Fréttablaðið - 20.03.2010, Page 2

Fréttablaðið - 20.03.2010, Page 2
2 20. mars 2010 LAUGARDAGUR Þórður, hefurðu mikið út á tónlist föður þíns að setja? „Ég er nú ekki útsettur fyrir svoleiðis fordómum.“ Þórður Magnússon, sonur Megasar, hefur tekið að sér að útsetja tónlist föður síns fyrir strengjakvintett. Bjóðum heildarlausnir þegar endurnýja á góleppi í stigagöngum í ölbýlis- og sambýlishúsum. Taktu upp símann eða sendu okkur línu og við göngum í málið. Ármú la 32 · 108 Reyk j a v í k · S ím i 533 5060 · Fax 533 5061 · t epp i@stepp · www. s t epp . i s Ó ! · 1 3 1 3 6 teppi@stepp.is VIÐSKIPTI Leikskólinn Vesturbrú 7 í Garðabæ hefur verið settur í formlegt söluferli, sem hefst á mánudag. Það er fyrirtækjaráð- gjöf Íslandsbanka sem sér um söl- una fyrir Miðengi, eignaumsýslu- félag bankans. Leikskólinn er í eigu fasteigna- félagsins Hafnarslóðar, sem var eitt dótturfélaga fasteignafélags- ins Nýsis. Hann var reistur árið 2004 og var bygging hans fyrsta einkaframkvæmdin þar sem íslenskt sveitarfélag bauð út í einu lagi byggingu skólahúsnæðis, rekstur þess og innra starf skól- ans. Nýsir átti að reka leikskólann í aldarfjórðung en fór í þrot haustið 2008. - jab Eignir í sölu hjá Íslandsbanka: Leikskóli til sölu DÓMSMÁL Karlmaður á þrítugs- aldri hefur verið ákærður fyrir að hafa barnaklám í vörslu sinni. Ríkissaksóknari ákærir manninn. Í ákærunni er honum gefið að sök að hafa verið með 46 ljós- myndir og sjö hreyfimyndir á hörðum diski í fartölvu sinni. Myndirnar sýndu börn á kyn- ferðislegan og klámfenginn hátt. Maðurinn neitaði sök við þing- festingu í Héraðsdómi Suður- lands í gær. - jss Neitaði sök fyrir dómi: Ákærður fyrir barnaklám MENNTAMÁL Bæði Fjölbrautaskólinn í Ármúla og Verzlunarskóli Íslands halda áfram að kenna grunnskóla- nemum í fjarnámi þrátt fyrir ákvörðun menntamálaráðuneytisins um að afnema fjárveitingar til þessa liðar frá síðustu áramótum. Samhliða námi í grunnskóla hafa nemar í efstu bekkjum þar getað stundað nám á framhaldsskóla- stigi og þannig meðal annars flýtt fyrir framhaldsnáminu þegar þar að kemur. „Vorið 2008 voru 1.460 grunn- skólanemendur í tíunda bekk líka í áföngum í framhaldsskóla, ýmist í fjarnámi eða með því að ganga í við- komandi framhaldsskóla eða að læra í sínum heimaskóla eftir kennslu- áætlun frá einhverjum framhalds- skóla. Sú kennsla sem fór fram á kostnað framhaldsskólanna var felld niður,“ útskýrir Sölvi Sveinsson, hjá framhaldsskólasviði menntamála- ráðuneytisins. Með þessu eigi að spara 120 milljónir króna. Að sögn Sölva er mikill meirihluti grunnaskólanema í fjarnámi skráð- ur í Fjölbrautaskólann í Ármúla, Verzlunarskóla Íslands eða Verk- menntaskólann á Akureyri. „Við ákváðum að að skipta ekki um plan á miðjum vetri heldur leyfa þeim krökkum sem voru hjá okkur, og jafnvel fleirum frá sömu skólum, að koma inn eins og þau vildu,“ segir Sigurlaug Kristmannsdóttir, fjar- námsstjóri Verzlunarskóla Íslands. Breytingin sé sú að nú greiði grunn- skólanemendur sama gjald og aðrir fyrir fjarnám. Það sé um 13 þúsund krónur á nemanda fyrir þriggja eininga nám með innritunargjaldi. Þessi upphæð dugi þó alls ekki fyrir kostnaði. Sigurlaug segir að á þessari önn hafi niðurskurðurinn í fjarnámi Verzlunarskólans í heild aðeins verið fimm prósent en ekki fimmtíu pró- sent eins og menntamálaráðuneyt- ið mælti fyrir um. Á næstu haust- önn