Fréttablaðið - 20.03.2010, Page 4

Fréttablaðið - 20.03.2010, Page 4
4 20. mars 2010 LAUGARDAGUR KÖNNUN Meirihluti þeirra sem afstöðu tóku í skoðanakönnun Fréttablaðsins vill að þjóðin fái að greiða atkvæði um framtíðar- skipulag íslenska fiskveiðistjórn- unarkerfisins. Alls sögðust 60,3 prósent þeirra sem afstöðu tóku vilja þjóðarat- kvæðagreiðslu um þetta umdeilda mál, en 39,7 prósent vildu ekki atkvæðagreiðslu. Mikill munur var á afstöðu þátt- takenda eftir stuðningi við stjórn- málaflokka. Um 72 prósent þeirra sem sögðust styðja Samfylkinguna eða Vinstri græna voru fylgjandi þjóðaratkvæðagreiðslu um fram- tíð kvótakerfisins en 28 prósent voru því andvíg. Lítill munur var á afstöðu stuðningsmanna flokkanna tveggja. Þá sögðust 46 prósent stuðn- ingsmanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks fylgjandi þjóð- aratkvæðagreiðslu um þetta mál, en 54 prósent vildu ekki að málið færi fyrir þjóðaratkvæði. Óveru- legur munur var á afstöðu stuðn- ingsmanna flokkanna tveggja. Um 40 prósent þeirra sem þátt tóku í könnuninni vildu ekki gefa upp stuðning við ákveðinn stjórn- málaflokk, eða voru óviss hvaða flokk þau myndu styðja. Af þess- um hópi sögðust ríflega 62 prósent fylgjandi þjóðaratkvæðagreiðslu, en 38 prósent voru andvíg. „Þetta sýnir að vilji þjóðarinn- ar er að þetta mál fari í þjóðarat- kvæðagreiðslu. Þjóðin vill fá að ráða hver verða örlög þessa kerf- is,“ segir Þórður Már Jónsson, for- maður Þjóðareignar, samtaka um auðlindir í almannaþágu. Samtökin hafa barist fyrir því að málið fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Ef menn ætla í slíka þjóðar- atkvæðagreiðslu er nauðsynlegt að skilgreina nákvæmlega hvað á að kjósa um,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegs- manna. Málið sé afar flókið og erf- itt að setja upp skýra kosti til að kjósa á milli. „Almennt tel ég að það væri mjög gott ef við gætum innleitt þjóðaratkvæðagreiðslur í meira mæli, og þá er í sjálfu sér ekkert undanskilið. Svo hefur það bara sínar afleiðingar sem ákveðið er, hvort sem er af þingi eða þjóð,“ segir Friðrik. Óverulegur munur var á svör- um þátttakenda í könnuninni eftir kynjum. Tæplega 59 prósent karla en 62 prósent kvenna vildu þjóðar- atkvæðagreiðslu um málið. Hringt var í 800 manns fimmtu- daginn 18. mars. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Vilt þú að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíðarskipulag fiskveiði- stjórnunarkerfisins? Alls tóku 86,9 prósent afstöðu til spurningarinnar. brjann@frettabladid.is Þetta sýnir að vilji þjóðar- innar er að þetta mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þjóðin vill fá að ráða hver verða örlög þessa kerfis. ÞÓRÐUR MÁR JÓNSSON FORMAÐUR ÞJÓÐAREIGNAR Já Nei Vilt þú að fram fari þjóðarat- kvæðagreiðsla um framtíðarskipu- lag fiskveiðistjórnunarkerfisins? Allir 39,7% 60,3% Stjórnarflokkarnir Stjórnarandstaðan Eftir stuðningi við stjórnmálaflokka. 72% 28% 46 % 54% Samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins 18. mars 2010 Framtíð kvótakerfisins Meirihluti vill kjósa um framtíð kvótakerfisins Sex af hverjum tíu vilja að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um kvótakerfið. Stuðningurinn er mestur meðal stuðningsmanna stjórnarflokkanna. Um 46 prósent sjálfstæðismanna vilja þjóðaratkvæðagreiðslu. HJÁLPARSTARF ABC-barnahjálp heldur fyrsta ABC-daginn hátíðlegan í Smáralind í dag. Markmiðið er að kynna starf ABC-barnahjálpar, afla nýrra stuðningsforeldra og safna fé til styrktar götubarnastarfi á Ind- landi og fleiri starfslöndum ABC. Dagurinn hefst í World Class, Laugum, þar sem hægt verður að hlaupa fyrir ABC á milli klukkan níu og tólf. Kílómetrinn verður seldur á 500 krónur sem renna óskiptar til ABC. Síðan verður dagskrá í Vetrar- garðinum í Smáralind þar sem fjöldi