Fréttablaðið - 20.03.2010, Side 16
16 20. mars 2010 LAUGARDAGUR
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
greinar@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
SPOTTIÐ
AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR
Nýir tímar kalla á nýjar aðferðir. Nokkur grund-vallaratriði hafa þó ekki haggast. Eitt er að full-
trúalýðræði er óhjákvæmilegt eigi
stjórn ríkisins að vera skipuleg og
skilvirk. Annað er að völd og ábyrgð
verða að fara saman.
Þó að þingmenn skuldi kjósend-
um að hafa forystu um úrlausn
mála þurfa þeir að vera í jarðsam-
bandi og hlusta og nema hugsanir
almennings. Nútíma tækni gerir
það auðveldara en áður. Þjóðar-
atkvæðagreiðslur samrýmast að
sjálfsögðu fulltrúalýðræði ef mál
eru lögð fyrir þjóðina þannig að
hún ráði þeim til endanlegra og
fullra lykta og þjóðkjörnir fulltrú-
ar eru tilbúnir að bera ábyrgð á
tillögum sínum.
Hvað þýðir þetta? Við útskýr-
ingu á því er ágætt að taka dæmi af
hugsanlegum samningi um aðild að
Evrópusambandinu.
Eftir klassískum lýðræðishug-
myndum tekur Alþingi slíkan
samning til umræðu og afgreiðslu.
Ef hann er samþykktur er gerður
sá fyrirvari að gildistakan sé háð
samþykki þjóðarinnar. Meirihlut-
inn axlar ábyrgð á niðurstöðunni
með því að leggja dómgreind sína
og álit að veði þegar kjósendur fá
úrslitavaldið. Þetta þýðir beint lýð-
ræði án þess að völd og ábyrgð séu
greind í sundur.
Samkvæmt þeirri lýðræðistísku
sem þingmenn aðhyllast núna kemur
samningurinn hins vegar ekki til
kasta Alþingis í fyrstu atrennu.
Þjóðin á að taka afstöðu til hans
áður og leggja fyrir Alþingi hvernig
hann skuli afgreiddur þar. Forystan
er færð frá þinginu, ábyrgðin skilin
frá völdunum og þingmenn láta ekki
dómgreind sína í ljós. Svo undrast
menn létt vægi Alþingis!
Dómgreind, völd og ábyrgð
Þeir sem mest tala um að framkvæmdavaldið beri löggjafarvaldið ofurliði eru í mörgum tilvikum um leið
helstu talsmenn þess að þingmenn
taki ekki afstöðu til mála heldur
vísi þeim annað í nafni lýðræðis-
ins. Þegar öllu er á botninn hvolft
má vera að helsti veikleiki Alþing-
is sé í því fólginn hvernig margir
þingmenn líta á hlutverk sitt.
Þegar stjórnskipunin var að
mótast og lengst af síðan var litið
á þingmenn sem þjóðkjörna full-
trúa. Þeir fóru með umboð fólks-
ins til að ræða og ráða málum til
lykta. Þeir höfðu forystu, lögðu á
ráðin og báru stefnu sína og verk
undir dóm kjósenda.
Nú sýnist hitt vera algengara
að þingmenn líti á sig sem þjóð-
kjörna sendiboða. Þeir fara fyrst
og fremst með umboð til að flytja
skilaboð frá kjósendum inn í mál-
stofu Alþingis. Eftir þeirri hug-
myndafræði á frumkvæði og for-
ysta um lausn mála að vera hjá
fólkinu sjálfu.
Breski heimspekingurinn og
þingmaðurinn Edmund Burke sá
þetta í öðru ljósi. Hann sagði kjós-
endum sínum 1774: „Gagnvart
fulltrúa ykkar eigið þið heimtingu,
ekki einasta á atorkusemi hans
heldur dómgreind hans einnig; og
hann svíkur ykkur í stað þess að
þjóna, ef hann fórnar dómgreind
sinni fyrir álit ykkar.“
Hér er ekki verið að gera lítið
úr dómgreind kjósenda. Þeir eiga
hins vegar rétt á að heyra ráð þing-
mannsins og leggja síðan sjálfstætt
mat á stefnu hans og gerðir. Aðeins
þannig getur þingmaðurinn borið
ábyrgð gagnvart kjósendum. Þeir
þingmenn sem telja sig fyllri af
lýðræðisást en gengur og gerist
vilja nú snúa þessari ábyrgð við.
Fulltrúi eða sendiboði?
Beint lýðræði er tískuhug-tak. Hugtakið er jákvætt og því eru allir fylgjandi þjóðaratkvæðagreiðslum.
Ráðríki framkvæmdavaldsins yfir
löggjafarvaldinu er annað tísku-
tungutak. Það er neikvætt og því
reka menn hornin í pólitíska forystu
framkvæmdavaldsins á Alþingi.
Minna fer fyrir hinu að menn
brjóti til mergjar kosti og galla þeirr-
ar áleitnu spurningar hvort aðgreina
á framkvæmdavald og löggjafarvald.
Lítið heyrist í þeim sem velta fyrir
sér hvort veikleika Alþingis megi í
einhverjum mæli rekja til starfs-
hátta þingmanna en ekki einvörð-
ungu stjórnskipunarreglna. Engir
vega og meta hvernig tryggja á að
völd og ábyrgð
fari saman. Hver
apar hins vegar
eftir öðrum lítt
skilgreind tísku-
hugtök.
