Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.03.2010, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 20.03.2010, Qupperneq 30
30 20. mars 2010 LAUGARDAGUR H ræga m ma r er u alþekkt fyrirbæri í viðskiptum. Einfalda útlistunin á þeim er svona: Einstakl- ingar eða fyrirtæki sem ætla að hagnast á óförum annarra. Vopn- in eru ýmist peningar eða ráð. Sumir ætla að hagnast með því að kaupa ódýrt og selja síðar dýrt. Aðrir ætla að hagnast á að selja ráðgjöf. Við bankahrunið í október 2008 skapaðist kjörlendi á Íslandi fyrir hrægamma. Umsvifamikið banka- kerfi heillar þjóðar fór á hliðina með tilheyrandi áhrifum á fyrir- tæki, fjárfesta og ríkið sjálft. Til viðbótar við efnahagslegu þætt- ina braust út mikil reiði meðal almennings sem jók á glund- roðann innan stjórnkerfisins. Tortryggni hreiðraði um sig í samfélaginu. Það er við slíkar aðstæður sem hrægömmunum getur orðið best ágengt. Og þeir runnu á lyktina. „Þeir komu hingað í flokkum fyrst eftir hrunið. Svo dró aðeins úr en nú, þegar aðeins er að lifna yfir mörkuðum í útlöndum, eru þeir komnir aftur,“ sagði einn við- mælenda. Sá starfar fyrir skila- nefnd eins bankans. „Þeir sögð- ust allir vilja hjálpa en hjálpin fólst í því einu að kaupa eignir á brunaútsöluverði. Eina ráðið til að bægja þeim frá var að segja að hér væri ekkert til sölu.“ Allir sem koma að eignaum- sýslu eða uppbyggingunni hafa haft kynni af hrægömmum. Skila- nefndir, skiptastjórnir, bústjórar þrotabúa, fjárfestar, lífeyrissjóð- ir, fyrirtækjaráðgjafar bankanna, stjórnvöld og embættismenn. Og allir hafa sömu að segja; hræ- gammarnir látast vera að hjálpa. Hefur orðið lítið ágengt Hrægammar koma ýmist til dyranna eins og þeir eru klædd- ir eða dulbúnir. Fyrri gerðin er algengari. „Þeir reyna að sann- færa menn um mikilvægi þess að selja en draga um leið ekki dul á að þeir ætli sér að kaupa og selja aftur þegar aðstæður hafa batnað. Þeir eru heiðarlegir að því leyt- inu,“ sagði maður í viðskiptalífinu. „En svo eru þeir líka til sem sigla undir fölsku flaggi; gefa sig út fyrir að vera óháðir ráð- gjafar sem gengur gott eitt til en eru í raun bara á höttunum eftir stundargróða.“ Almenningur verður sjaldnast var við þessa menn. Þeir eiga enda helst í samskipt- um við áður- nefnda hópa og forðast sviðs- ljósið. Þó eru undantekning- ar. Steve Coss- er heitir maður sem skyndilega dúkkaði upp á Íslandi í janúar á síðasta ári, þremur mán- uðum eftir hrun. Hann baðaði sig í kastljósi fjölmiðla og lýsti áhuga á að kaupa hér eigur fyrir litla 320 milljarða króna. Stjórn- arráðsbyggingar, Tónlistarhúsið og Morgunblaðið voru nefnd sér- staklega. Cosser sagði að fyrir sér vekti einlægur áhugi á að taka þátt í uppbyggingunni á Íslandi og að með því að eiga við sig viðskipti eignuðust Íslendingar dýrmætan gjaldeyri. Skemmst er frá því að segja að Cosser fór tómhentur heim. Viðmælendum ber almennt saman um að hrægömmum sem lagt hafa leið sína til Íslands hafi ekki orðið verulega ágengt. Afmörkuð tegund hafi þó kom- ist í feitt. Það eru menn og fyrir- tæki sem kaupa kröfur á banka af mönnum eða fyrirtækjum sem hafa ekki bolmagn til að bíða, eða seldu í örvæntingu. Kröfurnar hafa hækkað í réttu hlutfalli við fréttir af betri heimtum búanna. Dæmi eru um að slíkar kröfur hafi fimmfaldast í verði. Einnig eru dæmi um að menn hafi runn- ið á rassinn í slíkum viðskiptum, gleymt að lesa smáa letrið. Í kapp- inu um að eignast eitthvað ódýrt hafi þeir ekki áttað sig á að við- komandi kröfur voru víkjandi og því almennar, eins og það heitir í skiptarétti. Engar líkur eru á að slíkar kröfur fáist greiddar. Viðskipti sem þessi