Fréttablaðið - 20.03.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 20.03.2010, Blaðsíða 6
6 20. mars 2010 LAUGARDAGUR LÖGREGLUMÁL Nýir möguleikar munu skapast fyrir afbrotamenn í því erfiða efnahagsástandi og mikla atvinnuleysi sem orðið hefur hér í kjölfar hruns íslenska fjármálakerfisins. Þetta er niðurstaða greiningar- deildar Ríkislögreglustjóra sem sent hefur frá sér útdrátt úr nýju hættumati. Þar segir enn frem- ur að þetta ástand muni á næstu árum setja mark sitt á þá skipu- lögðu glæpastarfsemi sem haldið er uppi hér á landi. Greiningardeild segir liggja fyrir að skipulagt vændi með aðkomu þriðja aðila sem hefur ábata af starfseminni sé að fær- ast í vöxt hér á landi. Gera beri ráð fyrir að mansalsmál og skipu- lagt vændi verði fyrirferðarmeira á verkefnaskrá lögreglunnar. Fyrirliggjandi upplýsingar bendi til þess að mansal sé að festast hér í sessi, sem og önnur skipu- lögð brotastarfsemi. „Vísbendingar eru um að menn búsettir hér, Íslendingar eða erlendir ríkisborgarar, komi að þessum skipulagða vændisinn- flutningi, ýmist sem „einyrkjar“ eða í samvinnu við erlenda glæpa- hópa,“ segir í hættumatinu. „Grunur um mansal á Íslandi hefur löngum verið tengdur nekt- ardansstöðum og vændi,“ segir enn fremur. „Efnahagsörðugleik- ar eru líklegir til að ýta undir slíka starfsemi. Verslun með fólk, einkum konur, og smygl á fólki er ábatasöm starfsemi. Mat glæpa- hópa er almennt það, að slík starf- semi feli ekki í sér mikla áhættu og má ætla að þessi tegund glæpastarfsemi verði umfangs- meiri. Þessi starfsemi tengist oftar en ekki fíkniefnaverslun og skjalafalsi.“ Varðandi fíkniefnaafbrot hefur greiningardeild upplýsingar um að fíkniefnasmyglarar telji sig ekki eiga í teljandi erfiðleikum með að komast yfir erlendan gjaldeyri. Með verðfalli á fast- eignum, fyrirtækjum og ýmsum lausamunum sé hætta á því að gróða af fíkniefnaviðskiptum verði í auknum mæli varið til fjárfestinga hér. Á þann máta geti glæpamenn eða hópar falið starfsemi sína á bak við löglegan atvinnurekstur sem auki þá enn frekar möguleika þeirra á fíkni- efnainnflutningi og peninga- þvætti. Loks hefur greiningardeild upp- lýsingar um að útlendingar hér, einkum aðflutt verkafólk, sæti í einhverjum tilvikum fjárkúgun, oft af hendi samlanda. Sé þá viðkomandi gert að greiða gjald fyrir að hafa fengið vinnu. Einnig sé handrukkun beitt við innheimtu hefðbundinna skulda, þar sem viðtekin úrræði hafi ekki skilað árangri. jss@frettabladid.is Hrunið skapar tæki- færi fyrir brotamenn Erfitt efnahagsástand og atvinnuleysi mun setja mark sitt á þá skipulögðu glæpastarfsemi sem haldið er uppi hér á landi. Því fylgir að nýir möguleikar munu skapast fyrir afbrotamenn, segir greiningardeild Ríkislögreglustjóra. LÖGREGLAN Verkefnum lögreglu vegna ýmissa þátta skipulagðrar glæpastarfsemi mun fjölga á næstu árum, samkvæmt hættumati greiningardeildar Ríkislögreglu- stjóra. LÖGREGLUMÁL „Ég á von á að tillög- ur um umgjörð forvirkra rannsókn- arheimilda lögreglu verði skoðað- ar í tengslum við þá vinnu sem er að hefjast við aðgerðaáætlun gegn skipulagðri glæpastarfsemi.