Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.03.2010, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 20.03.2010, Qupperneq 22
22 20. mars 2010 LAUGARDAGUR SEND IÐ OKK UR LÍNU Fréttablaðið og Vísir hvetja lesendur til að senda línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Tekið er á móti efni á netfanginu greinar@frettabladid.is eða á vefsíðu Vísis, þar sem finna má nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. UMRÆÐAN Bjarni Harðarson skrifar: Ólafi Þ. Stephensen, nýjum rit-stjóra Fréttablaðsins, tekst um margt vel upp á nýjum vinnu- stað og honum eru hér með flutt- ar árnaðaróskir. En það sem háir þessum skelegga blaðamanni er hjákátlegur trúarhiti í ESB- málum sem birtist okkur les- endum blaðsins með reglulegu millibili. Nýjust er sú söguskýring í leið- ara 13. mars að vandi Grikkja hafi ekkert með evruna að gera. Vandamálið sé einungis að Grikk- ir séu alltof skuldugir og hafi aldrei kunnað fótum sínum for- ráð. Nú er það enginn vafi að efnahagskerfi þjóða eru misjafn- lega stöðug og misjafnlega öguð. En sé sú staða Grikkja að þeir geti ekki notað evruna vegna of mikilla skulda, hvenær mun evran þá duga Íslandi? Því fer reynd- ar fjarri að stöðugleiki sé eina sem skipt- ir máli við efnahagsstjórnun og hafi slíkum tökum ekki verið náð er afar fjarstæðukennt að setja á hagkerfið bönd eins og þau sem evran er hinum fátækari ESB- ríkjum nú. Það segir sína sögu að Ísland, sem hefur gengið í gegn- um meiri hremmingar bankakerf- isins en nokkurt annað Evrópu- land, býr engu að síður við minna atvinnuleysi, minni niðursveiflu hagkerfisins og minni vandræði vegna kreppunnar en mörg ESB- landanna. Raunar er samdráttur hér minni en í Danmörku, að ekki sé talað um Eystrasaltsríkin og Írland. Fréttablaðið talar aftur á móti úr þeim fílabeinsturni að hvorki á Íslandi né Grikklandi eigi að vera sveiflur í hagkerfinu og að löndin eigi að vera allt öðruvísi en þau eru. Í umræddum leiðara er bent á að ef Grikkland væri ekki skuld- sett væri ekkert vandamál fyrir landið að hafa evru. Eftir stendur að það Grikkland sem til er í raun- heimi gæti betur tekist á við sín vandamál með gömlu drökmuna sína heldur en með evru. Þegar kemur að íslensku hag- kerfi eru sveiflurnar óhjákvæmi- leg afleiðing þess að hér býr fátt fólk á fjarlægri eyju. Mannfæð- in ein skapar það að sveiflujöfn- unin er ekki sú sama og væri í tveggja milljóna manna hagkerfi eða þaðan af stærra. Þar við bæt- ast sveiflur vegna náttúrulegra breytinga en þær eru þó veiga- minni. Allar hugmyndir um að Ísland geti verið sem fullkominn hluti af stærra hagkerfi og laust undan sveiflum smæðarinnar eru óraun- hæfar, þó ekki sé fyrir annað en torleiði hingað og fjarlægðir. Reynsla ESB-landanna bendir raunar til að landamæri málsvæða og gamalla þjóðlanda hafi einnig gríðarlega mikil áhrif á það að lönd halda áfram að vera sérstakt hagkerfi með sína sértæku sveiflu þrátt fyrir einn gjaldmiðil og sam- ræmt ofvaxið regluverk. Þar talar reynsla Grikkja sínu máli. Langt innan við 10% fyrirtækja í ESB stunda viðskipti út fyrir sitt gamla þjóðríki. Rökin fyrir því að Ísland yrði að taka upp alþjóðlega mynt voru sterkust meðan til stóð að byggja hluta af hagkerfinu upp á alþjóð- legri bankastarfsemi. Bankaeig- endurnir gömlu höfðu þá hags- muni en tæpast ætlum við í dag að hlaupa eftir hagsmunum þeirra manna. Með falli bankanna og reynslu evrulanda af kreppunni féllu um sjálft sig flest þau rök sem menn höfðu fyrir mögulegri ESB-aðild enda hefur fylgi við þá stefnu dalað stórkostlega. Það fer Fréttablaðinu illa að stunda einmanalegt ESB-trúboð þegar rökin fyrir þeirri stefnu eru öll horfin ofan í skuldasvelg gömlu útrásarvíkinganna. Höfundur er bóksali á Selfossi. Evrópukrísa ritstjórans UMRÆÐAN Vigdís Hauksdóttir skrifar um vandaða lagasetningu Auðveldlega má færa fyrir því rök að slök lagasetning