Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.03.2010, Qupperneq 84

Fréttablaðið - 20.03.2010, Qupperneq 84
56 20. mars 2010 LAUGARDAGUR timamot@frettabladid.is DR. VALGARÐUR EGILSSON ER SJÖTUGUR Í DAG. „Landið fær allt aðra mynd í huga manns þegar örnefnin eru kunn.“ Valgarður er læknir og rithöf- undur sem hefur einnig feng- ist við fararstjórn. Meðal þess sem hann hefur skrifað eru tvö leikrit, Dags hríðar spor og Maðurinn er normal. Söngur hefur verið stór þáttur í lífi Andra Björns Róberts- sonar sem er nýorðinn tuttugu og eins árs. Segja má líka að Langholtskirkja hafi verið hans annað heimili og þar kemur hann fram á einsöngstónleikum annað kvöld sem hefjast klukkan 20. Þeir eru á vegum listafélags kirkjunnar. „Ég var fimm ára þegar ég byrjaði í kór og tíu ára fór ég að læra söng hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur óperusöngkonu sem hefur verið kennarinn minn síðan,“ upplýsir Andri Björn þegar forvitnast er um grunninn. Sextán ára kveðst hann hafa innritast í Söngskólann í Reykjavík og ætla að útskrif- ast þaðan í vor. Hefur hann verið samferða einhverjum vinum sínum á þessum ferli? „Nei, þetta er nú dálítið sjálf- hverft nám og maður er mikið einn í því,“ er svarið. Sam- hliða hefur hann svo verið í hefðbundnara námi og útskrif- aðist stúdent frá Kvennaskólanum í Reykjavík síðasta vor en „er að dútla í íslensku í vetur í Háskóla Íslands, svona til að viðhalda fjölbreytninni,“ eins og hann orðar það. Andri Björn er sonur Önnu Björnsdóttur tækniteiknara og Róberts Agnarssonar viðskiptafræðings. Hann ólst upp í Breiðholtinu þannig að ekki gat hann hlaupið á æfingar í kirkjunni, rétt sisvona. „Ég var alltaf keyrður og sóttur,“ segir hann. „Mamma var í eilífu skutli.“ Hann segir alls konar tónlist hljóma í hans heimahúsum, en hvað kýs hann sjálfur helst að hlusta á? „Mest klassík,“ svarar hann. „En svo hlusta ég líka á útvarpið og þá fæ ég allan grautinn.“ Hann hefur djúpa rödd og syngur bass-baritón. Varla hefur það verið sýnt þegar hann var barn. „Nei, ég söng hæsta sópran til að byrja með en mætti svo dimmraddaður eitt haustið því ég fór í mútur um sumarið. Ég held að söngnám- ið hafi hjálpað mér að fara í gegnum þær því ég hafði lært að beita röddinni.“ Ekki hefur Andri Björn látið námið hjá Ólöfu Kolbrúnu nægja heldur hefur hann sótt ýmis námskeið hjá öðrum virt- um kennurum. Af íslenskum nefnir hann Þóru Einarsdótt- ur og Kristin Sigmundsson og af erlendum Galinu Pisar- enko, Christopher Field og Alexander Schmalcz. Síðastliðið sumar bauðst honum þriggja vikna námskeið á Ítalíu sem einungis tólf efnilegir söngvarar víða að úr heiminum kom- ust á og það í boði dívunnar Dame Kiri Te Kanawa. „Það var mjög gaman,“ segir hann. „Þar kenndi Kanawa og líka Dennis O‘Neill og José Carreras. Síðan fór ég til Frakklands á ljóðanámskeið.“ Þótt einsöngstónleikar Andra Björns nú séu þeir fyrstu þá hefur hann oft komið fram áður, bæði sem einsöngvari við ýmis tækifæri og þátttakandi í nemendaóperu Söngskólans í Reykjavík. Nú stefnir hann á framhaldsnám erlendis. „Ég fer líklega til London næsta haust, er kominn inn í skóla þar sem heitir Royal Academy. Ég fór þangað í nóvember til að skoða mig um og leist bara mjög vel á,“ segir hann og býst við þriggja til fjögurra ára útivist. gun@frettabladid.is ANDRI BJÖRN RÓBERTSSON: ER MEÐ SÍNA FYRSTU EINSÖNGSTÓNLEIKA Dimmraddað- ur eitt haustið BASS-BARITÓNSÖNGVARINN „Ég var alltaf keyrður og sóttur. Mamma var í endalausu skutli,“ segir Breiðhyltingurinn Andri Björn um æfinga- ferðirnar í Langholtskirkju. