Fréttablaðið - 20.03.2010, Síða 102
74 20. mars 2010 LAUGARDAGUR
„Það er gott fyrir hann að fá
frí. Hann er að koma sér fyrir
hjá nýjum klúbbi og er að reyna
að vinna sig inn. Hann fær plús
í kladdann frá klúbbnum líka,“
sagði líklega skilningsríkasti
landsliðsþjálfari heims, Ólafur
Jóhannesson, landsliðsþjálfari
Íslands, aðspurður um af hverju
Eiður Smári Guðjohnsen væri
ekki í landsliðshópnum sem mætti
Kýpur á dögunum.
Það er líklega leitun að öðrum
landsliðsþjálfara í heiminum sem
er til í að segja já og amen við
öllum bónum stjörnunnar sinnar.
Maður sér ekki stjörnur annarra
landsliða fá slíka kóngameðferð
sem Eiður Smári fær frá Ólafi.
Þetta var í þriðja skiptið sem
Ólafur gefur Eiði frí frá vináttu-
landsleikjum og alltaf af sömu
ástæðu – svo Eiður fái plús í kladd-
ann hjá félaginu sínu og fái þar af
leiðandi að spila meira. Eins og
Eiður sé eini leikmaður lands-
liðsins sem hefur lent í því
að þurfa að sitja á bekknum
hjá félagsliði sínu.
Í fyrstu tvö skiptin var
Eiður að spila með Bar-
celona. Fríin góðu skil-
uðu honum engu þá. Hann
spilaði í 18 og síðan 32 mín-
útur í leikjunum sem komu beint
eftir fríið.
Nú síðast spilaði hann ekki
eina mínútu með Tottenham í
leiknum eftir Kýpurleikinn. Plús-
inn í kladdann alls ekki að skila
sér. Í leiknum þar á eftir spilaði
hann rétt í lok leiksins.
Ég gekk á landsliðsþjálfar-
ann fyrir Kýpurleikinn og spurði
af hverju Eiður fengi þessi sér-
meðferð. Sérstaklega í ljósi þess
að fríin hefðu ekki skilað honum
neinu hingað til. Ólafur brást hinn
versti við spurningunni.
„Ég nenni ekkert að diskútera
það. Það kemur málinu ekkert
við. Ákvörðun var tekin. Hann
fékk frí, búið. Ég tel mig ekkert
þurfa að útskýra það betur,“ sagði
Ólafur pirraður en hann hefur því
miður ekki eins mikinn skilning
á gagnrýnum spurningum blaða-
manna og á séróskum stjörnunnar
sinnar.
Það hvernig Eiður nýtti þennan
frípassa að þessu sinni sýnir svo
ekki verður um villst að hann er
með þjálfarann algjörlega í vas-
anum og er í raun að gera grín að
honum.
Á landsleikjadaginn sjálfan
var Eiður nefnilega kominn
til Íslands í frí. Sást meðal
annars til hans um kvöldið
á hótelbar með vínglas um
hönd. Á sama tíma voru liðs-
félagar hans í landsliðinu að
svitna á Kýpur.
Eiður tók síðan morg-
unflug heim til London
og mætti á æfingu um
hádegisleytið hjá Tot-
tenham, að því er
talsmaður hans
segir.
Maður sem
er að berjast
fyrir lífi sínu
hjá félagi og
vill ganga
í augun á
stjóran-
um sínum
undirbýr
sig ekk i
fyrir æfingar
með því að fara til Íslands, lyfta
sér upp, fljúga til London morgun-
inn eftir og mæta beint á æfingu.
Það getur aldrei talist heilbrigður
undirbúningur fyrir æfingu.
Ef Eiður á annað borð nennti að
standa í þessum ferðalögum þá
ætti hann að hafa nennt til Kýpur.
Kannski nennir hann ekki að spila
fyrir landsliðið lengur – nema
þegar það hentar honum. Ef Eiður
nennir ekki að spila fyrir landslið-
ið þá á hann bara að koma hreint
fram og segja það. Ekki vera
með einhvern skrípaleik.
