Fréttablaðið - 06.03.2010, Side 94

Fréttablaðið - 06.03.2010, Side 94
62 6. mars 2010 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Fyrsti stórleikur ársins í fótboltanum fer fram annað kvöld klukkan 20.00 í Egilshöll þegar KR og Víkingur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins. KR-ingar hafa verið að leika einkar vel upp á síðkastið og Vík- ingar hafa að sama skapi komið skemmtilega á óvart og ljóst að tilkoma Helga Sigurðssonar hefur hjálpað liðinu mikið. Formenn knattspyrnudeilda félaganna, Kristinn Kjærnested og Björn Einarsson, eru sam- starfsfélagar hjá TVG Zimsen þar sem Björn er reyndar yfirmaður Kristins. „Ég þarf eiginlega að biðja mína menn um að vinna leikinn ekki of stórt. Annars er hætta á því að uppsagnarbréfið bíði á mánudag- inn,“ segir Kristinn, formaður knattspyrnudeildar KR, léttur í bragði en hann spáir leiknum 3-0 fyrir sína menn. „Víkingarnir eru með fínasta lið og við verðum að passa okkur á Helga. Það verður svo gaman að fylgjast með Bjössa enda á hann það til að vera svolítið klikkaður í stúkunni er hann fylg- ist með sínum mönnum,“ segir Kristinn og Björn neitar því ekki. „Ég er langt frá því að vera sá rólegasti og hef klárlega fengið flest spjöldin af okkur formönnun- um. Kiddi vill örugglega halda sig sem lengst frá mér meðan á leik stendur,“ segir Björn og hlær við. En mun hann reka Kristinn ef KR rúllar yfir Víkingana? „Ég veit það nú ekki en hann má búast við stuttum fundi snemma á mánudagsmorgun ef illa fer,“ segir Björn léttur en hann hefur fulla trú á sínu liði og segir Vík- inga stefna upp í úrvalsdeild næsta sumar. „Við ætlum að vera eitt af þrem bestu á næstu árum.“ - hbg Formenn knattspyrnudeilda KR og Víkings vinna saman og mætast á morgun: Hræddur við að verða rekinn ef við vinnum leikinn of stórt VINIR OG SAMSTARFSFÉLAGAR Vinskapur þeirra Kristins Kjærnested, formanns knatt- spyrnudeildar KR, og Björns Einarssonar, formanns knattspyrnudeildar Víkings, er lagður til hliðar þegar lið þessara samstarfsfélaga mætast á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Maður verður að skoða valkostina og reyna að taka rétta ákvörðun,“ segir Guðmundur Reynir Gunnarsson sem fengið hefur vilyrði frá sænska liðinu GAIS um að fara á láni til Íslands í sumar. Guðmundur er mættur á Klakann og liggur nú undir feldi. „Þeir vilja bara að ég fari í eins sterkt lið og hægt er og fái að spila. Ég þarf að spila sem mest og finna mitt rétta andlit aftur,“ segir Guðmundur en nokkur félög hafa haft samband við hann. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa Kefla- vík, Valur, Fram og KR öll áhuga. Ekki er víst hvort hann fer í sitt uppeldisfélag í Vestur- bænum. „KR er ekki út úr myndinni nei. Auðvitað vil ég fara til KR en þeir eru með gríðarlega sterkt lið og það eru aðrir möguleikar. Það eru margir hlutir sem ég þarf að skoða í þessari ákvörðun. Auðvitað væri gaman að fara í KR en ég þarf að pæla í ýmsum hlutum,“ segir Guðmundur. Hann ætlar að nota helgina til að skoða málin. „Ég vil taka þessa ákvörðun sem fyrst svo ég geti komið strax inn í það lið sem verður fyrir valinu,“ segir Guðmundur sem bíður átekta. „Pabbi er að sjá um þetta fyrir mig. Hann er að ræða við þjálf- ara þessara liða og athuga hvað þeir hugsa sér. Ég er látinn í friði sem er gott til að byrja með, segir Guðmundur sem hefur verið úti í kuldanum í Svíþjóð en hefur þó ekki gefið upp alla von. „Ég hefði viljað spila meira en það þýðir ekkert að hætta. Vonandi að maður fái að spila á næsta ári.