Fréttablaðið - 20.03.2010, Side 34

Fréttablaðið - 20.03.2010, Side 34
34 20. mars 2010 LAUGARDAGUR É g er búinn að hlusta marg oft á plötuna hans Jónsa. Hún er mjög góð. Ég myndi eiginlega segja að þetta sé það besta sem hefur komið úr þessari átt síðan Ágætis byrjun kom út. Þetta er ekkert Sigur Rósar væl!, segi ég við Jónsa í hálfkæringi. Hann hlær nú bara og segir: „Nei, nei! Nú er komið stuð í þetta!“ Gaman að vera einræðisherra Er þetta ekki stórt skref fyrir þig, að gera sólóplötu með öllu sem því fylgir? „Jú. Ég var búinn að ganga með þetta í maganum í mörg ár. Við í Sigur Rós vinnum mjög lýðræðislega. Gerum allt og semjum í sameiningu. Það er mjög sjaldgæft að einhver komi með lag og við spilum það bara. Gegnum árin er ég búinn að safna alveg hellingi af lögum sem ég er búinn að semja sjálf- ur. Ég er með margar möppur undir lögin mín í tölvunni. Þegar ég byrjaði ætlaði ég að gera svona „acoustic“- plötu, voða rólega og því tók ég bara lög úr acoustic-möppunni. Lög samin á gítar, harmoníum og píanó. Ég er með alls konar möppur í tölvunni. Raf- tónlistar- og ambient-möppur og alls konar dót. Meira að segja eina svona Páls Óskars-techno-möppu! Eftir á að hyggja hefði ég átt að taka eitthvað úr þessum möppum líka.“ Þannig að þú átt efni í tíu sólóplöt- ur í viðbót? „Já, já! Þegar ég byrjaði á þessari plötu var ég með þrjátíu lög og svo var bara spurning hvað passaði og hvað ekki.“ Það eru mörg lög á plötunni sem eru létt og lífsglöð og áköf, en ekki trega- full og dramatísk eins og mest af Sigur Rósar efninu. Hvað veldur? „Aðallega það að ég er að vinna með öðru fólki. Það var mjög lærdóms- ríkt fyrir mig. Alex (Somers, kærasti Jónsa) hjálpaði mér að velja lögin og útsetja þau. Nico Muhly útsetti fyrir brass og strengi og ég var meðvitað- ur um að fara frá dreymandi og flæð- andi Sigur Rósar sándinu. Finnski trommarinn Samuli Kosminen, sem hefur trommaði með múm, kom rosa mikið með þetta taktfasta og þá varð þetta létt og leikandi fyrir vikið. Það var mjög spontant hvernig það gerð- ist. Hann kom bara í stúdíóið og gerði þetta. Nico kemur úr þessum klass- íska geira þar sem allt er alvarlegt og heví en hann er alveg andstæðan. Allt er ekkert mál og hann er til í allt. Þeir tveir spila stórt hlutverk á plöt- unni. Svo var bara gaman fyrir mig að fara út úr þessu lýðræðislega sam- félagi sem ég hef verið í í 16 ár. Gaman að vera einræðisherra. Að taka allar ákvarðanirnar sjálfur.“ Ég elska þessa stráka Jónsi sagði í einhverju erlendu blaði nýlega að hann væri alveg til í að vera poppstjarna. Ég spyr hann út í þetta. „Æ, ég veit nú ekki alveg hvað ég er búinn að koma mér út í. Þetta er dálít- ið kreisí.“ Hvað þýðir að vera poppstjarna? Verðurðu þá alltaf hangandi með Slash eða eitthvað? „Ha, ha, eða Michael Jackson. Nei það er víst ekki hægt. Nei, ég veit það ekki.“ Er þetta eitthvað eftirsóknarvert? Að vera einhver Jónsi Gaga? „He, he, nei alls ekki. En maður er náttúrlega búinn að vera í Sigur Rós í 16 ár, heima hjá sér með dregið fyrir gluggann að horfa á vídeó. Nei, ég segi svona. Það var alltaf voða mikið prins- ipp hjá okkur að gera sem minnst af viðtölum og ljósmyndasessjónum. Við vorum alltaf á móti svoleiðis, sem er gott upp að vissu marki.