verðum við því nánast með ekki neitt fjarnám því þá erum við búin með okkar kvóta,“ segir hún. Steinunn Hafstað hjá fjarnáms- deild Fjölbrautaskólans í Ármúla segir að þar hafi menn talið sig verið búna að gera samninga við grunn- skólana út skólaárið. „Þannig að við tókum við nemendum fram á vorið. Síðan á eftir að koma í ljós hvort við fáum greitt fyrir það,“ segir Stein- unn sem kveður líklegt að skólinn innheimti hámarksgjald af grunn- skólanemum frá næsta hausti. Það verði allt að þrjátíu þúsund krónur með innritunargjaldi fyrir þriggja eininga nám. Ingimar Árnason, kennslustjóri fjarkennslu Verkmenntaskólans á Akureyri, segir að þar hafi öll fjar- kennsla verið skorinn niður um helming um áramót. „Og við fórum einfaldlega að skipun ráðuneytisins og innrituðum enga grunnskólanem- endur fyrir þessa önn,“ segir Ingi- mar. Hann kveður þessa nmendur þó hafa fengið inni í fjarnámsdeild- um skólanna sem enn halda því úti. gar@frettabladid.is Fá enn fjarnám þótt ráðuneyti vilji skera Verzlunarskólinn og Fjölbraut í Ármúla hleypa grunnskólanemum í fjarnám þótt menntamálaráðuneytið sé hætt að veita fé í verkefnið. Verzlunarskólinn segir peninga ársins klárast í haust og boðar niðurfellingu nær alls fjarnáms. GRUNNSKÓLANEMENDUR Menntamálaráðuneytið þarf að skera niður framlög og skipar framhaldsskólum að hætta að veita áhugasömum grunnskólanemum aðgang að kennslu á framhaldsskólastigi. Myndin er af nemendum í samræmdum prófum í Hlíðaskóla. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SUNNA HAFSTAÐ SÖLVI SVEINSSON VERÐLAUN Óskar Bergsson, formaður borgarráðs, veitti hönnuðunum verðlaunin og prófaði að sjálfsögðu handklæðið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI MENNING Vöruhönnuðirnir Frið- gerður Guðmundsdóttir og Krist- ín Birna Bjarnadóttir hlutu í gær 600 þúsund króna verðlaun í hönnunarsamkeppni um minja- grip fyrir Reykjavíkurborg. Þær hönnuðu sápu og handklæði. Verðlaunahönnunin er köll- uð „Pure Reykjavík towel/soap“, og vísar í sundlaugarmenningu Reykvíkinga. Sápan er eins og heitur pottur í laginu og hand- klæðið mjög óhefðbundið í formi svo hægt er að sveipa því um sig eins og sjali. Hönnuðirnir eiga von á því að minjagripirnir verði komnir í sölu í sumar. - bj Veitt hönnunarverðlaun: Hönnuðu sápu og handklæði LÖGREGLUMÁL Brotist var inn í sjö bifreiðar við Leynisbrún, Suður- vör og Staðarhraun í Grindavík í fyrrinótt. Í öllum tilfellum var brotin hlið- arrúða í bifreiðunum og GPS-stað- setningartækjum af Garmin-gerð stolið. Úr einni bifreiðinni var stolið Canon Ixus myndavél auk lauslegra muna. Lögreglan á Suðurnesjum biður alla, sem geta veitt upplýsingar um þessi mál, að hafa samband við lögregluna í síma 420 1800. - jss Fingralangir í Grindavík: Þjófar brutust inn í sjö bíla Rannsaka festur í Faxaflóa Fornbátafélag Íslands hefur óskað eftir styrk frá sveitarfélögum vegna verkefnis sem hefur það markmið að kanna festur veiðarfæra í Faxaflóa. Verkefnið ber heitið „Flök og festur“. SJÁVARÚTVEGUR EFNAHAGSMÁL Þær aðgerðir sem ríkisstjórnin kynnti í vikunni vegna skuldavanda heimilanna eru á engan hátt fullnægjandi til að lina þjáningar, bæta það tjón og forsendubrest sem heimili lands- ins hafa orðið fyrir, að mati Hags- munasamtaka heimilanna. Ekkert í aðgerðum þriggja rík- isstjórna hefur falið í sér aðgerð- ir til að leiðrétta óréttláta