Fréttablaðið - 20.03.2010, Blaðsíða 10
10 20. mars 2010 LAUGARDAGUR
PIPA
R\TBW
A
• SÍA
• 100756
af bón- og bílahreinsivörum
Og að sjálfsögðu færðu
ráðgjöf hjá bóngóðum
starfsmönnum á plani.
20%
AFSLÁTTUR
Við höldum með þér!
ÞJÓRSÁ Nýtt framboð sem fyrrum formaður umhverfisráðs Flóahrepps vinnur að er
ekki sammála sitjandi sveitarstjórn um virkjun Þjórsár við Urriðafoss. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
FLÓAHREPPUR Formanni umhverfis-
nefndar Flóahrepps var fyrir-
varalaust vikið frá störfum á
fundi sveitarstjórnar hreppsins á
miðvikudag. Hann segir ákvörð-
un sveitarstjórnarinnar sýna þá
heift og óbilgirni sem virkjanamál
í hreppnum hafi kallað fram.
Almar Sigurðsson, sem var for-
maður umhverfisnefndar hrepps-
ins, er einn þeirra sem unnið hafa
að nýju framboði í komandi sveit-
arstjórnarkosningum. Líklegt
er að framboðið verði andsnúið
fyrirhugaðri virkjun Landsvirkj-
unar við Urriðafoss, sem sitjandi
sveitarstjórn styður.
Í fundargerð sveitarstjórnarinn-
ar kemur fram að þar sem Almar
hafi „lýst yfir framboði gegn sitj-
andi sveitarstjórn í komandi sveit-
arstjórnarkosningum“, sé rétt að
víkja honum úr sæti.
„Mér finnst þetta eiginlega
bæði fyndið og aulalegt, sérstak-
lega í svona litlu samfélagi,“ segir
Almar. Honum var ekki gefinn
kostur á að gera athugasemdir
við uppsögnina og hefur enn ekki
verið tilkynnt um þessa breytingu
af sveitarstjórninni.
Almar segir fráleitt að hann hafi
lýst yfir framboði eins og haldið sé
fram í fundargerð sveitarstjórnar-
innar. Hann hafi vissulega unnið
að stofnun framboðs, en ætli sér
einmitt ekki að bjóða sig fram
sjálfur. Forsendur fyrir uppsögn-
inni séu enn einkennilegri í því
ljósi.
„Ég ætla ekki að bregðast sér-
staklega við þessu, svona fólki
er eiginlega
vorkunn,“ segir
Almar.
Hann segir
uppsögnina sér-
lega einkenni-
lega í ljósi þess
að ólíklegt sé að
umhverfisnefnd
fundi fram að
kosningum í
maí, nema ef til
vill til að undir-
búa umhverfisverðlaun hreppsins
í sumar. Nefndarformaðurinn fær
um 12 þúsund krónur að launum
fyrir hvern fund sem hann situr.
Aðalsteinn Sveinsson, oddviti
Flóahrepps, segir að ef til vill hefði
verið eðlilegra að Almar segði af
sér sjálfur þegar hann hafi byrjað
að undirbúa framboð gegn sitjandi
sveitarstjórn.
„Það hefur komið fram í fréttum
að hann er í forsvari fyrir framboð
sem beint er gegn sitjandi sveitar-
stjórn,“ segir Aðalsteinn.
Þegar borin er undir hann full-
yrðing Almars að hann hyggist
ekki bjóða sig fram segir Aðal-
steinn að kannski hafi verið um
misskilning að ræða. Þar sé þó
aðeins um stigsmun að ræða, enda
vinni Almar að stofnun framboðs
og hafi komið fram sem talsmaður
þess.
Aðalsteinn segir sveitarstjórnina
ekki hafa séð ástæðu til að ræða
fyrirhugaða uppsögn Almars við
hann fyrirfram, eða gefa honum
ráðrúm til að bregðast við henni.
brjann@frettabladid.is
Formanni
vikið vegna
framboðs
Sveitarstjórn Flóahrepps hefur vikið formanni um-
hverfisnefndar hreppsins frá störfum þar sem hann
undirbýr framboð. Sýnir heift og óbilgirni sem virkj-
anamál kalla fram, segir formaðurinn fyrrverandi.
STANGVEIÐI Stjórn Orkuveitu Reykja-
víkur samþykkti í gær fyrir sitt
leyti tillögu Þorleifs Gunnlaugsson-
ar borgarfulltrúa um að veiðitími
hefjist framvegis 1. apríl í Elliða-
vatni í staðinn fyrir 1. maí. Orku-
veitan á um tvo þriðju veiðiréttar á
Elliðavatni. Þar eiga einnig veiði-
rétt Reykjavíkurborg, Kópavogur
og Mosfellsbær auk einstaklinga
sem eiga tæpan fimmtung.
Þorleifur hefur einnig lagt til
að veiðin í vatninu verði ókeyp-
is fyrir alla. „Það er ekkert hægt
að ofveiða svona vatn með stang-
veiði,“ fullyrðir Þorleifur sem
kveðst bjartsýnn á að bæði breytt-
ur opnunartími og gjaldfrelsið
verði að veruleika. - gar
Veiðitímabil í Elliðavatni:
OR vill aprílopnun
ELLIÐAVATN Breyttur opnunartími er í
augsýn.
ALMAR
SIGURÐSSON