“ Þú varst aldrei hoppandi um í ind- jánabúningi í Sigur Rós? „Nei, en samt næstum því þarna undir lokin. Þá vorum við komnir í smá búninga.“ Þannig að þetta er bara rökrétt þróun? „Já, já. Og svo er bara númer 1, 2 og 3 að hafa gaman af þessu. Kannski er gay-gæinn í mér að koma upp búninga- lega séð. Drottningin.“ En ef Jónsi sóló gengur æðislega vel, er þá einhver ástæða til að fara aftur í Sigur Rós? Er þetta ekki bara eins og þegar Björk hætti í Sykurmolunum? „Nei, var ekki eitthvað ósætti á milli þeirra? Við í Sigur Rós erum bara eins og í góðu hjónabandi. Ég elska þessa stráka alltaf jafnmikið. Á milli túra hjá mér ætlum við að hittast og semja og taka upp. Við erum búnir að selja Sundlaugina (hljóðverið) og erum bara komnir í bílskúrinn hjá Orra aftur. Það er dálítið stemmingin, bara „back to basics“. Bílskúrsbandið Sigur Rós að rokka smá.“ En er ekki bandið búið að tæma sig? „Nei, nei, það er nóg eftir maður!“ Súper næs að koma úr skápnum Það var svo skemmtilegt við Sigur Rós að bandið afsannaði þá afsökun- arklisju að bönd þyrftu að syngja á ensku til að slá í gegn. Á Go syngur Jónsi hins vegar um 70 prósent á ensku og restina á íslensku. Hvað veldur? „Við Alex tölum bara ensku heima svo núna tala ég eiginlega meira á ensku en íslensku. Mér fannst því bara Engin Sigur Rós ef ég væri streit Jónsi í Sigur Rós er ekki lengur „í Sigur Rós“. Nú er hann „bara“ Jónsi og gefur út fyrstu sólóplötuna sína, Go, strax eftir páska. Dr. Gunni hitti frægasta poppara landsins sem er ekki Björk. JÓN ÞÓR BIRGISSON, JÓNSI, VERÐUR 35 ÁRA 23. APRÍL NÆSTKOMANDI Maður er náttúrlega búinn að vera í Sigur Rós í 16 ár, heima hjá sér með dregið fyrir gluggann að horfa á vídeó. Nei, ég segi svona. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Kannski er gay-gæinn í mér að koma upp búningalega séð. Drottn- ingin. tími kominn til að semja á ensku. Það var mjög fróðlegt ferli. Það var mikil áskorun og erfitt, miklu erfiðara en að semja á íslensku. Ég hef takmark- aðri orðaforða í ensku. Þegar ég var búinn að semja nokkra texta á ensku og svissaði í íslensku þá flugu þeir hreinlega út.“ Hvað með ímyndina? Hugsar þú mikið um hana? „Ég veit það nú ekki. Systur mínar, Inga og Lilja, gerðu umslagið og ljós- myndirnar. Ég leyfði þeim nú bara að ráða. Ég flaut bara með.“ Og svo ertu að verða stjarna í gay heiminum... „Ég og Elton John og Páll Óskar, ha ha ha …“ Var mikið mál fyrir þig að koma út úr skápnum? „Nei, alls ekki. Ég ólst upp í sveit- inni í Mosfellsbæ og kom ekki út úr skápnum fyrr en ég var 21 árs. Þá þekkti ég engan sem var hommi eða lesbía. Ég þakka þessu hvar ég er staddur núna. Ég sökkti mér í tón- listina á þessum tíma – það var bara semja, semja, semja, semja – ég þurfti að skapa ofsalega mikið til að láta mér líða vel. Ef ég hefði verið streit þá hefði ekki orðið nein Sigur Rós.