Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.05.2010, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 22.05.2010, Qupperneq 4
4 22. maí 2010 LAUGARDAGUR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is GENGIÐ 21.05.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 215,1406 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 128,03 128,65 184,36 185,26 160,06 160,96 21,503 21,629 19,675 19,791 16,270 16,366 1,4224 1,4308 189,30 190,42 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR MENNTAMÁL „Ef til verkaskiptingar kemur þá held ég að fjárhagslegar og faglegar forsendur mæli frek- ar með því að við tækjum að okkur þessi kjarnafög sem við erum með, viðskipti, tækni og lög,“ segir Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík. „Við erum tilbúin til að ræða hugmyndir, svo lengi sem þær eru á faglegum forsendum.“ Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær hefur Félag prófessora við ríkisháskóla lagt fram sparnaðar- tillögu við Kristínu Ingólfsdóttur, rektor Háskóla Íslands, um að skól- inn geri stjórnvöldum tilboð um að taka við öllum nemendum Háskól- ans í Reykjavík. Félagið telur að með því sé unnt að spara 1,5 til tvo milljarða á háskólastiginu. Ari segir það skiljanlegt að á erfiðum tímum standi hagsmuna- samtök vörð um sitt fólk. Lykilat- riðið sé hins vegar að háskólafólk standi saman frekar en að beina spjótum sínum hvað að öðru. Fram undan sé uppbygging atvinnulífs- ins og vitað sé að háskólamenntað fólk og nýsköpun séu lykilþættir í slíkri uppbyggingu. Ari telur að tilkoma HR hafi valdið straumhvörfum í íslensku háskólasamfélagi. Það sjáist í öfl- ugri rannsóknum og fjölda útskrif- aðra. „Við útskrifum í dag tvo þriðju af tæknimenntuðu háskóla- fólki og helming viðskiptamennt- aðra. Það er því ekki svo að við séum smávægileg viðbót við það sem HÍ er að gera heldur er HR stærsti tækni- og viðskiptaháskóli landsins.“ Því hefur verið fleygt að sjö háskólar fyrir rúmlega 300 þús- und manna þjóð sé full vel í lagt. Hættan sé sú, gangi niðurskurð- arhugmyndir til háskólanna eftir, að Íslendingar standi uppi með sjö veika háskóla. Katrín Jakobsdóttir mennta- málaráðherra segir að ekki verði horft á málið eingöngu út frá stofnunum, þó að horfa megi til þess að einfalda það kerfi. „En ég vil horfa á þetta frá fræðasviðun- um og hvernig við stöndum best vörð um kennslu og rannsóknir með takmörkuðu fjármagni. Við þurfum að tala við hvern og einn skóla sem þurfa eflaust að draga úr á einhverjum sviðum.“ Katrín segir að það sé réttmæt gagnrýni að það sé óskynsam- legt að kenna einstakar greinar fræða á mörgum stöðum. Hún vill hins vegar ekki kveða úr um hvort háskólum verði fækk- að. „En það kann vel að vera að við eigum eftir að sjá einföldun í kerfinu. En það er ekki hægt að henda einhverjum einum út og öðrum ekki.“ svavar@frettabladid.is Viðskipti, tækni og lög eiga heima í HR Rektor Háskólans í Reykjavík segir hugmyndir um að HÍ taki við nemendum skólans skiljanlegar. Hagsmunasamtök, eins og Félag prófessora, vilji verja sitt fólk. „Ekki hægt að henda einum skóla út en öðrum ekki,“ segir ráðherra. MENNTAMÁL Háskólinn á Bifröst mótmælir harðlega hugmynd- um prófessora við ríkisháskóla um að Háskóli Íslands taki yfir kennslu Háskólans á Bifröst. Í yfirlýsingu frá skólan- um segir „að halda því fram að best sé að kenna mörg hundruð manns í einu í Háskólabíói eins og gert er í Háskóla Íslands er fráleitt og sýnir að prófessorar við rík- isháskóla gera lítið úr gæðum háskólanáms.“ Þar segir jafnframt að nem- endum frá Bifröst vegni vel í atvinnulífinu og þeir eigi auðvelt með að fá vinnu vegna þeirrar sérstöku kennslufræði sem er við skólann. Rekstur Háskólans á Bifröst sé hagkvæmur og skól- inn eigi gott samstarf við aðra háskóla. - shá Tillaga prófessora í HÍ: Bifröst hafnar hugmyndinni ÁGÚST EINARSSON KATRÍN JAKOBSDÓTTIR ARI KRISTINN JÓNSSON HÁSKÓLI ÍSLANDS Prófessorar í Háskóla Íslands hafa stungið upp á því að skólinn taki yfir alla háskólakennslu í landinu. Rektor Háskólans í Reykjavík er ekki hlynntur slíkum hugmyndum. SPÁNN Bresk kona er í haldi lög- reglunnar á Spáni grunuð um að hafa myrt börnin sín tvö fyrr í