A lþi ng i er
stjórnarskrár-
gjafinn. Eigi
að síður hafa
forystumenn
Alþingis lýst
því yfir í nafni lýðræðisins að þeir
ætli að varpa þeim skyldum frá sér
til sérstaks stjórnlagaþings. For-
ystumenn Alþingis vilja ekki taka
afstöðu til hugsanlegs aðildarsamn-
ings að Evrópusambandinu fyrr en
þjóðin hefur veitt þeim leiðsögn.
Forsetinn taldi það lýðræðisvæð-
ingu að taka völdin af Alþingi og
hafa þjóðaratkvæði um millileik í
Icesave-samningunum sem skildi
málið eftir óleyst. Forsætisráðherr-
ann vill þjóðaratkvæði um sjávar-
útvegsstefnuna án þess að hafa til-
lögu um hver hún á að vera. Þjóðin
á að segja honum það.
Allt er þetta göfugt og hugsjóna-
ríkt. Hin hliðin á þessum peningi
er spurningin: Hvert á þá hlut-
verk þingmanna að vera? Taka
þeir kosningu fólksins í þeim til-
gangi einum að vísa vandasömustu
viðfangsefnunum til þess aftur án
þess að leggja eigin stefnu að veði?
Þurfa þeir að vera sextíu og þrír til
þess?
Hlutverk þingmanns
ÞORSTEINN
PÁLSSON
m
ag
g
i@
12
o
g
3.
is
Í
vikunni birtust niðurstöður könnunar MMR um afstöðu
fólks til listamannalauna. Samkvæmt könnuninni eru lið-
lega 60 prósent þjóðarinnar mjög eða frekar andvíg því
að ríkið greiði listamönnum starfslaun. Þessi niðurstaða
kemur í sjálfu sér ekki á óvart enda er neikvæð umræða
um listamannalaun árviss viðburður.
Umræðan um listamannalaun er staglkennd og ýmsar stað-
reyndir sem ekki þjóna sjónarmiðum andsnúnum laununum eru
iðulega undanskilin í henni.
Í fyrsta lagi er rétt að halda til haga að ekki er um neina stór-
fjárhæð að ræða, í það minnsta ekki þegar hún er sett í samhengi
við þær peningasummur sem nú eru í daglegum fréttum. Sömu-
leiðis hitt að með því að setja þá summu sem í listamannalaun-
in fer inn í hagkerfið verður til hreyfing sem bæði skapar hag-
vöxt og störf, til dæmis við framleiðslu og sölu bóka og annarra
hugverka, tónleikahald og ýmsa hliðarstarfsemi sem þrífst vel
í tengslum við menningarstarf, svo sem veitingarekstur. Fyrir því
hafa meira að segja verið færð rök að sú innspýting í hagkerfið
sem opinber framlög til lista eru skili sér vel rúmlega til baka í
ríkiskassann.
Starfslaun listamanna nema um 350 milljónum króna, eða 0,35
milljörðum svo notuð séu tölugildi sem eru tamari í umræðunni
þessa dagana. Til samanburðar við tölur úr fréttum vikunnar má
nefna að skattaskuldir fyrirtækja í landinu nema 112 milljörðum.
Þannig nema listamannalaunin um þremur prósentum af því sem
fyrirtækin í landinu skulda í skatta. Reykjavíkurborg ætlar að
verja 230 milljónum í stækkun golfvallarins á Korpúlfsstöðum
um níu holur, úr 18 í 27, á næstu fjórum árum svo tekið sé annað
dæmi úr fréttum vikunnar.
Opinber stuðningur við listastarfsemi tíðkast í öllum þróuðum
löndum, bæði í formi styrkja og reksturs á menningarstofnunum
og í beinar launagreiðslur til listamanna.
Ekki þarf einu sinni svo lítið málsvæði eins og það íslenska til
þess að óraunhæft geti talist að sala á skáldverki standi undir
launakostnaði höfundar meðan á samningu þess stendur. Velta
má fyrir sér hvort þessi 60 prósent þjóðarinnar sem segjast
vera andvíg listamannalaunum myndu vilja búa í landi þar sem
útkoma frumsamins skáldverks væri viðburður sem ætti sér stað
á nokkurra ára fresti.
Sömuleiðis má spyrja hvort meira en helmingur þjóðarinnar
væri sáttur við að búa í samfélagi þar sem ekki þrifist tónlistarlíf
sem ekki stendur undir sér með aðgangseyri og sölu á útgefinni
tónlist, utan Sinfóníuhljómsveitarinnar sem raunar verður reglu-
lega fyrir barðinu á umræðunni um að ríkið eigi ekki að reka
slíka sveit. Á sama hátt má velta fyrir sér hvernig myndlistarlífið
væri í landinu án launanna. Líklegt er að einungis fáeinir mynd-
listarmenn gætu helgað sig þeim starfa.
Fjölbreytt menning er ein af þeim stoðum sem þarf til að
mynda þróað og siðað samfélag. Árlega sönginn um listamanna-
launin verður að setja í það samhengi.
Vill meira en helmingur þjóðarinnar þurrka
upp menninguna í landinu?
Árlegi söngurinn
STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR