Fréttablaðið - 22.05.2010, Side 2

Fréttablaðið - 22.05.2010, Side 2
2 22. maí 2010 LAUGARDAGUR Óttastu að námið verði mar- tröð? „Nei, þetta er draumur að rætast.“ Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm hefur fengið inngöngu í hinn virta breska leiklistarskóla Guildford School of Acting. Hún segir þetta draumaskólann sinn. SPURNING DAGSINS NÁTTÚRA Ný tegund af hunangsflugu virðist hafa fest rætur hér á landi. Flugan heitir rauðhumla og er ólík þeim hunangsflugum sem fyrir voru á landinu, því hún er rauð en ekki með gulum og svörtum röndum. Flugan er háð nábýli við manninn, og finnur búum sínum oftast stað í húsum og húsveggjum. Henni hefur vegnað vel á meginlandi Evrópu með útþenslu byggðar og garðræktar, að því er Náttúrufræðistofn- un segir. Því sé öfugt farið með margar aðrar teg- undir humlu. Rauðhumlu hafi farið fjölgandi og finn- ist á nýjum stöðum, þar á meðal Íslandi nú. Gera má ráð fyrir því að hún eigi framtíð fyrir sér hér á landi þar sem hún finnst meðal annars í nyrstu sveitum Noregs. Rauðhumlan fannst fyrst á Íslandi í ágúst 2008 í Keflavík, en fyrsta búið fannst í fyrra í Mosfellsdal. Rauðhumludrottning fannst svo í Hveragerði fyrr í þessum mánuði og þykir það renna stoðum undir þá kenningu að flugan hafi numið hér land. Hingað til hefur flugan aðeins fundist á suðvesturhorni lands- ins. Ef fólk verður vart við rauðhumlu er það beðið um að tilkynna það til Náttúrufræðistofnunar. - þeb Rauðhumla hefur sést hér á landi síðustu árin: Ný hunangsfluga nemur land RAUÐHUMLA Rauðhumlan þrífst vel í návígi við menn og byggð. Erling Ólafsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrufræði- stofnun, tók þessa mynd af rauðhumlu sem fannst hér á landi. MYND/ERLING ÓLAFSSON www.hr.is/mba ALÞJÓÐLEGT MBA-NÁM MEÐ VINNU Ein besta ákvörðun sem ég hef tekið. Arndís Thorarensen, framkvæmdastjóri og MBA-nemi FJÁRFESTU Í SJÁLFUM ÞÉR LÖGREGLUMÁL „Nei, ég var ekk- ert hræddur. Þessir strákar eru í mesta lagi fimmtíu kíló með skólatösku,“ segir Andri Þór Sig- urjónsson, þrítugur tölvumaður, sem í gær handsamaði bílþjóf eftir eftirför frá Smáralind upp í Grafarholt. Þjófurinn var ásamt pilti og stúlku á jepplingi sem stolið var á föstudaginn fyrir hálfum mán- uði af bílastæði Brimborgar á Ártúnshöfða. Þar var bíllinn til sölu en eigendur hans eru for- eldrar vinar Andra, Helga Freys Sveinssonar. „Það sést af upptökum úr eft- irlitsmyndavél að ungur piltur skýst inn í Brimborg klukkan átta um morguninn og kemur út með lykil að bílnum sem hann brunar síðan í burtu á,“ segir Helgi. Að sögn Helga lét lögreglan foreldra hans vita að stolið hefði verið bensíni á bílinn bæði hjá Olís og N1 og að þjófurinn hefði verið myndaður við þá iðju. Síðan hafi þjófurinn tvisvar sett stolin bílnúmer á jepplinginn. „Á þriðjudaginn mætti mamma bílnum þegar hún var að koma ofan úr Grafarholti. Við hringdum strax á lögregluna en þar sögðust menn því miður ekki geta sinnt málinu,“ segir Helgi. Laust eftir hádegi í gær var Andri Þór á ferð í nágrenni við Smáralind þegar hann kom auga á jeppling eins og þann sem stolið