“ Þannig að samkynhneigðin hefur aldrei verið neitt vesen? „Nei, alls ekki. Alltaf bara súper næs. Mér finnst gaman að þessum gay-heimi, en ég er ekki mikið viðrið- inn hann. Mér finnst til dæmis alveg gaman að fara að sjá dragsjó en ég er ekkert sjálfur að sýna!“ Fimm í ógnvekjandi sviðsmynd Jónsi hefur gert þetta oft áður. Gefið út plötu og spilað í kjölfarið um allan heim. Go-túrinn hefst 6. apríl í Van- couver, Kanada, og svo verður spilað og ferðast, spilað og ferðast um allan heim. Það verður víst rosaleg sviðs- mynd á tónleikunum. „Ég er ekki búinn að sjá hana enn þá,“ segir Jónsi. „Það er búið að hæpa þessa sviðsmynd svo mikið upp að ég er orðinn skíthræddur við það hvern- ig þetta verður. Ég er bara eitthvað að væflast í Reykjavík – að ná í skó til Þráins skóara og að ná í púða sem var verið að gera fyrir mig hjá Bólstrun Ásgríms – og svo fer ég á netið og sé einhverja svaka sviðsmynd sem er verið að gera fyrir mig. Það er frekar ógnvekjandi, sko. Það er dálítið ógn- vekjandi að vera miðpunkur athygl- innar. En ég held að þetta verði mjög flott. Mig hefur lengi langað til að breyta frá þessu týpíska rokksjói með reykvél og ljósum og gera eitthvað annað. Þessir gæjar sem gera þetta koma úr leikhús- og óperuheiminum svo þetta er mjög spennandi.“ Á svo ekki að spila á Íslandi? „Jú, ég er að vona það, í lok ársins. Spila í Höllinni. Verst að ég held að sviðsmyndin komist ekki inn í Höllina, hahaha. Kannski þarf ég að bíða þang- að til Harpan opnar.“ Hverjir eru að spila með þér? „Við erum fimm á sviðinu. Alex sér um sampl-heiminn. Það er um að gera að hafa karlinn með sér í þessu. Úlfur Hansson (úr Klive og Swords of Chaos) spilar á bassa og er góður í svona raf- dóti. Þorvaldur Þór Þorsteinsson er á trommunum. Síðan er Óbó (Ólaf- ur Björn Ólafsson) á píanó. Hann er reyndar trommari en fannst miklu meiri ögrun að spila á píanó.“ Hvað með framtíðina? „Það er bara að túra út árið og sjá hvernig það gengur. Við Í Sigur Rós vinnum saman á milli túra og semj- um ný lög og svona. Það væri æðis- legt ef við gætum gert nýja plötu 2011. Við erum byrjaðir að spá í nokkrum lögum.“ Þannig að þú lítur ekki endilega á sólóið sem framtíðarmálið? „Nei, nei. Maður er alltaf með putt- ana í öllu og að vasast í ýmsu. Það er allt leyfilegt.“ Síðasta platan sem þér fannst æðis- leg? „Það er 4 diska Bing Crosby sett, sem ég keypti hjá Ása í Smekkleysu. Ég er ekki búinn að spila annað síðan ég keypti það.“ Síðasta bókin sem þú last? „Ég var að lesa Kirkju hafsins. Þetta er spænskt fjölskyldu-drama. Skemmtilegt samt.“ Síðasta sundlaugin sem þú fórst í? „Sundhöllin.“ Síðasti maturinn sem þú eldaðir? „Ég eldaði karrí gúllas úr kasjúhnetum og einhverju dóti í gær.“ Síðasta dvd-ið sem þú sást? „Ég er bara búinn að vera að horfa á Arrested development sjónvarpsseríuna. Það er allt í lagi, svolítið þreytandi samt.“ Síðasta kreditkortafærslan þín? „Ég var að ná í skó til Þráins skóara. Lét sóla skóna mína.“ SÍÐAST (EN EKKI SÍST)
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.