Fréttablaðið - 20.03.2010, Page 38

Fréttablaðið - 20.03.2010, Page 38
Hjálparstarf kirkjunnar2 isnic Internet á Íslandi hf. Framkvæmdastjóri: Jónas Þ. Þórisson Margt smátt 1. tbl. 22. árg. 2010 Ábyrgðarmaður: Bjarni Gíslason Prentvinnsla: Umbrot: Pipar/TBWA Prentun: Ísafoldarprentsmiðja Leggðu lið Á heimasíðu Hjálparstarfsins, www.help.is, eru allar upplýsingar um starfið. Af heimasíðunni getur þú líka sent minningarkort, keypt gjafabréf eða gefið framlag. Allt hjálpar. Gjöf sem gefur, gjafabréfin okkar vinsælu, gleðja og fræða um kjör fátækra og leiðir til hjálpar. Þú kaupir gjöf sem heldur áfram að gefa á www.gjofsemgefur.is eða með því að hringja til okkar 528 4400. Við komum þínu framlagi til skila – þangað sem þú kýst, í gegnum www.framlag.is. Fréttablaðið Margt smátt er ókeypis og flytur fréttir af starfinu og þróunarmálum. Láttu okkur vita ef þú vilt áskrift. Það er svo ótrúlega einfalt að hjálpa. Notaðu netið eða hringdu til okkar í síma 528 4400. Hjálparstarf kirkjunnar veitir aðstoð um allt land í gegnum presta, félagsráðgjafa og námsráðgjafa. Hvernig skyldi það vera að vera svo óralangt frá ástvinum þegar hörmungar dynja yfir? Vera sjálfur öruggur en geta ekkert gert? Finna hvernig hugsanirnar heltaka mann og fá engin svör? Elda Þórisson Faurelien er frá Haítí og býr á Íslandi. Hún gekk í gegnum angist og svartnætti meðan örlög fjölskyldu hennar á Haítí voru óráðin. Hvernig fréttir þú af jarðskjálft- anum mikla á Haítí? Náðirðu sambandi við vini og ættingja? Hvernig er ástatt með þá í dag? Vinkona mín sem er líka frá Haítí hringdi í mig kl. 1 eftir miðnætti og sagði mér að kveikja á sjónvarpinu, það væri eitthvað hræðilegt að gerast á Haítí. Ég sat svo alla nóttina stjörf við sjónvarpið og fylgdist með á erlendu sjónvarpsstöðvunum – og mér leið hræðilega, sérstaklega vegna þess að ég náði engu símasambandi við neinn ættingja eða vin á Haítí. Ég var í sambandi við móður mína og bróður í New York, en það var ekki fyrr en nokkrum dögum seinna að ég heyrði í einhverjum. Fyrstu fréttirnar sem voru af fósturbróður mínum og fjölskyldu hans voru að húsið hefði hrunið ofan á þau og þau væru öll dáin. Það var mikið áfall – en léttirinn líka mikill þegar kom í ljós að þetta var misskiln- ingur og þeim hafði tekist að bjarga sér út. Nú búa allir í einhverskonar bráðabirgða tjöldum því þótt öll hús hafi ekki hrunið þá eru þau löskuð og fólk er hrætt við að dvelja innandyra. Það er farið að rigna og það bætir ekki ástandið, samt er rigningartíminn í raun ekki hafinn. Hvernig kom það til að þú fluttir hingað? Ég giftist íslenskum manni, Methúsalem Þórissyni, á Haítí þar sem við bjuggum saman í u.þ.b. eitt ár. Við ræddum það okkar á milli hvar við vildum búa og komumst að þeirri niðurstöðu að a.m.k. fyrir drenginn minn hann Þóri Guðmund væri það mun betra að búa á Íslandi. Þegar hingað kom veltum við því mikið fyrir okkur hvað við gætum gert til að hjálpa Haítí og okkur sjálfum líka og niðurstaðan var sú að við byrjuðum að kaupa kaffi af smábændum á Haítí. Við fikruðum okkur áfram í kaffibransanum, byrjuðum að brenna kaffið sjálf og selja á götu- og bændamörkuðum. Kaffið líkaði vel svo nú erum við með lítið kaffihús sem við köllum Café Haítí í Tryggvagötu í Reykjavík þar sem við seljum kaffið bæði í föstu og fljótandi formi. Hvað gerðir þú áður en þú komst til Íslands? Síðustu 6 árin rak ég lítinn barnaskóla í fátæku úthverfi í höfuðborginni Port-au-Prince. Ég og eldri bróðir minn stofnuðum skólann eftir að ég lauk háskóla- námi og þegar hann fluttist til Bandaríkjanna sá ég alfarið um hann. Þarna voru um 70 börn á öllum aldri. Við vorum líka með fullorðinsfræðslu á kvöldin þarna og á sunnudögum kom fullorðið fólk þar saman til að bera saman bækur sínar og hjálpast að við ýmislegt sem það var að glíma við. Hvernig er best að hjálpa íbúum Haítí að byggja upp nýtt samfélag? Það er auðvitað mjög stórt mál sem ég hef ekki þekkingu til að svara en þó held ég að grundvallaratriði sé að þeir sem ætla að hjálpa við að byggja upp nýtt samfélag geri það með heimamönnum, en ekki fyrir þá – ekki líta á fólkið eins og fáfróða aumingja – það býr mikið í fólkinu á Haítí og ef þeim sem vilja hjálpa tekst að setja sig í þeirra spor og laða fram það sem í þeim býr þá mun þetta starf verða farsælt. Og mig langar til að þakka Íslendingum fyrir þá samstöðu og samúð sem þeir hafa sýnt. Líka fyrir þann velvilja sem við höfum mætt hér á Íslandi síðan við komum hingað. Í lok maí næst- komandi hef ég búið hér í 4 ár. Mín reynsla af fólki hérna er að það er mjög gott og hvetjandi. Ótrúleg angist og bið í óvissu Elda og Þórir Guðmundur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.