Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.03.2010, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 20.03.2010, Qupperneq 12
12 20. mars 2010 LAUGARDAGUR Helgi Bjarnason, viðskiptafræðingur, MBA, löggiltur leigumiðlari og löggiltur fasteignasali Ólafur Jóhannsson, rekstarfræðingur, löggiltur leigumiðlari Virðing RéttlætiVR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS Kosningar 2010 Allsherjaratkvæðagreiðsla VR til stjórnar og trúnaðarráðs er hafin. Nýttu atkvæðisrétt þinn og hafðu áhrif. Öll atkvæði hafa sama vægi. Kynntu þér frambjóðendur og nýttu kosningarétt þinn á www.vr.is Nú göngum við í VR til kosninga. Láttu þig málið varða, þetta er félag okkar allra. A u g lý si n g a sí m i Allt sem þú þarft… STJÓRNMÁL Fulltrúar stjórnmála- flokkanna hafa rætt um að verð- tryggja þær 300.000 krónur sem flokkarnir mega nú fá í hámarks- framlög. Upphæðin hækki því í tímans rás í takt við almennt verðlag. Þetta hefur samkvæmt heimild- um blaðsins verið rætt í nefnd sem forsætisráðherra skipaði í fyrra til að endurskoða lög um fjármál stjórnmálasamtaka, sem sett voru í desember 2006. Samkvæmt lögunum mega fyrirtæki og einstaklingar ekki greiða meira til stjórnmálaflokka en sem nemur 300.000 krónum. Innan nefndarinnar þykir þessi upphæð hafa rýrnað talsvert að raunvirði síðan 2006. Því megi skoða verðtryggingu. Annað sem nefndarmenn hafa rætt eru athugasemdir frá GRECO, samtökum ríkja gegn spillingu, en samtökin vilja meðal annars að lögin nái yfir frambjóðendur í forsetakjöri. Þá telur GRECO að eðlilegt gæti verið að lækka þá fjárhæð sem einstaklingar geta lagt fram í nafnleynd, en hún er nú hámarks- fjárhæðin, 300.000. - kóþ Lög um fjármál stjórnmálaflokka koma líklega til með að ná til forsetakosninga: Rætt um að verðtryggja framlögin ALÞINGI Rætt hefur verið um að verð- tryggja þær 300 þúsund krónur sem flokkarnir mega fá. FRÉTTABLAÐ/GVA ÞÝSKALAND, AP Benedikt sextándi páfi hefur nú dregist með bein- um hætti inn í barnaníðingsmál í Þýskalandi. Páfi, sem þá hét Joseph Ratzin- ger, var erkibiskup í München og Freising á árunum í kringum 1980 þegar prestur, sem sakaður hafði verið um slíka hegðun, var flutt- ur til í embætti og fór í meðferð. Árið 1986 var þessi sami prest- ur dæmdur sekur fyrir að hafa níðst kynferðislega á börnum, en fékk að starfa áfram sem prestur þangað til hann var rekinn fyrir tæpri viku. Ljóst þykir að Ratzinger hafi vitað um ásakanirnar, en fulltrú- ar erkibiskupsdæmisins í München segja að hann hafi ekki vitað að presturinn hafi haldið áfram störf- um hjá kirkjunni, enda hafi Ratzin- ger farið til annarra starfa í Páfa- garði strax árið 1982. Á síðustu vikum hafa á annað hundrað kynferðisbrotamála komið til kasta erkibiskupsdæm- isins í München, hinu gamla umdæmi Ratzingers, þar sem kirkjan hefur nú sett á stofn sér- stakan starfshóp til að koma í veg fyrir slík brot. „Þetta er eins og flóðbylgja,“ segir Elke Hümmeler, formaður starfshópsins. „Ég held að við höfum aldrei orðið fyrir öðru eins áfalli.“ Bróðir páfa, George Ratzinger, hefur einnig blandast í mál af þessu tagi í Þýskalandi, því hann var stjórnandi drengjakórs Pét- urskirkjunnar í Regensburg frá árinu 1964, en nýverið komu fram ásakanir um misnotkun drengja í kórnum á fyrstu árum hans þar. Sjálfur segist hann ekki hafa vitað af slíku. Á síðustu misserum hafa æ fleiri barnaníðingsmál komið fram í dagsljósið innan kaþólsku kirkj- unnar, meðal annars í flestum löndum Vestur-Evrópu. Páfagarður hóf eigin rannsókn- ir á slíkum málum strax árið 2001. Síðan þá hafa komið til kasta hans um þrjú þúsund kynferðisbrotamál gegn börnum, sem ná allt að 50 ár aftur í tímann. Charles Scicluna, embættismaður í Páfagarði, segir að um 60 prósent þeirra einstaklinga, sem segjast hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni innan kirkjunnar, hafi verið pilt- ar á unglingsaldri þegar áreitnin hófst, 30 prósent hafi verið ungl- ingsstúlkur og tíu prósent börn undir kynþroskaaldri. Í frétt frá Páfagarði segir Scic- luna að um 20 prósent þessara mála hafi farið fyrir kirkjudómstól og 85 prósent sakborninga í þeim málum hafi verið sakfelldir. Tíu prósentum hinna seku var vikið úr kirkjunni og tíu prósent létu af prestsstörfum að eigin ósk. gudsteinn@frettabladid.is Holskefla níðings- mála í Þýskalandi Nýjar ásakanir um barnamisnotkun hellast nú nær daglega yfir kaþólsku kirkj- una í Þýskalandi. Málaferli í æ fleiri Evrópuríkjum valda kirkjunni vaxandi erfiðleikum. Síðan 2001 hefur Páfagarður rannsakað um þrjú þúsund slík mál. BENEDIKT PÁFI OG GEORG BRÓÐIR HANS Ratzinger-bræðurnir hafa nú báðir verið tengdir við mál barnaníðinga í Þýskalandi, þar sem þeir voru báðir háttsettir innan kirkjunnar. NORDICPHOTOS/AFP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.