Fréttablaðið - 20.03.2010, Page 42

Fréttablaðið - 20.03.2010, Page 42
Hjálparstarf kirkjunnar6 Þróunarverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar eru í Afríkulöndunum Eþíópíu, Úganda og Malaví og á Indlandi. Vatn gerir kraftaverk Vatnsskortur er höfuðvandamálið á starfssvæðum Hjálparstarfsins í Afríku. Fara þarf æ lengri veg oft í staðna polla fulla af ormum, skordýrum og bakteríum. Aðgangur að hreinu vatni gjörbreytir lífi og aðstæðum. Hreint vatn gerir kraftaverk. Borað er eftir vatni, grafnir brunnar og vatnsþrær. Alnæmi Barátta gegn HIV/alnæmi og afleiðingum þess er þáttur í öllum verkefnum. Lögð er áhersla á fræðslu um smitleiðir og að breyta áhættuhegðun. Fólk er hvatt í alnæmispróf og hjálpað til að fá lyf. Munaðarlaus börn sem misst hafa foreldra úr alnæmi, einstæðar mæður með alnæmi og ömmur sem tekið hafa að sér munaðarlaus barnabörn fá stuðning til að sjá sér og sínum farborða. Börnum er komið í skóla og þeim reist örugg hús, með vatnstanki fyrir rigningarvatn. Mannréttindi Börn eiga rétt á að vera börn. Samstarfsaðilar Hjálparstarfsins á Indlandi leysa þrælabörn úr skuldaánauð og búa þau undir almenna skólagöngu. Foreldrar eru fræddir um gildi skólagöngu barnanna, um réttindi sín og hjálpað til að stofna stéttarfélög. Menntun er grundvöllur með- vitundar um jafna stöðu í hverju samfélagi. Heimavist fyrir börn sem annars fá engin tækifæri til mennta er liður í að efla undir- okaðar stéttir til þátttöku og áhrifa í lýðræðisþjóðfélagi. Fólkið í verkef num Hjálparstarfsins er frætt um kerfið; rétt, þjónustu, lög og venjur sem viðhalda fátækt. Konur eru styrktar með atvinnu- skapandi aðgerðum sem færa þeim fjárráð og áhrif. Unnið er gegn kynbundnu ofbeldi með leiðtogum, stofnunum og lögreglu. Tré gróðursett hjá lindum ber ávöxt Umhverfisvitund er innbyggð í verkefnin. Fólki er kennt að rækta upp græðlinga og gróðursetja meðfram ám og lónum til að halda í jarðveg og raka. Nýjar ræktar- tegundir eru kynntar og skipt á tegundum sem dregur úr næringartapi í ökrum. Náttúruleg hringrás verndar auðlindir. Indland - Þrýstingur á stjórnvöld að fara að lögum um barnavernd, barnaþrælkun og skólaskyldu - Fræðsla til almennings og hvatning um að segja frá barnaþrælkun - Heimavistarskólar með heilsu- farseftirliti, næringarríkum máltíðum, fatnaði og skóladóti - Barnaþing kenna börnum lýðræðislegar leiðir til að öðlast mannréttindi - Réttindafræðsla, lögfræðiaðstoð og réttindabarátta - Fjárstuðningur vegna skóla- göngu barna, giftinga, veikinda, slysa o.fl. - Smálán til foreldra, námskeið til atvinnusköpunar Eþíópía - Vatnsþrær gerðar - Tæknirannsóknir fyrir vatnsöflun - Bændur þjálfaðir til að greina og lækna helstu búfjársjúkdóma - Konur fá skepnur til að fita og selja til eigin tekjuöflunar - Kvennanámskeið um meðferð og geymslu matar - Karlanámskeið um meðferð og geymslu uppskeru - Þjálfun fyrir opinbera starfsmenn til að styðja við íbúa - Námskeið fyrir opinbera starfs - menn um félagslegar og heilsu- farslegar afleiðingar HIV/ alnæmis - Fræðsla til smitaðra mæðra um aðrar leiðir en brjóstagjöf - Námskeið fyrir opinbera starfsmenn um jafnréttismál og þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna - Þjálfun fyrir opinbera starfsmenn í að virkja fólk til þátttöku í þróun sem forsendu árangurs - Hópefli og þjálfun fyrir leiðtoga þorpa og opinbera starfsmenn til samvinnu - Námskeið um ástand náttúru- auðlinda, vernd, sjálfbærni og ofnýtingu - Fræðsla um vinnslu og geymslu uppskeru svo hún nýtist betur og dragi úr ofnýtingu á litlu ræktarlandi - Sparhlóðir sem þurfa helmingi minna eldsneyti - Nýting taðs frá skepnum til að styrkja næringarhringrás jarðvegs - Stofnaðir íbúahópar til að vinna að ýmsum málefnum, t.d. land- vernd, ræktun beitarlands og vatnsmálum á grunni nýrrar þekkingar - Kennsla og tól til stallagerðar til að hefta framrás vatns og binda í jarðvegi til ræktunar Úganda - Hús byggð fyrir munaðarlaus börn auka öryggi – eldhús og kamrar auka hreinlæti - Börn fá grunnhúsbúnað og áhöld - Þvottaaðstaða sett upp við heimili munaðarlausra barna - Eldhús reist við íbúðarhús til að halda matargerð aðskilinni - Barátta gegn fordómum. Frætt er um smitleiðir og áhættuhegðun - Sjálfboðaliðar þjálfaðir til að veita sjúkum og eftirlifendum reglulegan stuðning - Greidd skólagjöld, föt, námsgögn fyrir yngri börn - Eldri börnum hjálpað að læra handverk til tekna - Börnum kennd jarðrækt og hjálpað með tegundir sem þau ráða við - Vatnstankar settir upp til að spara erfiða vinnu, efla heilsu og hreinlæti Malaví - Brunnar boraðir - Lítil uppistöðulón gerð - Vatnstankar settir upp - Pumpur settar upp fyrir áveitur - Kennsla, fræ, tól til jarðræktar - Geitur og hænur afhentar, bændur gefa öðrum fyrsta afkvæmi - Námskeið og fundir um heimilisofbeldi - Þorpsleiðtogar þjálfaðir til að taka á ofbeldismálum og veita þolendum stuðning - Veitt efnisleg aðstoð fyrir þolendur heimilisofbeldis - Alnæmisjúkir, einstæðir og munaðarlaus börn studd til að taka þátt í umræðum og ákvörðunum þorpa - Bæði kynin taka jafnan þátt í verkefnum, öðlast sömu eignartilfinningu og njóta afraksturs - Námskeið um lög og reglur um vatn, verndun þess og ábyrgð einstaklingsins - Fundir með opinberum starfs- mönnum og þorpsleiðtogum um rétt og skyldur vatnsnotenda og þeirra sem veita þjónustuna - Vettvangsferðir til að kynnast vatnssöfnunaraðferðurm og áveitutækni - Gróðurrækt til að binda jarðveg og vatn - Nýjum tegundum dreift til ræktunar til að hlífa jarðvegi - Fræbanki - Fræðsla um varnir gegn flóðum og þurrkum - Kennsla í gerð lífræns áburðar - Nýjar tegundir útvegaðar til að rækta eldivið og hlífa umhverfinu Fólkið er stolt af sínu framlagi – enginn situr hjá Hér eru gefin dæmi um það sem er gert í hverju landi Vatnsþró í Eþíópíu Brunnur í Malaví Munaðarlausir bræður með ráðgjafa Þrælabarn á Indlandi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.