var frá foreldrum vinar hans. Hann taldi víst að þar væri stolni bíllinn því ökumaðurinn passaði við lýsingu sem hann hafði heyrt. „Ég elti hann bara. Fyrst að Kringlunni og endaði síðan uppi í Grafarholti. Ég held að hann hafi verið búinn að taka eftir því að ég var að elta því hann keyrði eins og fáviti,“ lýsir Andri eftirför- inni sem endaði við fjölbýlishús við Prestastíg. Andri segist hafa lagt bíl sínum fyrir aftan bílinn sem þjófurinn ók þannig að ekki var unnt að aka honum burt. Pilturinn og stúlkan hafi stigið þar út úr bílnum en hann hafi ekki hleypt ökumann- inum burt. „Ég hoppaði út og drap á bíln- um hjá stráknum og ýtti honum aftur inn og lokaði hurðinni. Hann sagðist vera með bílinn í láni hjá „Jónasi“ en ég sagði að hann gæti reynt að ljúga því að löggunni og að hann ætti bara að bíða inni í bíl þar til hún kæmi.“ Helgi segir að laugardaginn eftir að bíl foreldra hans var stolið hafi átt að ganga frá sölu á honum. Þótt sú sala hafi farið út um þúfur sé bíllinn enn til sölu. „Það sér ekkert á honum þótt það sé ljóst að þjófur- inn hafi keyrt hann mjög mikið og jafnvel sofið í honum að því er virð- ist,“ segir Helgi Freyr Sveinsson. gar@frettabladid.is Borgari elti bílþjóf og hélt honum föngnum Andri Þór Sigurjónsson handsamaði í gær pilt sem stolið hafði jepplingi í eigu foreldra vinar hans og ekið um á honum í tvær vikur á illa fengnu bensíni. Sést hafði áður til bílsins á götum úti en lögreglan kvaðst þá ekki eiga heimangengt. BÍLÞJÓFUR Í HÖNDUM LÖGREGLUNNAR Eftir tveggja vikna bíltúr á stolnum bíl var þjófurinn króaður af og lögreglan kom á vettvang og hafði piltinn á brott með sér á öruggan stað að vera á. BANDARÍKIN, AP Þykk olíuleðja lagðist yfir æ stærra svæði af votlendinu við ósa Missippifljóts. Í heilan mánuð hafa íbúar á svæðinu óttast að þetta gerðist. Vaxandi reiði er vegna þess að ekki hefur enn tekist að stöðva olíulekann frá borpallinum Deep- water Horizon, sem sökk eftir að sprenging varð í honum. Ásakanir ganga á víxl. Emb- ættismenn í Louisiana kenna alríkisstjórninni í Washington um, Obama forseti beinir spjót- um að eftirlitsstofunum en rep- úblikanar segja að strandgæslan og ríkisstjórnin hefðu getað gert meira. - gb Olían leggst yfir votlendið: Reiðin vex með degi hverjum VAÐIÐ Í OLÍU Viðkvæmt lífríkið er í mikilli hættu. NORDICPHOTOS/AFP „Ég held að hann hafi verið búinn að taka eftir því að ég var að elta því hann keyrði eins og fáviti. ANDRI ÞÓR SIGURJÓNSSON AFGANISTAN, AP Bandaríkjaher hefur sett sér það markmið að ná Zhari í Kandaharhéraði á sitt vald í sumar. Talibanahreyfingin varð til fyrir meira en áratug í Zhari, þar sem leiðtogi hennar, Muhammad Omar, er fæddur og uppalinn. Með því að ná Zhari á sitt vald vonast Bandaríkjamenn til þess að tryggja öryggi borgarinnar Kandahar, þar sem höfuðstöðvar talibana voru lengst af. Búist er við hörðum bardögum þar næstu vikur og mánuði, því talibanar ráða enn lögum og lofum í Zhari-héraði. - gb Bandaríkjaher í Kandahar: Ráðist að rót- um talibana KJARAMÁL Ríkissáttasemjari hélt fund í deilu kennara og sveitarfé- laganna