Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.03.2010, Qupperneq 88

Fréttablaðið - 20.03.2010, Qupperneq 88
60 20. mars 2010 LAUGARDAGUR menning@frettabladid.is ath kl. 16 á morgun Átta kórar halda sameiginlega tónleika í Kjarnanum í Mosfellsbæ. Í Mosfells- bæ eru starfræktir tveir barnakórar, tveir kvennakórar, sex blandaðir kórar og einn karlakór. Kórarnir sem taka þátt í tónleikunum eru: Álafosskórinn, Barnakór yngri deildar Lágafells- og Varmárskóla, Kammerkór Mosfells bæjar, Karlakór Kjalnesinga, Mosfellskórinn, Skólakór Varmárskóla, Karlakórinn Stefnir og Vorboðarnir. > Ekki missa af … Brynhildur Guðjónsdóttir verður með nokkrar sýningar á Brák sinni í Landnámssetrinu í apríl og er miðasala hafin. Brynhildur gerði hlé á sýning- um þegar Frida fór í sýningar en hafði þá heillað gesti Landnámsseturs veturlangt. Nú er því tækifæri fyrir þá sem sáu ekki einleik hennar um keltnesku ambáttina, fóstru Egils og Þórólfs, að sjá þennan rómaða einleik. Miðapantanir eru á www.landnamssetur.is. Á morgun kl. 14.00 verða tónleikar í tónleikaröð Menningarmiðstöðvarinnar Gerðubergs; Tóney í Gerðubergi. Þar kemur Egill Ólafsson fram ásamt Caput-hópnum og flytur Ástarsögu úr fjöllunum eftir Guðrúnu Helgadóttur. Guðni Franzson tónlist- armaður hefur samið sönglög við texta Péturs Egg- erz sem tengjast þessari fallegu sögu. Aðgangur á tónleikana er ókeypis. Sagan kom út á bók fyrir mörgum árum skreytt af Brian Pilkington og varð metsölubók: segir þar af tröllskessunni Flumbru sem verður svo hræðilega ástfangin af stórum og lötum tröllkarli sem býr langt í burtu. Hún verður að leggja á sig mikið og áhættusamt ferðalag til að njóta ásta með honum, það tekst meðan nóttin er löng. Tónlist- in við Ástarsögu úr fjöllunum var samin fyrir nokkrum árum fyrir barnatónleika Sinfóníu- hljómsveitar Íslands en heyrist nú í nýjum búningi fyrir minni hóp hljóðfæra. Tóney í Gerðubergi er tónleikaröð ætluð tónlistarunnendum á öllum aldri, með þátttöku leik- inna sem lærðra, ungra sem ald- inna, fjölbreytt efnisskrá í flutningi upprennandi tónlistarfólks jafnt sem atvinnumanna. Lögð er áhersla á breiða þátttöku, söng og hljóð- færaleik en einnig tengingu við heim leikhússins og dansins. Gestgjafi og umsjónarmaður Tóneyjar í Gerðubergi er Guðni Franzson tónlistarmaður. Tón- leikarnir eru um klukkustund- ar langir, án hlés og hefjast kl. 14. Aðgangur er ókeypis. Egill með Caput í Gerðubergi Beint ofan í Hönn- unarmars senda útskriftarnemar í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands frá sér ársrit, Mæna kallast það og heit- ið tvírætt. Er hinn opinberi útgáfutími í dag kl. 13 og er opn- unarhátíð í Lista- safni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Mænu fylgir blað með sýnishorni af verkum. Samtím- is verður opnaður vefur, www.mæna.is, formlega sama dag. Í tengslum við útgáfuna munu útskriftarnemar á þriðja ári í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands kynna ritið og vefinn frá kl.13.00-13.20 í Hafnarhúsinu í fyrirlestraröð Hönn- unarmars. Mark- miðið með útgáf- unni er að deila með samfélaginu þeirri þekkingu og umræðu sem fram fer á námsbrautinni og skapa opinn vett- vang fyrir upplýsta og gagnrýna sam- ræðu í greininni. Vefnum er ætlað að verða safn verka þar sem grafísk hönnun kemur við sögu, verka þar sem sjónrænum rökum er beitt til miðlunar með myndum og orðum. Útskrift- arnemar Listaháskólans 2010 eru hönnuðir beggja miðla, sem munu verða endurhannaðir árlega af útskriftarnemum hvers árs. - pbb Mæna mætt á svæðið HÖNNUN Kápa fyrsta heftis ársrits um grafíska hönnun. Hamskipti Norræna hússins verða 25. mars, á fimmtudaginn í næstu viku. Þann dag verður það kallað Suðræna húsið, enda er húsið allt lagt undir dagskrá sem tengd er Hátíð franskrar tungu. Um morguninn er boðið upp á sögustund frá Senegal fyrir 6 til 8 ára krakka milli 9 og 10. Hin kunna kvikmynd Rauða blaðran frá 1956, sem mörgum er kunn frá útgáfu samnefndrar bókar sem hér kom út 1964, verður sýnd kl. 10.30 og er hún einkum ætluð 8-11 ára börnum. Petrína Rós Karlsdóttir kynnir norður-afrískar bókmenntir með fyrirlestri kl. 12 og Irma Erlings- dóttir kynnir alsírska