und- anfarin ár eigi einhvern þátt í því hvernig komið er fyrir okkur sem þjóð. Á Norðurlöndum er það liður í starfsemi ráðuneyta að starf- rækja sérstakar lagaskrifstof- ur sem hafa það hlutverk að fara yfir stjórnarfrumvörp og kanna hvort á þeim séu lagatæknilegir ágallar eða hvort þau samræmist stjórnarskrá. Yfirgnæfandi meiri hluti laga- frumvarpa sem samþykkt eru á Alþingi koma frá framkvæmda- valdinu en hér á landi er hvorki starfandi lagaskrifstofa hjá Stjórnarráði Íslands né starfandi lagaráð hjá Alþingi sjálfu. Því kemur ekki á óvart að miklu fleiri hnökrar eru á íslenskri löggjöf en annars staðar á Norðurlönd- um. Ég hef af þessum ástæðum lagt fyrir Alþingi lagafrumvarp um að stofnuð verði lagaskrif- stofa Alþingis til að bæta laga- setningu. Markmiðið frumvarps- ins er að ekki komi frumvörp né þingsályktunartillögur fyrir Alþingi sem innihalda lagatækni- lega ágalla eða samrýmast ekki stjórnarskránni, að létta álagi af dómstól - um landsins og umboðsmanni Alþingis. Í frumvarp- inu er gert ráð fyrir að starfs- men n laga - skrifstofu skulu vera alþing- ismönnum og starfsmönnum Alþingis og Stjórnarráðsins til ráðgjafar um undirbúning lög- gjafar. Lagaskrifstofa skal einnig ganga úr skugga um að frumvörp standist þjóðréttarlegar skuld- bindingar og séu í samræmi við gildandi lög, að þau séu nákvæm, skýr og auðskiljanleg og gjald- tökuheimildir séu skýrar. Sú stjórnskipan sem er í gildi hér á landi byggist á þrígreiningu rík- isvaldsins í löggjafarvald, dóms- vald og framkvæmdarvald hefur réttilega verið gagnrýnd fyrir það hversu sterkt framkvæmd- arvaldið hefur verið á kostnað hinna þáttanna tveggja. Úr þess- um hnökrum þarf að bæta til að efla og bæta lýðræðið. Hér er löng hefð fyrir meirihlutastjórnum, með örfáum undantekningum, og því er nauðsynlegt að starfandi minnihluti fái notið jafnræðis í framlagningu mála til að tempra framkvæmdavaldið. Sem dæmi um slaka lagasetn- ingu undanfarna áratugi má geta þess að í ársskýrslum umboðs- manns Alþingis, sem starfað hefur í rúm 20 ár, er vel á annað hundrað mála sem embættið hefur vakið athygli á sem varða „meinbugi á lögum“. Slíkur mála- fjöldi er óásættanlegur. Meinbug- ir á lögum geti verið formlegs eðlis, svo sem misræmi milli laga- ákvæða, prentvillur, óskýr texti o.fl. Einnig geti meinbugir verið beinlínis fólgnir í efnisatriðum, svo sem mismunun milli manna án þess að til þess liggi viðhlít- andi rök eða að reglugerðará- kvæði skorti lagastoð. Þá hefur umboðsmaður litið svo á að undir ákvæðið falli þau tilvik þegar lög eru ekki í samræmi við þær skuldbindingar sem Ísland hefur undirgengist samkvæmt alþjóða- sáttmálum til verndar mannrétt- indum. Jafnframt yrði gríðarlegu álagi létt af dómstólum landsins sem er ef til vill mesti kosturinn. Hér er á ferðinni þjóðþrifamál sem til framtíðar felur í sér mikinn sparnað fyrir þjóðina alla. Það er von mín að málið fái jákvæð- ar undirtektir hjá alþingismönn- um og að frumvarpið verði brátt að lögum. Höfundur er alþingismaður. Lagaskrifstofa Alþingis UMRÆÐAN Jóhanna Gunnlaugs- dóttir skrifar um gegn- sæi í viðskiptum Gegnsæi og rekjan-leiki í viðskiptum og stjórnsýslu er krafa sam- tímans. Áhersla er lögð á að aðgengi að upplýsing- um eigi að vera einfalt og verklag í takt við lög og reglur og vönduð og samræmd vinnubrögð. Í þessu tilliti kemur sér vel fyrir einkafyrirtæki jafnt sem opin- ber fyrirtæki að vinna í takt við alþjóðlega stjórnunarstaðla, eink- um staðla um stjórnun upplýsinga og skjala, stjórnun upplýsinga- öryggis og gæða- og umhverfis- stjórnun. Í þessu sambandi má til dæmis nefna ISO 15489 um upplýsingar, skjalfestingu og skjalastjórn, ISO 9001 um gæðastjórnun, ISO 14001 um umhverfisstjórnunarkerfi svo og ISO 17799 og ISO 27001 um upplýsinga- og öryggistækni og stjórnun upplýsingaöryggis. Þessir staðlar hafa verið þýddir á íslensku og útgefnir af Staðlaráði