í gær. Deiluaðilar ná ekki saman um hvaða hækkanir kennurum ber samkvæmt stöð- ugleikasáttmál- anum frá júní í fyrra. Þar var gert ráð fyrir að engar hækkanir yrðu greiddar á launataxta yfir 210.000 krón- um. Síðan hefur ríkið samið við sína starfsmenn um hækkanir til þeirra sem eru undir 310.000 krónum. „Menn ræddu saman,“ sagði Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, um sáttafund- inn í gær. Hann segist ekki eiga von á nýjum fundi fyrir en eftir sveitarstjórnarkosningar. - pg Kennarar og sveitarfélög: Fundur hjá sáttasemjara ÓLAFUR LOFTSSON SAMKEPPNISMÁL Samkeppniseftir- litið telur að Síminn hafi misnotað upplýsingar sem fyrirtækið komst yfir með samtengingu fjarskipta- neta Nova og Símans. Samkeppniseftirlitið gerði hús- leit hjá Símanum eftir kvörtun frá Nova sem kvartaði undan því að Síminn væri að beina sérstökum tilboðum til þeirra viðskiptavina Nova sem teldust til stórnotenda. „Telur Nova að um sé að ræða misnotkun á trúnaðargögnum um símnotkun sem verða til við sam- tengingu fjarskiptaneta Símans og Nova. Síminn hefur mótmælt því að hafa brotið gegn samkeppnis- lögum,“ segir í tilkynningu vegna bráðabirgðarúrskurðar sam- keppniseftirlitsins sem kveður sennilegt að Síminn hafi misnot- að markaðsráðandi stöðu sína og beitt umfangsmiklum ólögmætum aðgerðum til að ná mikilvægum viðskiptavinum frá Nova með sér- tækum verðlækkunum og óeðli- legri notkun á trúnaðarupplýsing- um. Síminn hafi útbúið lista með margvíslegum upplýsingum um mörg þúsund viðskiptavini Nova. Samkeppniseftirlitið segir Sím- ann hafa lýst því yfir að aðgerðir gegn Nova séu hættar og að fyr- irtækið muni ekki nota umrædd- ar upplýsingar um viðskiptavini keppinauta sinna „ef eftirlitið telji að um lögbrot geti verið að ræða“. Samkeppniseftirlitið biður hins vegar viðskiptavini keppi- nauta Símans „að tilkynna eftir- litinu hið fyrsta ef þeir fá tilboð frá Símanum sem virðast byggja á upplýsingum um farsímanotk- un þeirra“. - gar Samkeppniseftirlitið segir Símann sennilega hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína: Síminn hagnýtti trúnaðargögn um Nova SÆVAR FREYR ÞRÁINSSON Forstjóri Símans þegar húsleit var gerð hjá fyr- irtækinu sem telur sig ekki hafa brotið samkeppnislög. Samkeppniseftirlitið segir gögn benda til hins gagnstæða. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA STJÓRNMÁL Fulltrúar Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur- borgar, nema Oddný Sturludótt- ir úr Samfylkingu, samþykktu í gær mótmæli við að aðildar- viðræður á milli Íslands og Evr- ópusambandsins hefjist 17. júní. „Hér er um viðkvæmt deilu- mál að ræða og minna má á að meirihluti þjóðarinnar hefur lýst sig andvígan aðild að sam- bandinu,“ segir í bókuninni sem Stefán Jóhann Stefánsson úr Samfylkingunni lagði fram. Rót bókunarinnar er sú að reiknað er með að leiðtogaráð Evrópu- sambandsins ákveði á næsta fundi sínum, sem verður einmitt 17. júní, að taka upp aðildarvið- ræður við Íslendinga. - gar Íþrótta- og tómstundaráð: Sautjándi júní ekki fyrir ESB

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.