Fréttablaðið - 20.03.2010, Side 18

Fréttablaðið - 20.03.2010, Side 18
18 20. mars 2010 LAUGARDAGUR UMRÆÐAN Anna Sigríður Pálsdóttir, Arn- fríður Guðmundsdóttir, Bald- ur Kristjánsson, Hjalti Huga- son, Pétur Pétursson, Sigrún Óskarsdóttir, Sigurður Árni Þórðarson og Sólveig Anna Bóasdóttir skrifa um hrunið Langt er liðið frá hruninu haust-ið 2008 – meira en heilt ár. Tími frjórrar umræðu er liðinn. Í staðinn hefur komið endalaus bið. Tveir þröskuldar hamla frekari úrvinnslu. Eftirmál Icesave-klúð- urs Landsbankans gamla stöðva efnahagslega uppbyggingu. Ítrek- uð seinkun á skýrslu Rannsóknar- nefndar Alþingis stöðvar á hinn bóginn það fjölþætta uppgjör sem fara verður fram í samfélaginu áður en sátt og eining getur komist á að nýju. Þetta má þó ekki verða til þess að ryk falli yfir slóð þeirra sem ábyrgð bera. Á meðan við bíðum er mikilvægt að við hugleiðum á hvern hátt við viljum halda umræðunni um hrunið áfram. Tæknileg lagahyggja Hvert sem litið er virðist lögfræði- leg orðræða um hrunið drottnandi. Allt snýst um hugsanleg lögbrot og refsingar. Ef ekki hafa verið fram- in lögbrot liggur í loftinu að málið sé dautt. Fari svo að Rannsókn- arnefnd Alþingis komist að nið- urstöðu í þá veru virðist með öllu óljóst hvernig sáttum verður náð í samfélaginu. Mun hefndin þá taka við? Reglur og lög eru vissulega mik- ilvæg tæki til að halda uppi rétt- arríki. En hversu langt nær lög- fræðileg nálgun í uppgjöri eftir atburðarás á borð við hrunið? Samfélagssáttmálinn verður ekki endurnýjaður á grundvelli tækni- legrar lagahyggju. Viðurkenningu á því má vissulega finna í lögum um Rannsóknarnefndina en þar segir m.a. að leitað skuli sann- leikans um aðdraganda og orsök hrunsins, lagt mat á hvort um mistök eða vanrækslu hafi verið að ræða og hverjir kunni að bera ábyrgð á því. Þá skal kannað hvort skýringa hrunsins sé að einhverju leyti að finna í siðferði þeirra sem ábyrgð bera. Hér mælir margt gegn of mikilli tæknihyggju. Siðfræðileg tæknihyggja? Reglu- og lögmálsnálgun er að einhverju leyti einnig ráðandi í siðfræðilegri umræðu. Siðferði er gjarnan skilið svo að það fjalli um lögmál sem séu ofar aðstæðu- bundnu samhengi. Innan siðfræð- innar eru svo gjarnan þróaðar boð- andi reglukenningar á grundvelli nytjahyggju eða skyldusiðfræði eins og greinilega má sjá í ýmiss konar siðareglum og siðanefndum hjá hinu opinbera. Ýmsir siðfræðingar bera þó brigður á gagnsemi þessarar nálg- unar og benda á að til sé önnur leið til að lýsa því hvað það sé að vera siðferðilega ábyrg manneskja. Siðferði má t.a.m. lýsa svo að það byggist á skilyrðislausu og gagn- kvæmu trausti. Þegar manneskja mætir okkur á opinn hátt liggur sú skylda á herðum okkar að axla það traust sem hún sýnir okkur. Hin siðferðilega krafa er þá ekki afleiðing neinnar ytri reglu eða lögmáls. Spyrja má hvort forstöðu- menn fjármálastofnana breyttu í þessum anda fyrir hrun eða hvort öðru vísi hefði farið hefðu þeir gert það. Ábyrgð er málið Ef okkur á að takast að endur- nýja samfélagssáttmálann sem var rofinn í aðdraganda hrunsins er ábyrgð lykilhugtak. Flestir eru sammála um að þau sem brugðust trausti verði að axla ábyrgð, ekki aðeins í lagatæknilegri merkingu heldur ekki síður siðferðilegri og jafnvel guðfræðilegri. Ábyrgðarhugtakið er lagt til grundvallar þegar rætt skal um siðferðilegt líf, siðferðilega sjálfsmynd, það sem okkur ber að gera í lífinu eða einstakar gjörð- ir okkar. Í siðfræðilegri umræðu nú á dögum er gjarnan talað um ábyrgð okkar allra gagnvart helgi og heilindum lífsins í víðasta skiln- ingi. Út frá þeim bæjardyrum séð er okkur öllum falin ábyrgð á að tengslum alls sem lifir sé viðhald- ið. Ábyrgð okkar allra á að við- halda lífinu – þar með talið lífinu í samfélaginu í sínum margbreyti- legu myndum – einskorðast því ekki við lagalega ábyrgð. Mann- leg ábyrgð felst sjaldnast í því einu að breyta lögfræðilega rétt. Að því verður að huga í uppgjöri hrunsins. Hvernig ræðum við um hrunið? Erfitt er að greina orðræðuna hér á landi um hrunið. Orðaval okkar og sá skilningur sem við leggjum í orð og hugtök hefur hins vegar áhrif á þau viðbrögð sem gripið verður til. Við munum aldrei ná að skilja til fulls þann harmleik – eða hvað við viljum kalla hrunið – með því að einblína á lögfræði- legar hliðar málsins. Þær eru nauðsynlegar en ekki nægjanleg- ar. Sá skilningur sem við leggjum í hrunið mun ákvarða hverjir bera ábyrgðina og í hverju hún felst. Höfundar eru guðfræðingar. Á meðan við bíðum SIGURÐUR ÁRNI ÞÓRÐARSON SIGRÚN ÓSKARSDÓTTIR JÓNA INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR PÉTUR PÉTURSSONHJALTI HUGASON ARNFRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR ANNA SIGRÍUR PÁLSDÓTTIR BALDUR KRISTJÁNSSON SEND IÐ OKK UR LÍNU Fréttablaðið og Vísir hvetja lesendur til að senda línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Tekið er á móti efni á netfanginu greinar@frettabladid.is eða á vefsíðu Vísis, þar sem finna má nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni.                              ! "#   $   %" &   '$(      #   $   (    $    $  ) %*"+   ,    -       --     .                /01 * (  -'                . '                 $ $ "  1 2 3    .   %%     ."     --  4                    (--               "   --         &$  %           11    "            . "       2 -"  5  6   --                     $   777    0   1  '    '11  1   8 --  & &  '     -  ' "/99922 '4-$    ;     Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.