Fréttablaðið - 20.03.2010, Blaðsíða 94

Fréttablaðið - 20.03.2010, Blaðsíða 94
66 20. mars 2010 LAUGARDAGUR folk@frettabladid.is „Þetta hefur aldrei verið haldið áður,“ segir Reynar Davíð Ottósson hjá Brim. Verslunin heldur í dag, í samstarfi við Element sem er eitt stærsta hjóla- brettamerki í heimi, hjólabrettakeppn- ina Make It Count, eða Láttu það skipta máli. Þessi alþjóðlega keppni verður haldin úti um allan heim á þessu ári og er Ísland engin undantekning. „Þetta er þeirra innlegg í að gefa til baka í senuna. Þeir opna möguleika fyrir nýja hjólabrettastráka til að geta fengið styrk frá þeim. Sá sem vinnur hér fer út og keppir og þar verður fylgst vel með honum,“ segir Reynar Davíð. Aðalverðlaunin verða ferð á úrslita- keppni Evrópu sem verður haldin í Belgíu 29. maí. Hér heima verður keppt í tveimur flokkum, 13 ára og yngri og 14 ára og eldri, og fer mótið fram í Reykjavík Skatepark sem er í húsi við hliðina á Loftkastalanum. Fimmtíu fyrstu sem skrá sig fá Elem- ent-stuttermabol auk þess sem allir fá Element-límmiða. Plötusnúður á mót- inu verður Addi Intro og rapparinn Diddi Fel sér um að kynna herlegheitin. Reynar býst við helling af áhorfendum og þegar hafa á annað hundrað manns boðað komu sína. Skráning á mótið hefst klukkan 15 í dag og hefst mótið klukkutíma síðar. - fb Alþjóðleg hjólabrettakeppni í Reykjavík HJÓLABRETTAKAPPI Hjólabrettakappi leikur list- ir sínar í Reykjavík Skatepark. Stórt mót verður haldið þar í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Opnunarhátíð Hönnunarmars 2010 var haldin í Hafnar- húsinu á fimmtudag og var fjöldi góðra gesta viðstaddur. Þetta er í annað sinn sem hátíðin er haldin. Fjöldi áhuga- verðra viðburða er í boði á hátíðinni og ættu allir þeir sem hafa áhuga á hönnun og arkitektúr að finna þar eitthvað við sitt hæfi. Hátíðinni lýkur á morgun. Hönnunarmars í Hafnarhúsinu NAFNAR Nafnarnir Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra og ljósmyndarinn Páll Stefánsson. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BROSMILDAR Hafdís Brandsdóttir, Inga Elín og Ragnheiður Ingunn voru brosmildar í Hafnarhúsinu. TVÆR GÓÐAR Rithöfundurinn Steinunn Jóhannesdóttir og listfræðingurinn G. Erla voru mættar. ÞRJÚ Í HAFNARHÚSINU Gréta Hlöðvers- dóttir, Haukur Már Hauksson og Snæfríð Þorsteinsdóttir voru á meðal gesta. HJÁLMAR OG GUÐRÚN Hjálmar H. Ragnarsson og Guðrún Margrét mættu á opnunarhátíðina. Ný heimildarmynd um popparann Michael Jackson verður frumsýnd í næsta mánuði. Rithöfundurinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Ian Halperin ákvað að breyta bók sinni, Unmasked: The Final Years of Michael Jackson, í 88 mínútna heimildarmynd og nefnist hún Gone Too Soon. Í myndinni verðar sýndar myndir sem voru teknar skömmu áður en hann dó. Einnig verða í henni viðtöl við vini og samstarfsmenn Jacksons. Fjölskylda popparans tók ekki þátt í gerð myndarinnar, sem verður frumsýnd í Cannes í næsta mánuði. Stutt er síðan heim- ildarmynd um undirbúning Jack- sons fyrir tónleikaferð sína í London var sýnd við góðar við- tökur um heim allan. Skömmu áður en tónleikaferðin hófst lést popp- arinn úr hjartaáfalli vegna banvænnar lyfjablöndu. Ný mynd um Jacko Lagið Bye Bye Troubles eftir Lay Low, sem er lokalag kvikmyndar- innar Kóngavegur í leikstjórn Valdísar Óskarsdóttur, er komið í spilun á útvarpsstöðvum. Lay Low samdi tónlistina í myndinni og henni til aðstoðar voru Pétur Hallgrímsson, Björn Sigmundur Ólafsson, Agnes Erna Estherar- dóttir og Unnur Birna Björnsdótt- ir. Kóngavegur verður frumsýnd föstudaginn 26. mars. Hún gerist í hjólhýsahverfi og segir frá atburðum sem eiga sér stað þegar Júní- or snýr heim eftir þriggja ára fjar- veru. Á meðal leikara eru Björn Hlynur Haraldsson, Daniel Brühl og Gísli Örn Garðarsson. Nýtt lag úr Kóngavegi MICHAEL JACKSON Ný heimildarmynd um popparann Michael Jackson er væntanleg. > LAGÐI Í STÆÐI FATLAÐRA Hin smávaxna Nicole Richie lagði í stæði fyrir fatlaða þegar hún var á rúntinum í Beverly Hills á dögunum. Vegfarendur fylgdust hneykslaðir með þegar hún stökk lipurlega út úr bílnum, aug- ljóslega ófötluð. Nicole var heppin að Ómar Ragnarsson var ekki nærri, þar sem hann hefði vafalaust tekið hana á teppið. Smáratorgi 1, Kópavogi + Sími: 580-0000 + sala@a4.is + www.a4.is Gleráreyrum 2, Akureyri + Sími: 580-0060 + akureyri@a4.is + www.a4.is Fram að páskum stendur A4 fyrir páskaföndurkeppni. Þátttakendur föndra fallegt páskaföndur sem þeir skila í verslun A4 á Smártorgi eða Akureyri. Vegleg verðlaun eru í boði auk þess sem þáttakendur fá páskaegg númer 3 frá Nóa Síríus fyrir að taka þátt. Skila þarf föndrinu inn fyrir 26. mars nk. Sjá nánar á www.a4.is Hjá A4 er hægt að KEPPA í páskaföndri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.