“ Guðmundur Reynir hefur aðeins leikið með KR hér á landi og á 56 leiki og 3 mörk að baki fyrir liðið í deild og bikar. Hann hefur leikið tvo leiki fyrir A-landsliðið en það voru síðustu tveir æfingaleikir gegn Færeyjum í Kórnum. GUÐMUNDUR REYNIR GUNNARSSON: VERÐUR LÁNAÐUR Í PEPSI-DEILDINA Í SUMAR OG ER AÐ LEITA AÐ LIÐI Ég þarf að finna mitt rétta andlit aftur > FH stokkið í slaginn um Guðmund Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Fréttablaðsins fékk FH í gær leyfi hjá KR til þess að ræða við framherjann Guðmund Pétursson. FH gerði KR ásættanlegt tilboð í leikmanninn í gær sem KR-ingar tóku. Nú er það undir Guðmundi komið að semja við félagið. Hann hafði þann möguleika að fara til Vals fyrr í vikunni en það slitnaði upp úr samningaviðræðum hans og Valsmanna. Sjálfur hefur Guðmundur sagst vilja fara til Breiðabliks en það ku vera afar lítið í buddu Kópavogsbúa þessa dagana. Iceland Express karla Njarðvík-Stjarnan 72-67 (44-35) Stig Njarðvíkur: Nick Bradford 19 (10 frákost, 7 stoðsendingar), Magnús Gunnarsson 17, Jóhann Árni Ólafsson 13, Guðmundur Jónsson 8, Friðrik Stefánsson 7 (13 fráköst, 7 varin), Páll Kristinsson 6, Egill Jónasson 2. Stig Stjörnunnar: Justin Shouse 26, Fannar Helgason 11, Djorde Pantelic 9, Birgir Pétursson 8, Jovan Zdravevski 7, Kjartan Kjartansson 5 (10 fráköst, 5 stolnir), Magnús Helgason 1. ÍR-FSu 104-91 STAÐAN Í DEILDINNI KR 19 16 3 1787-1529 32 Njarðvík 19 14 5 1701-1472 28 Grindavík 19 14 5 1770-1524 28 Keflavík 19 14 5 1780-1513 28 Snæfell 19 13 6 1800-1584 26 Stjarnan 19 13 6 1609-1526 26 Hamar 19 7 12 1613-1697 14 ÍR 19 6 13 1589-1733 12 Tindastóll 19 6 13 1555-1716 12 Fjölnir 19 6 13 1506-1658 12 Breiðablik 19 4 15 1479-1743 8 FSu 19 1 18 1429-1924 2 Iceland Express kvenna 6 LIÐA ÚRSLIT - FYRSTI LEIKUR Keflavík-Snæfell 95-82 (52-50) Stig Keflavíkur: Bryndís Guðmundsdóttir 32, Birna Valgarðsdóttir 20, Kristi Smith 19, Pálína Gunnlaugsdóttir 12, Rannveig Randversdóttir 8, Marín Karlsdóttir 4. Stig Snæfells: Sherell Hobbs 32, Unnur Ásgeirsdóttir 12, Sara Andrésdóttir 8, Hrafnhildur Sævarsdóttir 6, Helga Björgvinsdóttir 5, Rósa Indriðadóttir 4, Björg Einarsdóttir 3, Sara Magnúsdóttir 2. Staðan er í 1-0 fyrir Keflavík en það lið sem fyrr vinnur tvo leiki kemst í undanúrslit. KARFAN Í GÆR N1 Deildin 2009 - 2010 KONUR Laugardagur Mýrin Strandgata Fylkishöll Vodafonehöll Stjarnan - HK Haukar - Fram Fylkir - KA/Þór Valur- Víkingur 16:00 16:00 16:00 16:00 KARLAR Sunnudagur Seltjarnarnes Mýrin Grótta - Haukar Stjarnan - HK 16:00 19:30 KÖRFUBOLTI Njarðvíkingar unnu sinn þriðja leik í röð í Iceland Express-deild karla í gærkvöldi þegar liðið