listamanna treður upp. - sh ABC-dagurinn í Smáralind: Götubörn á Indlandi styrkt MENNTAMÁL Háskólinn í Reykja- vík opnar nýbyggingu sína í Nauthólsvík fyrir almenningi í dag á hinum árlega HR-degi. Á HR-deginum verður meðal annars hægt að nálgast skatta- ráðgjöf frá endurskoðunarfyrir- tækinu Deloitte, fara í skoðunar- ferð um húsið, læra samningastíl og fimleika. Eðlisfræðinemar munu halda gagnvirka sýningu þar sem þeir bregða á leik með rafmagn. Dagskráin hefst klukkan níu árdegis og stendur til fjögur. - sh HR-deginum fagnað: Rafmagn og fimleikar í HR BANDARÍKIN, AP Bandarísk kona, Colleen LaRose, lýsti sig saklausa af ákærum fyrir dómstól í Phila- delphia á fimmtudag. Hún er sökuð um að hafa átt hlut að áformum um að aðstoða hryðju- verkamenn og fremja morð í öðru landi, fyrir að ljúga að alríkislögregl- unni FBI og stela vegabréfi fyrr- verandi kærasta síns. LaRose, sem hefur kallað sig Jihad Jane, var handtekin í Banda- ríkjunum síðasta haust, eftir að hafa verið iðin á netinu við að afla hryðjuverkamönnum stuðnings. Handtakan komst þó ekki í fréttir fyrr en sex manns, sem hún hefur haft tengsl við, voru handteknir á Írlandi í síðustu viku fyrir áform um að ætla að myrða sænskan skopmyndateiknara. - gb „Jihad Jane“ neitar sök: Sögð hafa hvatt til hryðjuverka COLLEEN LAROSE KÚBA Undanfarna daga hefur hópur kvenna á Kúbu krafist þess að synir þeirra, eiginmenn og aðrir ástvinir verði látnir lausir úr fangelsi. Þeir voru handteknir fyrir sjö árum fyrir andóf gegn stjórnvöldum. Konurnar hafa efnt til mótmæla- aðgerða í höfuðborginni Havana daglega síðan á mánudag, en á fimmtudag voru sjö ár liðin frá því mennirnir voru handteknir. Þann dag mættu jafnframt hundr- uð stuðningsmanna stjórnarinnar til leiks, umkringdu konurnar og gerðu hróp að þeim en leyfðu þeim þó að halda áfram göngu sinni. Lögreglu- menn stóðu einnig vörð um konurn- ar til að tryggja að þær kæmust ferða sinna. Andófsmennirnir handteknu eru 75 og sitja allir enn í fangelsi. Þeir voru handteknir þegar stjórn Fidels Castro barði niður mótmæla- öldu, sem stjórnin sagði vera runna undan rifjum Bandaríkjanna. Einn andófsmannanna, Orlando Zapata Tamayo, lést í síðasta mán- uði eftir langt hungurverkfall. Lát hans vakti hörð viðbrögð á Vestur- löndum. Evrópuþingið hefur for- dæmt stjórnina vegna láts hans og nú hefur hópur mennta- og lista- manna á Vesturlöndum, þar á meðal spænski leikstjórinn Pedro Almad- ovar, efnt til undirskriftasöfnunar gegn Kúbustjórn. - gb Mótmæli hvítklæddu kvennanna á Kúbu halda áfram: Vilja syni og eiginmenn lausa UMKRINGDAR Stuðningsmenn Kúbu- stjórnar gerðu hróp að hvítklæddu konununum á fimmtudag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP AUÐLIND Erfitt er að skilgreina nákvæmlega hvað á að kjósa um í þjóðaratkvæða- greiðslu, að mati Friðriks J. Arngrímssonar, framkvæmdastjóra LÍÚ. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 20° 18° 14° 7° 13° 13° 8° 8° 22° 13° 20° 21° 26° 6° 17° 18° 3° Á MORGUN 8-15 m/s, hvassara syðst. MÁNUDAGUR 8-13 m/s. 4 3 6 4 5 2 0 0 0 0 0 13 5 6 8 5 4 5 7 3 7 6 3 4 -2 0 -1 3 4 0 -2 -1 HVESSIR SYÐRA Það verður fínt veður á landinu framan af degi en undir kvöld hvessir heldur við suður ströndina og á morgun verður víða fremur stífur vindur en hvasst eða allhvasst sunnan og vestan til. Mánudagurinn verður svipaður en þá léttir til suðvest- anlands. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is GENGIÐ 19.03.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 227,0279 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 126,20 126,80 191,15 192,07 171,23 172,19 23,010 23,144 21,486 21,612 17,693 17,797 1,3939 1,4021 192,81 193,95 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR KÆLISKÁPA TILBOÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.