Fréttablaðið - 20.03.2010, Qupperneq 49
LAUGARDAGUR 20. mars 2010 3
Jökulsárlón og Breiðamerkurfjall mynda bak-
grunn sýningarinnar. MYND/RAGNAR TH.
Undraheimur íssins er óþrjótandi myndefni hjá Ragnari Th. Hér í íshelli í Breiðamerkurjökli.
Klakaborgirnar taka á sig ótrúlegar myndir eins
og sýningin við Jökulsárlón ber með sér.
MYND/RAGNAR TH.
Ferðafélag barnanna sem sett var á laggirnar af Ferðafélagi Íslands
síðastliðið sumar var stofnað með formlegum hætti á aðalfundi félags-
ins í byrjun mars. Ferðafélag barnanna er ætlað yngri börnum, frá
0-12 ára, og með starfsemi félagsins hyggst Ferðafélag Íslands stuðla
að því að börn kynnist útivist og náttúru Íslands með jákvæðum hætti
frá unga aldri. Félagið mun starfa af krafti í sumar og verður nánar
kynnt síðar hvernig starfseminni verður háttað. Sjá nánar á heima-
síðu Ferðafélagsins, fi.is.
Ferðafélag barnanna
Tímaritið Útivera kemur út á ný nú á vormánuðum. Það er fyrirtæk-
ið Athygli sem gefur blaðið út og ritstjóri þess verður Valþór Hlöð-
versson en í þriggja manna ritnefnd sitja Gunnar Hólm Hjálmarsson,
Ragnheiður Davíðsdóttir og Páll Ásgeir Ásgeirsson.
Útivera mun, eins og áður, fjalla um útiveru, ferðalög, fjallgöngur og
íslenska náttúru í sem víðustum skilningi.
Útivera kemur út á ný
Á veðurspádeild Veðurstofu
Íslands varð Óli Þór Árnason veð-
urfræðingur fyrir svörum. Hann
benti á nokkra hluti sem hafa áhrif
á veður og þróun þess næstu vikur.
Veturinn sem er að líða hefur verið
óvenjulega mildur og snjóléttur.
Sumpart stafar það af hærri hita
en í meðalári og sumpart af því að
ríkjandi vindáttir hafa ekki skilað
til landsins eins mikilli úrkomu og
vænta má í meðalári.
Þetta hefur leitt til þess að afar
lítill snjór er á fjöllum uppi og
lítil sem engin fyrirstaða í honum
gagnvart hláku. Lítið sem ekkert
frost er í jörðu og með hækkandi
sól fer að gæta bráðnunar á fjöll-
um uppi yfir daginn jafnvel þótt
hitastig sé undir frostmarki.
Óli Þór sagði að talsverðar líkur
væru taldar á að veður yrði milt
og átakalítið næstu þrjár vikur
eða fram yfir páskana sem nálg-
ast óðfluga. Þótt langtímaspár
séu að jafnaði ekki eins áreiðan-
legar og skemmri spár eru þó um
50% líkur á að þær standist. Sam-
kvæmt þeim verða austlægar og
suðlægar áttir ríkjandi á land-
inu með fremur háu hitastigi. Sú
úrkoma sem fylgir verður því að
líkindum í formi regns á láglendi
en líklega snjókomu til fjalla og ef
til vill norðanlands.
Í eyrum þeirra sem hyggja
á ferðalög til fjalla á næstunni
hljómar þetta ekki sérlega vel. Lít-
ill snjór og sólbráð þýðir að kra-
pablár taka að myndast og þegar
þeim sleppir tekur aurbleyta við.
Gönguskíðamenn í hálendisferð-
um hafa snúið frá hálendinu síð-
ustu viku vegna snjóleysis og lík-
legt að svo verði áfram. Þó er ekki
útilokað að skíðamenn geti haldið
til fjalla norðanlands og efnt til
langferða um Mývatnsöræfi og
nágrenni og eins er talið að sæmi-
leg snjóalög séu á fjöllum víða á
Vestfjörðum og á Hornströndum.
Af hefðbundnum skíðasvæðum
er það að frétta að ekki er þess að
vænta að viðri til skíðaferða sunn-
anlands og því líklegt að straumur-
inn liggi til Norðurlands þar sem
von er á einhverjum snjó og sér-
staklega horft til skíðasvæða þar
sem snjór er framleiddur.
Einar Sveinbjörnsson veður-
fræðingur skrifar bloggsíðu um
veður og tengd málefni á slóð-
inni www.esv.blog.is. Hann segir
í nýlegri færslu að haldist veður
svona milt næstu vikur megi búast
við að gróður á láglendi fari að
koma til, einkum þar sem mæl-
ingar sýni að frost í jörðu sé nán-
ast ekki neitt.
Á þessum vangaveltum er
vandasamt að byggja ferðaáætl-
un en gangi spár um milt veður
eftir viðrar vel til fjallgangna og
alhliða útivistar næstu vikur. Nú
fer birtutíminn í hönd og bráðlega
verður hægt að vera úti langt fram
á kvöld.
Gert ráð fyrir mildu
veðri fram yfir páska
„Hvernig verður veðrið um páskana?“ Þannig má vel spyrja en líklega er óraunhæft að fá áreiðanlegt
svar við spurningunni.
Þótt rigni og blási á fjöllum er það alltaf jafnskemmtilegt. Þessi hópur tekur þátt
í átaki Ferðafélagsins um eitt fjall á viku og það skýrir númerið sem ein stúlkan
heldur á.