vann 72-67 sigur á Stjörnunni í miklum baráttu- leik í Ljónagryfjunni. Þetta var kannski ekki fallegasti sóknar- leikurinn sem liðin hafa boðið upp á en baráttan og vinnusem- in gaf góð fyrirheit um spennandi úrslitakeppni. Njarðvík fór upp í annað sætið með sigrinum en eru þó aðeins með tveimur stigum meira en Stjörnumenn sem sitja fjórum sætum neðar í töflunni. Njarðvíkingar byrjuðu vel, komust í 15-6 og voru með frum- kvæðið nær allan leikinn þótt gestirnir úr Stjörnunni héldu sér alltaf inni í leiknum. Njarð- vík var 44-35 yfir í hálfleik og virtist ætla að landa öruggum sigri þegar Stjörnumenn misstu þá Jovan Zdravevski og Djorde Pantelic út af með fimm villur á aðeins 36 sekúndum. Stjörnumenn lögðu ekki árar í bát, unnu upp forskotið og áttu möguleika á að vinna í lokin. Njarðvíkingar sluppu þó með skrekkinn og unnu fimm stiga sigur. Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar kann vel við sig í úrslitakeppni-andrúmsloftinu og hann var ánægður með leikinn þótt hittnin væri léleg. „Mér fannst þetta vera skemmtilegasti leikurinn í vetur. Við Siggi töluðum um það eftir leikinn að þetta hefði verið eins og leikur í úrslitakeppni. Bæði lið hefðu unnið öll lið á landinu nokk- uð auðveldlega með svona leik,“ sagði Teitur eftir leikinn. „Varnirnar voru geggjaðar og það var barátta í hverjum ein- asta strák í liðunum. Mér fannst þetta vera alveg frábært. Þetta var rosalega gaman en auðvit- að hefðum við vilja vinna,“ sagði Teitur. Teitur á enn eftir að stýra Stjörnunni til sigurs í Ljóna- gryfjunni en það segir Teitur að gætu orðið slæmar fréttir fyrir Njarðvík. „Það kemur að því og ég vona Njarðvíkur vegna að við hittum þá ekki aftur,“ sagði Teit- ur. Nick Bradford er farinn að finna sig betur í Njarðvíkur- liðinu og í gær var hann mest í stöðu leikstjórnanda sem kom vel út. „Ég hef spilað leikstjórnanda alla mína ævi þótt ég hafi ekki fengið mörg tækifæri til að sýna það hér á Íslandi. Það eru örugg- lega einhverjar efasemdarraddir en ég hef mikla reynslu af þessari stöðu og sendingar eru minn besti kostur. Ég geri bara það sem þarf til að bæta liðið og vinna leikina,“ sagði Nick sem hrósaði Garð- bæingum fyrir leikinn í gær. „Þetta er mjög gott lið sem lætur finna vel fyrir sér. Þeir gáfust aldrei upp þótt þeir lentu 10 til 15 stigum undir. Það sást hvað þeir eru með góðan þjálf- ara og góða leikmenn í sínu liði,“ sagði Nick sem er ánægður með þróunina hjá sínu liði. „Við erum að komast aftur í gang. Við höfum haft mikinn tíma til að æfa á síð- ustu dögum. Það var gott frí frá leikjum og við fengum tíma til að vinna í og laga hluti sem voru ekki í lagi,“ sagði Nick að lokum. ooj@frettabladid.is Varnirnar voru geggjaðar í Njarðvík Teitur Örlygsson þarf að bíða lengur eftir fyrsta sigrinum í Ljónagryfjunni sem þjálfari Stjörnunnar eftir 72-67 tap fyrir Njarðvík í miklum baráttuleik í gær. Njarðvík fór upp í annað sætið með sigrinum. NÍTJÁN FRÁ NICK Njarðvík vann góðan sigur á Stjörnunni þar sem Nick Bradford var stigahæstur heimamanna. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.