rithöfundinn Assia Djebar kl. 12.30. Síðar um daginn verða sýndar tvær heimildar- myndir, önnur um Yves Saint Laurent tískusnill- ing, en hin um meistarakokkinn Michel Bras. Fyrri sýningin er kl. 14 og sú síðari kl. 16. Suðrænn blær í mýrinni MENNING Assia Djebar er um þessar mundir talin einn helsti höfundur Frakka þótt hún fjalli nær einvörðungu um samfélag Norðurafríkumanna í sínum fjöbreyttu verkum. Í mars ár hvert er þess minnst víða um heim hversu vítt franska mál- svæðið er í raun og hvaða gildi standa undir fransk- ættaðri menningu um heim allan. Hér á landi hafa franska sendiráð- ið og Alliance Francaise um nokk- urra ára skeið staðið fyrir margs konar samkomuhaldi í tengsl- um við frönsku vikuna, rétt eins og tíðkast í sjötíu löndum, en 200 milljónir manna eiga frönsku að móðurmáli og 870 milljónir eru sameinaðar í samtökum frönsku- mælandi landa. Raunar hófst Hátíð franskrar tungu á fimmtudag með opnun sýningar á ljósmyndum Öldu Lóu Leifsdóttur frá Tógó á fimmtudag í samkomusal Alliance í Tryggva- götu. Þar verða samfara sýningu á ljósmyndum Öldu Lóu sýningar á þremur heimildarmyndum um stöðu kvenna í Afríku. Menning í fornum nýlendum Frakka er fyrir- ferðarmikil á hátíðinni: þannig er Haítí í brennidepli í aðalstöðvum Borgarbókasafnsins við Tryggva- götu í dag en þar verður klukkan 13.30 upplestur úr verkum haít- ískra höfunda. þar er einnig uppi málverkasýning á næfum verkum Laviette Léonsois og að auki eru þar kvikmyndasýningar tengdar Haítí. Landnám franskra gilda og máls er bundið kennslu tungu- málsins. Hér á landi hafa nemend- ur í frönsku í framhaldsskólum att kappi um kunnáttu sína í málinu, í ár með frumsömdum verkum. Þá mun á mánudag skreytt rúta fara milli þeirra grunnskóla í Reykja- vík sem halda úti frönskukennslu og er börnunum boðið um borð. Á þriðjudag kemur út safn afrískra ljóðskálda sem yrkja á frönsku en bindið heitir Trumbur og strengir og er annað safn ljóðaþýðinga Þórs Stefánssonar. Norræna húsið skiptir um ham og er fjallað um það sérstaklega hér að neðan. Samtökin sem standa að baki þessu árlega menningarátaki voru stofnuð 1970 og voru þar í forsvari leiðtogar frá fyrrum nýlendum frakka. Fimmtíu og sex ríki eru fullgildir þátttakendur í þessu menningarstarfi en fjórtán ríki eiga setufulltrúa í stjórn samtak- anna. Starfa samtökin í fjölmög- um undirdeildum og hafa ekki síst á stefnuskrá sinni að halda fram hinum fornu borgaralegu gildum franskrar menningar. Þess má svo geta að á föstudag voru þeir Pétur Gunnarsson rithöfundur og Torfi Tulinius prófessor heiðraðir af franska sendiherranum fyrir styrk sinn við franska menningu á sínum langa starfsferli hér á landi. pbb@frettabladid.is FRÖNSK MENNING HYLLT MENNING Franskir hermenn í Reykjavík 2009 að taka út úr hraðbanka. Fyrstu kynni Íslendinga af franskri menningu voru af sjó, þegar hingað komu bretónskir fiskimenn hvert vor til fiskjar. Ár hvert sækja boðberar franskrar menningar hingað en hátíðisdagur franskrar tungu er í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Dagana 22. til 25. mars Suðræna húsið Með hækkandi sól horfir Norræna húsið suður á bóginn og beinir sjónum að bókmenntum og tungumáli fjögurra Suður-Evrópuþjóða og leitar auk þess til Norður-Afríku. Fyrirlestrar, ljóðatónleikar, kvikmyndir, upplestur og kúskús. Síðasta sýningarhelgi CON – TEXT: Sýning á norrænum bókverkum 25 norrænir listamenn sýna bókverk í sýningarsal Norræna hússins. Leiðsögn verður um sýninguna sunnudaginn 21. mars kl. 15:00. Sýningin stendur til 24. mars. Alla daga frá 12-17 Sameiginlegt sameinast: Fatahönnunarsýning Tveir fatahönnunarnemar frá Kolding, School of Design í Danmörku, sýna endurhönnun á íslenska faldbúningnum annars vegar og á grænlenskum skinnjakka hinsvegar, auk annara verka. Félagsfundur Sjálfsbjörg félag fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu, heldur félagsfund þriðjudaginn 23. mars kl.19:00 í félagsheimilinu, Hátúni 12 Fundarefni: Kosning á þing Sjálfsbjargar lsf Þeir einir hafa kjörgengi og kosningarétt sem hafa greitt félagsgjaldið fyrir árið 2009 Félagsmenn eru hvattir til að mæta á fundinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.