna, skólann, sjúkrahúsið og fleiri stofn- anir,“ segir Anna Karen. MYND/HENNA RIIKKA NURMI Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sigurbjörg Þorsteinsdóttir Hrafnistu, Reykjavík, áður til heimilis að Kirkjuvegi 12, Keflavík, lést mánudaginn 1. mars. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, fimmtudaginn 11. mars kl. 14.00. Guðný Helga Jónsdóttir Björn Baldursson Guðmundur Jónsson Inga Ólafsdóttir Brynjar Jónsson barnabörn og barnabarnabörn. „Ég er við Jökulsá. Við höfum verið að setja upp 50 tonn af steypuklumpum með flekum á sem mynd- irnar mínar verða skrúfað- ar upp á,“ segir Ragnar Th. Sigurðsson ljósmyndari sem opnar ljósmyndasýningu á morgun klukkan 14 við Jökulsárlón á Breiðamerk- ursandi. „Þetta er rosa- lega flott, segi ég í minni mestu hógværð,“ heldur hann áfram. „Myndirnar eru allar af Vatnajökli, það er flóð, það er eldgos, það er Hnúkurinn, jakarnir og veðrið. Allur pakkinn. Sýn- ingin er á eystri bakka lóns- ins og jakarnir og Öræfajök- ull eru í baksýn.“ Fjölbreyttir menning- arviðburðir eru í Austur- Skaftafellssýslu þessa helgi því auk sýningar Ragnars Th. er blúshátíð á Höfn, góu- hóf í Öræfum og sýningar á Höfn. Guðrún Ingólfsdóttir sýnir í Kartöflugeymslunni og í Miklagarði og Pakkhús- inu sýna Hanna Jónsdótt- ir, Daníel Imsland, Hafþór Reynisson og Jón Björnsson verk sín. - gun Ég er við Jökulsá JÖKULSÁRLÓN Óteljandi myndir hafa verið teknar við lónið en sjald- gæft er að ná selunum með. MYND/RAGNAR TH. Listasmiðjan Litróf flytur tónleika í Fella- og Hóla- kirkju á sunnudagskvöld. Listasmiðjan, sem er hluti af þróunarstarfi kirkjunnar með innflytjendum, er fyrir börn frá átta ára aldri, bæði íslensk og af erlendu bergi brotnu. Markmiðið er að skapa jákvæðan vettvang fyrir börn þar sem þau geta tekið þátt í þroskandi verk- efnum í góðu umhverfi. Helstu viðfangsefni Lit- rófs eru tónlist, dans og listræn hreyfing. Foreldrar leggja listasmiðjunni lið og styðja við starfsemina. Fjöl- breytt dagskrá er í boði og tónleikarnir ættu að höfða til allra aldurshópa. - ná Söngur Litrófs LITRÓF Börnin í kór Listasmiðj- unnar Litrófs.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.