Þegar það hentar
honum að spila fyrir
landsliðið næst má
hann í það minnsta
vera öruggur um
að landsliðsþjálfar-
inn bíður með opinn
faðminn.
Landsliðsþjálfar-
inn sem heldur því
stöðugt fram
hvað æfinga-
leikir skipta
miklu máli.
Samt virðist
vera í lagi að
spila þá leiki
án stjörnu
liðsins sem
leikur liðs-
ins á að snú-
ast um. Það er
afar lítið vit í
því.
Eiður Smári er með lands-
liðsþjálfarann í vasanum
FÓTBOLTI Stórleikur helgarinnar í
ensku úrvalsdeildinni er án nokk-
urs vafa slagur erkifjendanna
Manchester United og Liverpool
klukkan 13.30 á sunnudaginn.
United er með fimmtán stigum
meira og liðin eru ekki að keppa
um titilinn eins og í fyrra en það
breytir ekki því að leikir liðanna
eru einn af hápunktum tíma-
bilsins í ensku úrvalsdeildinni.
Manchester United er í magnaðri
baráttu við Chelsea og Arsenal
um enska meistaratitilinn á sama
tíma og Liverpool keppir við Tot-
tenham, Manchester City og Aston
Villa um fjórða sætið sem er það
síðasta sem gefur sæti í Meistara-
deildinni.
Manchester United er á mik-
illi siglingu þessar vikurnar með
Wayne Rooney í fararbroddi en
United er búið að vinna síðustu
fimm leiki sína í öllum keppnum,
með markatöluna 13-1. Wayne
Rooney hefur verið gjörsamlega
óstöðvandi síðasta mánuðinn en
hann hefur skorað alls níu mörk
og gert fjórar tvennur í síðustu
sex leikjum sínum. Það er líka
kannski kominn tími á mark hjá
honum á móti Liverpool en Roon-
ey hefur aðeins skorað 1 mark
í 14 leikjum með United á móti
Liverpool.
Gott fyrir sjálfstraustið að vera á
toppnum
„Við lítum á leikinn á sunnudag-
inn sem hluta af leið okkar að
öðrum meistaratitli. Liðið hefur
bætt spilamennskuna á síðustu
vikum og það er mjög gott fyrir
sjálfstraust liðsins að vera í topp-
sætinu á þessum tímapunkti,“
sagði Alex Ferguson, stjóri Unit-
ed. „Það bjuggust allir við að
Liverpool stæði sig betur en liðið
er að keppa um fjórða sætið við
nokkur lið og það er ekki síðri
barátta en sú um meistaratitil-
inn,“ sagði Ferguson.
Ef það er eitthvert lið sem Unit-
ed hefur átt í vandræðum með það
þá eru það erkifjendurnir í Liver-
pool sem hafa unnið þrjá síðustu
leiki liðanna.
Það er nákvæmlega ár síðan
Liverpool vann óvæntan 4-1 stór-
sigur á Manchester United á Old
Trafford þegar liðin voru í hörku-
baráttu um enska meistaratitilinn.
Þetta var aðeins fjórði sigur liðs-
ins á Old Trafford í 17 leikjum frá
árinu 1992.
Cristiano Ronaldo kom United
yfir með marki úr víti en mörk frá
Fernando Torres, Steven Gerrard,
Fabio Aurelio og Andrea Dossena
tryggðu Liverpool eftirminnileg-
an sigur. Það fór þó samt svo að
Manchester United vann sinn 18.
meistaratitil um vorið og jafnaði
þar með met Liverpool.
Liverpool vann einnig fyrri leik-
inn á móti United á síðasta tíma-
bili og fylgdi stórsigrinum fyrir
ári síðan eftir með því að vinna
2-0 sigur á United í fyrri leik lið-
anna á Anfield. Fernando Torres
og David Ngog skoruðu mörkin í
þriðja sigri Liverpool í röð á móti
Manchester United.