Ferðafélag Íslands efnir til sum-
armálaferðar undir yfirskrift-
inni: Vor í Árneshreppi. Dvalið
verður í þrjá daga á Valgeirsstöð-
um í Norðurfirði við fjallgöngur
á sjaldfarna og tignarlega tinda í
nágrenninu, sundferðir og rann-
sóknir á litríkri sögu staðarins í
fortíð og nútíð.
Þátttakendur fara á eigin bílum
úr Reykjavík norður í Árnes-
hrepp á sumardaginn fyrsta, 22.
apríl. Haft verður samflot að
fornum sið og áð á völdum stöð-
um á leiðinni. Síldarminjasafnið
á Djúpuvík heimsótt undir leið-
sögn staðarhaldara og þaðan ekið
út að Gjögri og gengið á Reykja-
neshyrnu síðdegis til að átta sig.
Undir kvöld koma menn sér fyrir
á Valgeirsstöðum og demba sér
í sund í Krossnesi um kvöld-
ið. Daginn eftir, á föstudag, er
gengið á Kálfatinda sem gnæfa
tignarlegir yfir Norðurfirði og að
lokinni sundferð er kvöldmatur
og kvöldvaka.
Á laugardegi er gengið á Töflu
eða Finnbogastaðafjall og síð-
degis verður stefnumót við fróða
heimamenn sem segja sögu sveit-
arinnar og frá undarlegum hlut-
um sem hún geymir. Um kvöldið
er kvöldvaka á Valgeirsstöðum
og vonandi kemur leynigestur á
vökuna.
Á sunnudegi taka menn saman
og aka heimleiðis með viðkomu
á merkum sögustöðum í Árnes-
hreppi þar sem hryllilegir
atburðir gerðust og rifjuð verða
upp helstu atvik Flóabardaga sem
lauk á þessum slóðum á söguöld.
Þótt nóttin sé að verða björt um
sumarmál er allra veðra von. En
þátttakendur vilja fagna komu
vors og sumars og leggjast í fang
náttúrunnar hvernig sem viðrar
og skulu því vera búnir til óveð-
ursgöngu ekki síður en sólbaða.
Fararstjórar eru Páll Ásgeir
Ásgeirsson og Rósa Sigrún Jóns-
dóttir. Innifalið í verði er gist-
ing á Valgeirsstöðum og farar-
stjórn.
Sjá nánar á heimasíðu Ferða-
félags Íslands, fi.is Skráning á
skrifstofu Ferðafélags Íslands
í síma 568-2533. Takmarkaður
fjöldi og fyrstir koma fyrstir fá.
Vor í Árneshreppi
Hinir tignarlegu Kálfatindar gnæfa yfir Norðurfirði. Ferðafélag Íslands efnir til ferða-
lags um sumarmál undir heitinu: Vor í Árneshreppi og þá verður gengið á tindana.
MYND/PÁÁ
Félagar í Ferðafélagi Íslands eru nú tæplega átta þúsund. Stjórn
félagsins hefur sett sér það markmið að fjölga þeim í 10 þúsund.
Margvíslegur ávinningur er af því að vera félagi í Ferðafélagi
Íslands. Innifalið í árgjaldi sem heimt er inn árlega er glæsileg
árbók sem félagið gefur út og leggur mikinn metn-
að í.
Auk þess fá félagar verulegan afslátt af gist-
ingu í skálum félagsins, afslátt af útivistar-
fatnaði og búnaði í fleiri en einni verslun.
Síðast en ekki síst eru virkir félagar í FÍ
þátttakendur í heilbrigðum lífsstíl sem kall-
ar fram sanna lífsgleði, aukið heilbrigði og
vellíðan sem verður aldrei metin til fjár.
Skráðu þig inn- drífðu þig út. Í þessu kjörorði
felst áskorun sem erfitt er að standast.
Skráðu þig – drífðu þig út
Hinn 4. mars hófust gönguferð-
ir fyrir eldri og heldri borgara
á vegum Ferðafélags Íslands.
Gönguferðirnar eru á þriðjudög-
um og fimmtudögum og hefjast
ávallt kl. 14.00. Á þriðjudögum
hittast þátttakendur við Árbæj-
arlaug en þaðan er auðvelt að
komast inn á kerfi gangstíga sem
teygir sig um allan Elliðaárdal og
upp að Elliðavatni.
Á fimmtudögum hittast menn
og konur svo við Nauthól í Naut-
hóls vík kl. 14.00 og þaðan liggja
stígar meðfram sjónum í báðar
áttir og hlykkjast enn fremur um
alla Öskjuhlíðina.
Ferðafélagið leggur til farar-
stjóra í þessar gönguferðir og
hefur Alfreð Hilmarsson tekið
þetta verkefni að sér fyrir félagið
en Alfreð er vaskur göngugarp-
ur sem er enn léttur á fæti þótt
árunum fjölgi. Þetta verkefni er
unnið í samvinnu við Valitor sem
hefur átt náið og gott samstarf
við Ferðafélag Íslands.
Allar rannsóknir sýna að fátt er
betri heilsubót til sálar og líkama
en að taka sér hressandi göngu-
ferð með skemmtilegu fólki. Í
þessum ferðum er vegalengd og
gönguhraði stilltur í samræmi
við virðuleika þátttakenda.
FÍ fyrir fullorðna
Bráðnandi ísjakar í fjöruborðinu við ós Jökulsár er ein myndanna við lónið.
MYND/RAGNAR TH.