Íslands (stadlar.is). Auk þess að vera alþjóðlegir teljast þeir einnig fullgildir íslenskir staðlar (ÍST). Hlutverk upplýsinga- og skjala- stjórnar er ótvírætt þegar verið er að innleiða og uppfylla kröfur stjórnunarstaðlanna. Hún gengur eins og rauður þráður í gegnum alla staðlavinnuna. Í þeim öllum er viðmiðið: Skjalfestu það sem þú ætlar að framkvæma og gerðu það sem þú skjalfestir. Skjalfesting á að gera kleift að miðla fyrirmæl- um, stuðla að samræmi í aðgerðum og tryggja rekjanleika upplýsinga. Reynsla og rannsóknir hér á landi sem erlendis hafa leitt í ljós að fyrirtæki, sem hyggjast innleiða gæða- og upplýsingaöryggiskerfi og fá þau vottuð, hafi iðulega þurft að innleiða kerfisbundna skjala- stýringu samhliða sem hluta af kerfunum. Slík kerfi er ekki hægt að starfrækja hnökralaust án góðr- ar skjalastjórnar. Kannanir sýna að algeng ástæða fyrir því að fyr- irtæki fái ekki vottun í fyrstu til- raun sé ágallar á sviði skjala- stjórnar og skjalahalds. Ekki síst á krepputímum er mikilvægt að fyrirtæki og stofnanir velti við hverj- um steini, viðhafi vönd- uð vinnubrögð og yfir- fari starfs- og verkferla á gagnrýninn og skilvirkan hátt til þess að stuðla að frekari árangri í rekstri. Á sumum vinnustöðum skapast nú meira svigrúm til þess að vinna ýmis „tiltektarstörf“ sem ekki gafst stund til á þenslu- tímum undanfarinna ára. Samkeppni á markaði eykst sífellt og ríkari krafa er gerð til fyrirtækja um að þau uppfylli ákveðin skilyrði vegna upplýsinga- aðgengis og -öryggis og umhverf- is- og gæðamála. Við útboð hafa þau fyrirtæki forskot sem hafa vottaða starfsemi. Á hinu stóra markaðstorgi jarðarinnar, þar sem enginn þekkir mann, nema þá e.t.v. aðeins af endemum, eins og tilfinn- ing okkar Íslendinga er nú, kemur sér vel að hafa gott kynningarbréf. Alþjóðleg staðlavinna og vottun samkvæmt alþjóðlegum stjórnun- arstöðlum er slík hjálp. Margir hafa áhyggjur af því nú, á tímum efnahagsþrenginga, að útlendingar vilji síður eiga við- skipti við íslensk fyrirtæki. Þetta á ef til vill við um nágrannalöndin en fjarlægari markaðir eru líklega ekki svo meðvitaðir um hrakfar- irnar. Samt sem áður eru veiga- mikil rök fyrir því að íslensk fyr- irtæki nýti sér vottun. Þau eru oft lítt þekkt erlendis en geti þau sýnt fram á vottuð kerfi aukast líkurnar á því að þau séu tekin með í heimi alþjóðlegra viðskipta. Þá losna þau oft við að útskýra að samgöngur, tryggingarstarfssemi, bankastarf- semi og annað, sem þarf til þess að stunda viðskipti, sé í lagi hérlend- is. Þannig getur skapast sú staða að vottun sé annað hvort forsenda viðskipta á erlendum markaði eða auðveldi framgang þeirra. Íslenska bankakerfið hrundi og fjöldi íslenskra fyrirtækja stendur frammi fyrir rekstrarerfiðleikum. En það mun birta til og þá er gott að vera undirbúinn. Vottuð kerfi í samræmi við alþjóðlega stjórnun- arstaðla geta reynst íslenskum fyr- irtækjum gott kynningarbréf eða aðgögnumiði í alþjóðaviðskipum. Höfundur er prófessor við HÍ með upplýsinga- og skjalastjórn og rafræn samskipti sem sérsvið. Vottun á tímum vantrausts VIGDÍS HAUKS- DÓTTIR JÓHANNA GUNN- LAUGSDÓTTIR BJARNI HARÐARSON The Enlargement Policy of the European Union and the Accession Process of Iceland Stækkunarstefna Evrópusambandsins og aðildarferli Íslands Hádegisfundur í stofu 201 í Árnagarði, þriðjudaginn 23. mars frá kl. 12.00 til 13.00. Dr. Timo Summa, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi, heldur fyrirlestur á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands. Dr. Summa hefur starfað innan Evrópusambandsins síðan 1995 og hefur verið framkvæmdastjóri á sviði stækkunarmála síðan 2005. Hann var settur í embætti sendiherra ESB á Íslandi í janúar síðastliðnum. Fundarstjóri: Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Fundurinn fer fram á ensku. Allir velkomnir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.