fara fram utan lögsögu sjálfra búanna og eru því ekki í höndum forráða- manna þeirra. Sumir reyna að blekkja Stjórnvöld hafa ekki farið var- hluta af áhuga manna á að liðsinna þeim í endurreisninni. Líkt og Ind- riði H. Þorláksson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, segir hér á síð- unni hafa tugir tilboða um ráðgjöf af ýmsu tagi borist stjórnvöldum. „Þetta er einn hópur hrægamma,“ segir viðmælandi úr viðskiptalíf- inu. „Menn sem gera út á að veita ríkisstjórnum, seðlabönkum og öðrum ríkisstofnunum í vanda ráðgjöf.“ Hann segir að það þurfi ekki alltaf að vera af hinu slæma, sumir hafi yfir þekkingu að ráða og vilji eðlilega miðla henni gegn gjaldi. Aðrir hins vegar hafi lítið sem ekkert fram að færa og reyni að beita blekkingum til að fá verkefni. Indriði segir að fáum hafi tek- ist ætlunarverk sitt. Stjórnvöld vandi sig við val á ráðgjöf- um. Þó nefn- ir hann bresku lögfræðistof- una Mischon de Reya sem dæmi um tilvik af þessu tagi. Að kröfu stjórnar- andstöðunnar á Alþingi kom stofan að Icesave-málinu og sendi þinginu, alls óvænt, himinháan reikning, eins og þekkt er. Einn viðmælenda blaðsins segir að í fyrstu hafi allar dyr stjórn- sýslunnar staðið hrægömmum galopnar. Ótrúlegustu menn hafi fengið fundi með háttsettum emb- ættismönnum og jafnvel ráðherr- um. Fundur breska auðjöfursins Philip Greens og helstu forráða- manna Baugs með Björgvini G. Sigurðssyni viðskiptaráðherra í október 2008 var nefndur sem dæmi um þetta. Þegar rykið var farið að setjast mánuðina eftir hrun hafi menn farið að gæta sín betur á við hverja þeir töluðu. Ónefnd er sérstök tegund hræ- gamma sem menn telja sig geta rakið slóðina eftir um heims- byggðina. Hún hefur þann háttinn á að elta Alþjóðagjaldeyrissjóð- inn. Þar sem hann er – þar er eitt- hvað að hafa, er viðkvæði slíkra manna. Þegar aðstoðar Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins er leitað fylgja því heimsóknir bíræfinna manna sem hafa það eitt í hyggju að Ísland er kjörlendi hrægamma Hrægammar hafa tekið sér bólfestu í samfélaginu. Þeir sveima yfir álitlegum bráðum og ráðast til atlögu á réttu augnabliki. Stundum búast þeir dulargervum. Björn Þór Sigbjörnsson tegundagreindi hrægamma og velti fyrir sér eðli þeirra og atferli. Tvennum sögum fer af Alex Jurshevski sem Egill Helgason ræddi við í Silfri Egils á sunnudaginn. Egill kynnti hann sem alþjóðlegan sérfræðing í skuldum þjóða og skulda- heimtu og sagði hann hafa kynnt sér íslensk málefni mjög vel. Inntakið í málflutningi Jurshevskis var að erlend lántaka ríkisins væri varasöm. Mikilvægara væri að ríkissjóður endurskipulegði og stýrði skipulega þeirri skuldabyrði sem hann hefði þegar axlað. Tveir íslenskir ráðherrar brugðust við ummælum hans. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra furðaði sig á þeim og Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, sagði málflutninginn „botnlaust rugl“. Steingrímur upplýsti jafnframt að Jurshevski hefði boðið stjórnvöldum krafta sína en þeir ekki verið þegnir. Jurshevski á fyrirtæki sem heitir Recovery Partners. Á heimasíðu þess kemur fram að það veiti margháttaða þjónustu á sviði endurskipulagningar skulda. Á hinn bóginn hefur hann í nokkrum viðtölum á umliðnum árum rætt um hagnaðarmöguleika vegna efnahagsástandsins í heiminum. Í einu slíku kvaðst hann vonast eftir heims- kreppu svo hann gæti grætt. Í öðru sagðist hann ekki hafa áhuga á að fjárfesta í niðursveiflunni í Dubai þar sem of litlar líkur væru á skjótfengnum gróða þar um slóðir. GÓÐ RÁÐ OG GRÓÐAVON BJÖRGVIN G. SIGURÐSSON PHILIP GREEN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.