“ Þetta segir Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra spurð um stöðu slíkra heimilda. Forvirkar rann- sóknarheimildir heimila lögreglu að hefja rannsókn áður en brot eru framin með það að markmiðið að koma í veg fyrir afbrot. Hún undirstrikar að ljóst sé að löggjafinn þurfi einnig að ljá mál- inu brautargengi. Sjálf kveðst hún hlynnt auknum rannsóknarheimild- um lögreglu en fara þurfi vandlega yfir forsendur þeirra. „Það þarf til að mynda að skoða í hvaða tilvikum heimila ætti slíkar rannsóknir og hvernig eftirliti með notkun heimildanna yrði háttað svo eitthvað sé nefnt,“ segir ráðherra. Spurð álits um nýtt hættumat greiningadeildar ríkislögreglu- stjóra segir ráðherra þær upplýs- ingar sláandi, þótt ekki séu nýjar af nálinni, að félagar í MC Ice- land stefni að fullri aðild að Hells Angels. „Það finnast mér afar slæm tíð- indi. Þá finnast mér alvarlegar þær fregnir að skipulegt vændi fari hér vaxandi, svo og að mansals- mál verði fyrirferðameiri á verk- efnaskrá lögreglu. Af hættumatinu almennt má ráða að verkefni lög- reglu eru ærin og fara síst minnk- andi. Þetta er einfaldlega æ flókn- ara afbrotaumhverfi sem lögreglan þarf að fást við.“ -jss Dómsmálaráðherra segir lögreglu þurfa að fást við æ flóknara afbrotaumhverfi: Vill auka rannsóknarheimildir RAGNA ÁRNADÓTTIR Dómsmálaráð- herra segir upplýsingar í hættumatinu sláandi. DÓMSMÁL Tveir bræður um fertugt hafa verið ákærðir fyrir hrotta- lega líkamsárás í Breiðholtinu í nóvember 2008. Er þeim gefið að sök að hafa beitt við árásina níu kílóa sleggju og slökkvitæki. Eldri bróðurnum, sem stend- ur á fertugu, er gefið að sök að hafa ráðist að fórnarlambinu með sleggjunni og slegið það í höfuðið með henni. Segir í ákærunni að sá yngri, sem er rétt tæplega 38 ára, hafi síðan tekið við og slegið fórnar- lambið minnst fjórum sinnum í andlitið með slökkvitæki. Við þetta hálsbrotnaði þoland- inn, hlaut sjö sentimetra skurð á hnakka, skurð á enni og mar á kinnbeinum. Sá sem fyrir árásinni varð þótti sleppa merkilega vel miðað við áverkana og fékk að fara heim af spítala eftir nokkurra klukku- stunda skoðun og aðhlynningu. Hann krefst eftir sem áður fimm milljóna króna í skaðabætur frá bræðrunum, auk vaxta. Þrír voru upphaflega handteknir vegna málsins, en einungis tveir eru ákærðir. Lögregla taldi á sínum tíma að árásin væri hluti af uppgjöri eldri mála. Allir mennirnir höfðu áður komið við sögu lögreglu. - sh Tveir bræður krafðir um fimm milljónir í skaðabætur fyrir hrottalega líkamsárás: Beittu slökkvitæki og níu kílóa sleggju BREIÐHOLT Árásin átti sér stað í Seljahverfi í Breiðholti seinni partinn í nóvember 2008. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM DÓMSMÁL Þrír karlmenn á þrí- tugsaldri hafa verið ákærðir fyrir sölu fíkniefna eða aðild að henni. Tveir mannanna voru í gær ákærðir fyrir Héraðsdómi Suður- lands fyrir að hafa verið með í bíl á Selfossi ellefu grömm af hassi, tíu grömm af amfetamíni og tíu grömm af maríjúana, sem þeir ætluðu að selja. Efnin fann lög- regla undir bifreiðinni. Þriðji maðurinn er ákærður fyrir að hafa ekið hinum tveimur í sölutúr. - jss Þrír karlmenn ákærðir: Fíkniefnin falin undir bílnum Eru þær aðgerðir sem stjórn- völd hafa kynnt vegna vanda heimilanna nægilega góðar? Já 18,5% Nei 81,5% SPURNING DAGSINS Í DAG: Á að að boða til kosninga sem fyrst? Segðu þína skoðun á vísir.is KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.