hækkun höfuðstóls lána heimilanna, segir í ályktun samtakanna. Aðgerðir stjórnarinnar leiði fráleitt til sátta í samfélaginu eða enduruppbygg- ingar hagkerfisins. Hagsmunasamtök heimilanna fagna stofnun embættis umboðs- manns skuldara og þeim úrbótum á greiðsluaðlögunarferlinu sem því muni fylgja. Hugmyndir stjórn- valda um lækkun dráttarvaxta, þak á innheimtukostnað, niður- fellingu skattkrafna og fleira séu of óljósar til að hægt sé að fjalla um þær í bili. Samtökin telja það vægast sagt aumt úrræði að gera fólki kleift að búa áfram í húsi sem það hafi misst á nauðungarsölu. Raunveru- lega úrræðið hefði verið að koma í veg fyrir nauðungarsölur. - bj Hagsmunasamtök heimilanna gagnrýna aðgerðir stjórnvalda vegna skuldavanda: Á engan hátt fullnægjandi AÐGERÐIR Stjórnvöld kynntu aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna í vikunni. Aðgerðirnar eru á engan hátt fullnægjandi, að mati Hagsmunasam- taka heimilanna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Suðurnesjum og toll- gæslan á Keflavíkurflugvelli hafa tekið þrjátíu og átta manns með fíkniefni nú frá áramótum og fram að miðjum mars. Samtals hefur verið tekið á fimmta kíló af fíkniefnum á sama tíma. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suð- urnesjum hefur langmest verið tekið af amfetam- íni, eða rúm 2,5 kíló. Þá eru ótaldir 870 millilítrar af fljótandi amfetamíni, sem tollgæsla stöðvaði á Keflavíkurflugvelli í lok janúar eins og Frétta- blaðið greindi frá í gær. Samkvæmt matsgerð frá Rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði Háskóla Íslands hefði verið hægt að framleiða tæp sex kíló af amfetamíni úr vökvanum. Næstmest hefur verið tekið af kókaíni. Frá áramótum hafa smyglarar verið teknir með samtals 1,5 kíló af því efni. Miklu minna fer fyrir innflutningi á kanna- bisefnum, eins og sjá má á töflunni hér til hliðar. Af þessum þrjátíu og átta manna hópi fíkniefna- smyglara eru tuttugu og fimm með íslenskt ríkis- fang en þrettán með ríkisfang erlendis. - jss Annir hjá tollgæslu og lögreglunni á Suðurnesjum frá áramótum: Tóku 38 fíkniefnasmyglara HALDLÖGÐ FÍKNIEFNI Á SUÐURNESJUM 01.01.2010 - 12.03.2010 Efni Magn í gr Hass 203,09 Marijúana 75,60 Tóbaksblandað 13,32 Amfetamín 2522,00 Kókaín 1520,80 Sveppir 3,42 Kannabislauf 330,16 Heildarmagn á árinu 4.338,23 grömm Efni í stykkjatali Stk. Steraambúlur stk. 1 Kannabisplöntur 235 LSD 1 Heildarmagn á árinu 237 stykki Efni í vökvarformi Millilítrar Amfetamín 870 ml (5,98 kg) Ríkisfang: Íslendingar 25 Útlendingar 13 STJÓRNSÝSLA Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið ætlar að grípa til ráðstafana svo hrefnu- kjöt verði ekki aftur flutt til Evrópuríkis. Íslenskt fyrirtæki seldi 250 kíló af hrefnukjöti til Lettlands í janúar, í trássi við alþjóðasamninga. Alþjóðleg dýraverndarsamtök vöktu athygli á málinu og studdust við upplýsingar á vef Hagstof- unnar. Jafnframt bentu samtökin á að hvalmjöl hefði verið selt til Danmerkur, en það er líka bann- að. Þannig var hins vegar ekki í pottinn búið. Fiskimjöl sem þang- að var selt var fyrir mistök skráð hvalmjöl í tollskýrslu. Í tilkynn- ingu frá ráðuneytinu segir að Hag- stofan ætli að leiðrétta upplýsing- arnar á vef sínum 31. mars. - bþs Hvalmjölið reyndist fiskimjöl: Tekið fyrir frek- ari hrefnusölu SPURNING DAGSINS
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.