Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.03.2010, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 20.03.2010, Qupperneq 46
4 FERÐALÖG fjölbreytilegum arkitektúr. Þessi síðasta staðhæfing mín er enn þá merkilegri í ljósi þess að það er leitun að því mannvirki í þýskri borg sem hefur ekki verið sprengt alla vega einu sinni. Svo er yfirleitt vit í borgar- skipulaginu, eitthvað sem Reyk- víkingur eins og ég er óvanur en kann vel að meta. Við stöldruðum reyndar örstutt við á hverjum stað og náðum þar af leiðandi ekki að taka inn nema lítið brot af mannlífi borganna. Hér er það helsta sem sem stendur upp úr í minningunni: Í Hamburg var farið á Bítlaslóðir, í Hannover fékk ég kvef, það var mikið af fólki í Prag, kalt í Vín, í Berlín var ég við skál og ég man eiginlega ekkert eftir Duisburg. Sú borg sem er mér aftur á móti eftirminnilegust, og jafnframt sú borg sem ég þekkti minnst, er Leipzig sem er að finna í Saxlandi Þýskalands. Menningarmiðstöð Það verður ekki um það villst að Leipzig er mikil menningarborg. Mannlífið á götum úti sem og byggingarnar hrópa það. Þegar við keyrðum inn í hjarta borgarinnar ókum við fram hjá gríðarstórri byggingu sem reyndist vera aðal- lestarstöðin. Einn förunauta minna hvíslaði því ofurlágt að mér að lest- arstöðin væri sú stærsta í Evrópu og að fermetrafjöldinn væri hátt í hundrað þúsund. Lestarstöðin er vissulega glæsileg bygging og stærð hennar endurspeglar það mikilvæga hlutverk sem Leipzig gegndi fyrr á tímum, ekki aðeins fyrir Þýskaland heldur Evrópu gervalla. Þarna mættust austur og vestur, norður og suður. Þarna var allt að gerast og menningin blómstraði eftir því. Og ef við viljum tala um arki- tektúr þá er Leipzig botnlaus upp- spretta slíkrar umræðu. Þarna hafa risið, og endurrisið, hvers kyns húsasmíðar eftir ólíkum straumum, stefnum og yfirvaldi sérhvers tíma og bera alls konar fjölbreytilegar spírur sem standa upp úr borgarlandslaginu því vitni. Önnur eins fjölbreytni í húsagerð- arlist er vandfundin en þarna getur til dæmis að líta fjölda húsa frá Gründerzeit-tímabilinu, tíma mik- ils efnahagslegs uppgangs í kjölfar iðnbyltingarinnar um miðja þar- síðustu öld, og jafnframt geymir borgin stærsta safn húsa í art nou- veau-stílnum í Þýskalandi. Og þá hefur ekki verið minnst á gríðar- stóru og hálftómu íbúðarblokkirnar sem risu á tímum kalda stríðsins. Þær hafa verið vandlega húðað- ar vegglist ýmiskonar um árin og flestar rúðurnar brotnar. Þeir segja að Leipzig sé hin nýja Berlín, það er staðurinn til að vera á til að innbyrða ferska strauma í menningu og listum. Samkvæmt því sem ég sá og upplifði í Leipzig get ég verið sammála þeim. Þarna er kraumandi „kúltúr“ og lista- senan svo sannarlega spennandi. Menning og listir hafa reyndar löngum blómstrað í borginni og það þarf lítið annað en að nefna nöfn eins og Johann Sebastian Bach og Till Lindeman, söngvara Rammstein, til að færa rök fyrir slíkri staðhæfingu en þeir eru víst báðir þaðan. Sá síðarnefndi er guð í augum barþjóns sem skenkti mér í krús á einhverri fallegustu knæpu sem ég hef heimsótt. Knæpuna er að finna í miðborginni, djúpt ofan í jörðinni, í fornu klaustri þar sem munkar unnu hörðum höndum við að fullkomna bruggið sitt fyrir föstuna. Síðan, þegar fastan hófst, var afraksturinn drukkinn eins og enginn væri morgundagurinn og einskis annars neytt. Barþjónn- inn sagði mér ýmislegt um munk- ana og subbulegar sögur af sumbli þeirra. Hann sagði mér líka ýmis- legt um Till Lindeman. Berlín orðin „mainstream“ Ég spurði barþjóninn út í listasen- una og hvort Leipzig væri raun- verulega að taka við af Berlín sem miðstöð lista í Þýskalandi. Hann vildi heldur betur meina að svo væri og æstist við. Síðan hóf hann að útskýra þessa þróun. Við fall múrsins, rúmum tuttugu árum fyrr, hafi austurhluti Berlínar verið eins konar fyrsta vígi framsækinna Flott hönnun Aðallestarstöðin í Leipzig er sú stærsta í Evrópu. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES Falleg Leipzig geymir ríkulega flóru húsagerðarlistar.Nikolai kirkja Stórfengleg kirkja með fallegu altari. Skemmtilegt mannlíf Leipzig geymir fj0lda art nouveau húsa. Sjarmerandi Miðborg Leipzig. FRAMHALD AF FORSÍÐU
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.