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Bítillinn John Lennon og ástkona hans Yoko Ono tóku skyndi- ákvörðun um að gifta sig á þessum degi 1969. Eftir nokkrar þreifingar ákváðu skötuhjúin að gifta sig á Gíbraltar. Þau flugu þangað í einkaflugvél 20. mars og fóru beint til bresku ræðis- mannsskrifstofunnar þar sem 10 mínútna athöfn var framkvæmd af ritaranum Cecil Wheeler. Eftir innan við klukkutíma stopp flugu þau til Amsterdam, komu sér fyrir í aðalsvítu Hilton-hótelsins, þar sem þau dvöldu í viku og ræddu frið á jörð. Blaðamenn áttu þar greiðan aðgang milli klukkan 10-22 á hverjum degi. Lennon samdi síðar The Ballad of John and Yoko um ævintýrið. ÞETTA GERÐIST: 20. MARS 1969 Lennon og Yoko gifta sig Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Sigurlaugar Jónsdóttur Hjallabraut 33, Hafnarfirði. Jón Aðalsteinsson Guðbjörg J. Eyjólfsdóttir Björg Aðalsteinsdóttir Ómar Ólafsson Kristín J. Aðalsteinsdóttir Björn Ágústsson Eygló Aðalsteinsdóttir Bergsveinn Halldórsson barnabörn og barnabarnabörn. 100 ára afmæli Björg E. Elísdóttir verður 100 ára 23. mars nk. Björg tekur á móti vinum og ætting jum í tilefni dagsins 21. mars í Víkingasal, Hótel Loftleiða milli kl. 15.00–17.00 Okkar bestu þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát vinar og frænda, Ragnars Þ. Guðmundssonar bónda, Nýhóli, Fjöllum, sem við fylgdum þann 6. mars sl. með yndislegri stund í Húsavíkurkirkju og í Bjarnahúsi að athöfn lokinni. Enn og aftur, innilegar þakkir til starfsfólks á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga fyrir umönnun og hlýju. Þeim sem vildu minnast þessa yndislega manns er bent á styrktarfélag Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga (1110 26 1060 kt. 520296 2479). F.h. aðstandenda, Guðrún Garðarsdóttir Unnur Sig. Gunnarsdóttir Þorbjörg Júlíusdóttir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, María Öen Magnússon ljósmóðir, Hjúkrunarheimilinu Eir, Reykjavík, áður til heimilis að Bleikjukvísl 15, Reykjavík, lést fimmtudaginn 18. mars. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík, föstudaginn 26. mars kl. 15.00. Rögnvald Othar Erlingsson Helena Kristjánsdóttir Erling Elís Erlingsson Ásdís Bjarnadóttir Baldur P. Erlingsson Bryndís Helgadóttir barnabörn og barnabarnabarn. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Grétar Guðmundsson frá Hól í Hafnarfirði, lést þann 9. mars. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Gréta Dóra Grétarsdóttir Birgir Ottósson Sigþór Grétarsson Grétar Þór Grétarsson Katrín Sigurþórsdóttir Hanna Grétarsdóttir Örvar Már Haraldsson barnabörn og barnabarnabörn hins látna. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Áslaug Hafberg fyrrverandi kaupmaður, Vesturgötu 7, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Eir miðvikudaginn 17. mars. Útförin verður auglýst síðar. Elías Árnason Jette Svava Jakobsdóttir Gunnar Viðar Árnason Bjarnveig Valdimarsdóttir Bjarney Anna Árnadóttir Friðfinnur Halldórsson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför ástkærs vinar míns, bróður okkar og mágs, Guðmundar Ásbjörnssonar Faxastíg 22, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir eru til starfsfólks Sjúkrahúss Vestmannaeyja. Sigurlaug Ólafsdóttir Fjölnir Ásbjörnsson Guðlaug Kjartansdóttir Garðar Ásbjörnsson Ásta Sigurðardóttir. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi‚ Ingvar Þorgilsson fyrrverandi flugstjóri, Vogatungu 19, Kópavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi, laugardaginn 13. mars. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 23. mars kl. 15.00. Inga Thorlacius Ágústína Ingvarsdóttir Kristinn Sigtryggsson Haraldur Ingvarsson Nanna K. Árnadóttir Þorgils Ingvarsson Hólmfríður Benediktsdóttir og barnabörn. Hjartkær frænka okkar, Helga Guðjónsdóttir Litlu Háeyri, Eyrarbakka, lést á Kumbaravogi miðvikudaginn 17. mars. Brynjólfur G. Brynjólfsson Bára Brynjólfsdóttir Auðbjörg Ögmundsdóttir Valgerður K. Sigurðardóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.