Liverpool vaknað til lífsins
Eftir dapra viku á undan þar sem
liðið skoraði ekki mark og tapaði
fyrir Wigan og Lille hefur Liver-
pool unnið tvo síðustu leiki sína
(á móti Portsmouth og Lille) með
markatölunni 7-1. Þar hefur munað
miklu um það að Spánverjinn
Fernando Torres er búinn að finna
formið eftir meiðsli en hann var
með 3 mörk og 2 stoðsendingar í
þessum tveimur sigrum.
Javier Mascherano fagnar því
að Liverpool getur teflt þeim
Steven Gerrard og Fernando
Torres fram að nýju. „Það vita
allir að þeir ná vel saman og
nú getum við hlakkað til þessa
mikilvæga leiks á sunnudaginn.
Við ætlum að reyna að vinna
fyrir okkur, stuðningsmennina
og félagið,“ sagði Mascherano og
bætti við:
„Við vitum að okkar bíður mjög
erfiður leikur því þeir eru að spila
mjög vel þessa dagana. Þetta er
samt öðruvísi leikir en allir því
þetta er derby-slagur,“ sagði Javier
Mascherano. ooj@frettabladid.is
Stund hefndarinnar á Old Trafford
Manchester United fær Liverpool í heimsókn á sunnudaginn ári eftir að Liverpool vann þar 4-1 sigur en
heimamenn í United hafa tapað þremur leikjum í röð á móti erkifjendum sínum í Liverpool.
STÓR SKELLUR Liverpool vann 4-1 sigur á Manchester United á Old Trafford í fyrra. Hér fagnar Fabio Aurelio þriðja markinu með
Steven Gerrard. MYND/GETTY IMAGES
FÓTBOLTI Enski landsliðsframherj-
inn Jermain Defoe spilar ekki
með Tottenham Hotspur næstu
vikurnar vegna meiðsla.
Þetta er mikið áfall fyrir Spurs
enda hefur Defoe verið einn af
bestu mönnum liðsins sem er í
harðri baráttu um fjórða sæti
deildarinnar.
Harry Redknapp, stjóri Spurs,
hefur þó ekki of miklar áhyggj-
ur af málunum enda eigi hann
marga aðra góða leikmenn.
„Við höfum vissulega verið
óheppnir með meiðsli en við
eigum Peter Crouch, Roman
Pavlyuchenko og Eið Smára
til taks í sókninni. Við erum í
góðum málum þar en það eru
meiri meiðslavandræði í öðrum
stöðum,“ sagði Redknapp. - hbg
Hagur Eiðs Smára vænkast:
Defoe frá
næstu vikurnar
FÓTBOLTI Sir Alex Ferguson, stjóri
Man. Utd, er allt annað en sáttur
við aganefnd enska knattspyrnu-
sambandsins sem hann segir vera
óstarfhæfa.
Ferguson reiddist mjög þegar
agefndin dæmdi Rio Ferdinand,
leikmann Man. Utd, í fjögurra
leikja bann fyrir ruddaskap gegn
Craig Fagan, leikmanni Hull.
Steven Gerrard hefur að sama
skapi sloppið í tvígang vegna
hegðunar sem verður seint talin
til eftirbreytni.
Fyrst sendi Gerrard dómara
dónalegt merki með puttunum og
síðan lamdi hann Michael Brown
með olnboganum í höfuðið.
„Það er ekkert samræmi hjá
aganefndinni. Að þeir skyldu
ekki taka á máli Gerrards kom
mér ekki á óvart. Þetta er óstarf-
hæfur hópur og ég veit ekki hvað
hann er eiginlega að gera,“ sagði
Ferguson. - hbg
Ferguson ekki sáttur:
Aganefndin er í
tómu rugli
ÓSÁTTUR Sir Alex klappar ekki fyrir
enska knattspyrnusambandinu þessa
dagana. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
LEIKIR HELGARINNAR
Laugardagur:
Arsenal - West Ham
Aston Villa - Wolves
Everton - Bolton
Portsmouth - Hull City
Stoke - Tottenham
Sunderland - Birmingham
Wigan - Burnley
Sunnudagur:
Blackburn - Chelsea
Fulham - Man. City
Man. Utd - Liverpool
UTAN VALLAR
Henry Birgir Gunnarsson
segir sína skoðun