Fréttablaðið - 20.03.2010, Síða 92

Fréttablaðið - 20.03.2010, Síða 92
64 20. mars 2010 LAUGARDAGUR utlit@frettabladid.is DAÐRAÐ VIÐ TÍSKUNA Anna Margrét Björnsson > BJARTAR VONIR Í kvöld verður tískusýning fatahönnunarnema í Lista- háskóla Íslands sem eru að ljúka öðru ári. Hönnun þeirra Alenku Pahor, Dainus Bendikas, Elísabetar Ölmu Svendsen, Elsu Maríu Blöndal, Evu Brár Barkardóttur, Gígju Ísisar, Guðmundar Jörundssonar, Guðrúnar Töru Sveinsdóttur, Gyðu Sigfinnsdóttur,Halldóru Lísu Bjargar- dóttur, Hjördísar Gestsdóttur, Jennýjar Höllu Lárusdótt- ur, Mai Shirato, Signýjar Þórhallsdóttur og Sigríðar Maríu Sigurjónsdóttur verður sýnd á Nasa klukkan 21. Línan frá Miucciu Prada fyrir næsta haust og vetur var í senn kven- leg og stelpuleg með áherslu á brjóst og mjaðmir. Eitthvað við klæðin minnti á sjöunda áratuginn. Það, ásamt minipilsum og túberuðu hári, svörtu og hvítu í bland við skæra liti eins og gult og grænt ásamt háls- taui í anda Kubrick-myndanna, vakti upp skemmtilega retró-stemn- ingu. Prada sjálf segist hafa búið til venjuleg föt í anda hönnun- ar sinnar á tíunda áratugnum. Fyrirsæturnar sem Prada valdi minntu óneitanlega á bombur eins og Brigitte Bardot og í fyrsta sinn í langan tíma sjást þrýstnar stúlkur með barm á tískupöll- unum. Með því besta í línunni voru pils með A-sniði, svartar bróderaðar kápur og stuttir kasmírkjólar í pastellitum. - amb FALLEG VETRARLÍNA FRÁ PRADA: Sixtís áhrif ríkjandi KVENLEGT Lillablár bróderaður kjóll með áherslu á brjóst og mjaðmir. BRÓDERAÐ Gullfalleg svört stutt kápa. STUTT Stutt pils voru í fyrirrúmi á sýn- ingunni ásamt sixtís-hnútum og skærum farða. SYKURSÆTT Pastellitir við svartar þykkar sokkabuxur minntu mikið á sjöunda áratuginn. Fyrir nokkrum árum ritstýrði ég blaði um tíma sem nefndist Sirkus og á forsíðu eins tölublaðsins stóð orðið Fíaskó stórum stöfum. Þar mund- aði tískuflugan Diane Pernet símann sinn eins og skammbyssu og lýsti því yfir að íslenska tískuvikan væri dauð. Hvílíkur skandall sagði hún og fleiri tóku undir. Enn eina ferðina var einhver ónefnd manneskja búin að skipuleggja einhvers konar tískuviku á Íslandi þar sem hönn- uðir frá Austur-Evrópu sýndu á tískupöllum gerðum úr fiskikörum eða vatnflöskum eða einhverju álíka smart. Einhvern veginn hélt ég að eitthvað myndi gerast eftir þetta blessaða fíaskó þar sem útlenskir blaðamenn voru orðlausir eftir hall- ærislegustu tískuviku allra tíma. En nei, þetta endurtók sig í fyrra og bloggsíður erlendis loguðu af lýsing- um af hrakförum fátækra tískuhönn- uða og skelfilegra uppákoma. Nú var íslenska tískuheiminum loksins nóg boðið og ákveðið var að setja á lagg- irnar raunverulega tískuviku sem sýndi af fullri alvöru hvað Ísland hefur fram að færa í fatahönnun. Um helgina á sér stað hátíðin Reykjavík Fashion Festival en undir- búningur hennar hefur staðið yfir undanfarna mánuði. Umgjörð hennar er öll hin glæsilegasta, og fylgist að með hönnunarmarsi. Þar að auki hefur flott tónlistarprógramm verið sett saman um helgina og má með sanni ætla að það allrabesta verði sýnilegt fyrir Íslendinga sem útlendinga sem hátíðina sækja. Fatahönnun hefur blómstrað hér á landi undanfarin ár og það þarf ekki annað en ganga niður Laugaveginn til að sjá gífurlegt úrval af flottum rammíslenskum flíkum. Ég vona sannarlega að Reykjavík Fashion Festival eigi eftir að verða árviss viðburður, vaxa og dafna með hverju árinu og verða landinu til sóma. Loksins alvöru tískuvika … ilmvatnið Miss Dior Chérie frá Dior ilmar eins og Parísarborg í flösku. …geggjað nagla- lakk í skærbleikum fúksíulit mun laða að þér athygli um helgina. OKKUR LANGAR Í … …nýtt Lipglass gloss frá Mac í fölum tóni sem minnir á sixtís skvísur eins og Brigitte Bardot.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.