Fréttablaðið - 20.03.2010, Page 72

Fréttablaðið - 20.03.2010, Page 72
Hjálparstarf kirkjunnar8 Hvort sem neyðin er á Haíti, í Eþíópíu, Pakistan eða Austur- Evrópu er kirkjan þar að störfum. Fyrst þarf að bjarga lífi og vernda líf – síðan tekur við uppbygging og þróun. Nú hefur ACT Alliance verið hleypt af stokkunum til að samræma þetta tvennt. Gríðarleg þekking og reynsla býr með ACT-aðilum. ACT hefur þann styrk að byggja á staðarfólki – með viðbótarþekkingu og mannafla frá öðrum ACT- aðilum. Það sést best á Haítí nú. Hjálparstarf er flókið og sérhæft og það endurspegla gæðastaðlar, siðareglur og vinnuferlar sem ACT fylgir. Byggt er á rétti fólks til mannsæmandi lífs, jafnræðis og verndar gegn obeldi og kúgun; af hendi hvers sem er. Starfsfólk er faglegt í vinnu sinni og meðvitað um mögulega bresti og hefur því klár viðbrögð við þeim. Hjálpar fólki betur „Með sameiningunni í ACT Alliance, getum við samþætt neyðar- og þróunarhjálp og tekið okkur enn sterkari stöðu með hinum fátæku” sagði Sambíu maðurinn John Nduna framkvæm da stjóri þess arms sem var ACT – neyðar- hjálp kirkna og Hjálparstarf kirkjunnar var aðili að. Nær öll neyðarhjálp Hjálparstarfsins fór í gegnum hana. Samhliða henni starfaði ACT – þróunarhjálp kirkna. En „nú blása vindar breytinga” sagði Lisa Henry frá Hjálparstarfi dönsku kirkjunnar sem er öflugur ACT-aðili. „Sameinuð erum við enn sterkari og betur í stakk búin til að mæta þörfum fólks um allan heim.” 150 aðilar með rætur í hverri byggð Með ACT Alliance urðu til ein stærstu mannúðar- og þróunarsamtök heims með nær 150 aðila; kirkjur og kirkjutengdar stofnanir og samtök. Heildarfjárhagsáætlun ACT Alliance fyrir árið 2010 verða 183 milljarðar íslenskra króna. ACT Alliance er mikilvægur farvegur fyrir Hjálparstarf kirkjunnar. Í jólasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar sem stóð út janúar söfnuðust 68,4 milljónir króna sem renna til aðstoðar innanlands og til vatns - verkefna í Eþíópíu, Malaví og Úganda. Sambærileg tala fyrir jólasöfnun 2008 var 58 milljónir króna, sem þýðir að stuðningur hefur aukist um 18% frá fyrra ári. Í viðbót við frábæran stuðning einstaklinga hafa stofnanir, félög, fyrirtæki og sóknir landsins lagt fram stórar gjafir til innanlands- aðstoðar. „Allur kostnaður vegna aðstoðar innanlands og vegna vatnsverkefna í Afríku, hefur aukist mjög vegna kreppunnar, það er því ómetanlegt að fá svona frábæran stuðning sem gerir okkur kleift að standa við allar okkar skuldbindingar, þrátt fyrir erfiða tíma“, segir Jónas Þ. Þórisson, framkvæmdastjóri Hjálparstarfsins. Hjálparstarf kirkjunnar færir öllum bestu þakkir fyrir stuðninginn. Aðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar er í sífelldri endurskoðun til að hjálpin nýtist sem best. Til að greina þá sem mest þurfa aðstoð var í febrúar tekin upp sú stefna að allir umsækjendur um aðstoð kæmu með gögn um mánaðarlegar tekjur og gjöld. Tilgangurinn er að fara vel í gegnum stöðu hvers og eins og aðstoða betur þá sem verst eru staddir. Í mars var tekinn upp nýr opnunar- tími fyrir matarúthlutun sem er á miðvikudögum kl. 12–17. Lengdur opnunartími á miðvikudögum gefur fólki færi á að nýta matartíma til að koma til okkar eða koma eftir vinnu. Á fimmtudögum sinna félagsráðgjafar sérafgreiðslu til fólks sem vegna fötlunar eða af öðrum sérstökum ástæðum getur ekki komið á miðvikudögum þegar mestur fjöldinn er. ACT Alliance – ein stærstu alheimssamtök í mannúðaraðstoð Jólasöfnun gekk vel Innanlandsaðstoð í sífelldri endurskoðun
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.