vik- unni. Börnin fundust látin á hótel- herbergi á Costa Brava í norðaust- urhluta landsins á þriðjudag. Málið hefur vakið mikla athygli bæði á Spáni og í Bretlandi vegna þess að faðir barnanna situr í varð- haldi í Bretlandi grunaður um nauðganir og önnur kynferðisbrot. Hann var handtekinn fyrir nokkr- um vikum og framseldur frá Spáni fyrr í vikunni. Hjónin Martin og Lianne Smith höfðu verið týnd frá því í desember 2007 ásamt dóttur sinni Rebeccu, sem var fimm ára. Þau eignuðust svo soninn Daniel á síðasta ári, en hann var ellefu mánaða gam- all. Krufning leiddi í ljós að börn- in höfðu verið kæfð. Lianne óskaði eftir því við starfsfólk hótelsins að fá að ræða við lögreglu rétt eftir hádegi á þriðjudag og fund- ust börnin í framhaldinu. Dómari ákvað í gær að hún skyldi ákærð fyrir morðin og henni verður ekki sleppt gegn tryggingu. Þá mun hún gangast undir geðrannsókn. - þeb Bresk kona, sem hefur verið saknað frá árinu 2007, í varðhaldi á Spáni: Drap börnin á hótelherbergi LIANNE LEIDD Í BURTU Dómari ákvað í gær að ákæra Lianne Smith fyrir morðið á börnunum hennar tveimur. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ELDGOS Um fjörutíu störf verða til við aðstoð við búskap í sveitum við Eyjafjallajökul á næstunni. Sam- komulag náðist um þetta í gær. Brýnast þykir að aðstoða bænd- ur við sauðburð þar sem aðstæð- ur á fjárbúum eru mjög erfiðar. Því verður leitað til atvinnulausra bænda og annarra með reynslu af búskap til að aðstoða við verkin. Þá mun Landgræðslan geta ráðið allt að þrjátíu manns í vinnu í mánuð við að girða og viðhalda girðingum um beitarhólf fyrir sauðfé sem flutt verður á brott. - þeb Leitað til atvinnulausra: Fá vinnu við gosstöðvarnar Garda-vatnið Nánari upplýsingar á expressferdir.is eða í síma 5 900 100 Sérferð Verð á mann í tvíbýli: 135.700 kr. Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, gisting á góðu 3* hóteli með morgunverði og þríréttuðum kvöldverði, akstur til og frá flugvelli og íslensk fararstjórn. 21 – 28. júní Fararstjóri: Lilja Hilmarsdóttir VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 22° 26° 19° 20° 23° 23° 19° 19° 21° 23° 23° 24° 33° 22° 23° 16° 18°Á MORGUN 3-8 m/s. Hlýjast S- og V-lands. MÁNUDAGUR Víða 3-8 m/s, kólnar norðantil. 12 12 10 14 12 8 15 10 13 10 5 3 3 4 3 4 3 3 4 3 3 2 14 10 12 11 14 16 9 8 6 10 FERÐAVEÐUR Fyrsta alvöru ferðahelgi ársins er runnin upp og veðurguðirnir ætla að vera lands- mönnum hliðholl- ir. Búast má við hægum vindi, sólin ætti að láta sjá sig í öllum landshlutum og hitinn verður á bilinu 10-18°C en þó svalara N-til á mánudaginn. Soffía Sveinsdóttir veður- fréttamaður DEILUR Urriðafossvirkjun og vatnsmál eru helstu deilumálin í Flóahreppi fyrir sveitastjórnarkosningarnar eftir viku. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON STJÓRNSÝSLA Íbúi í Flóahreppi hefur kært samning sem sveit- arfélagið hefur gert við Árborg og Landsvirkjun til samgöngu- ráðherra. Samkvæmt samningn- um mun Landsvirkjun greiða vatnsveitu úr Árborg samþykki Flóahreppur aðalskipulag með Urriðafossvirkjun. „Eitt er að vera á móti ein- hverju máli og annað að láta yfir sig ganga ólögmæta stjórnsýslu- hætti,“ segir Ólafur Sigurjónsson byggingarmeistari. Hann segir samninginn sam- bærilegan við samning frá árinu 2007. Við þann samning hafi umboðsmaður Alþingis gert alvarlegar athugasemdir, og sam- gönguráðuneytið talið hann ólög- mætan. - bj Kærir samning Landsvirkjunar: Urriðafossvirkj- un deiluefnið Siðareglur samþykktar Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti siðareglur kjörinna fulltrúa á fundi sínum á miðvikudag. Siðareglunum er ætlað að skilgreina það hátterni og viðmót sem ætlast er til að kjörnir fulltrúar sýni við störf fyrir Hafnarfjörð. HAFNARFJÖRÐUR Dæmdur í 34 milljóna sekt Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Reykja- víkur fyrir stórfellt skattalagabrot. Hann var dæmdur í átta mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, og til að greiða ríkissjóði tæpar 34 milljónir í sekt. DÓMSTÓLAR Kannabisræktun í Breiðholti Lögreglan stöðvaði kannabisræktun í fjölbýlishúsi í Breiðholti í fyrradag. Við húsleit fundust um níutíu kannabis- plöntur og þrjú kíló af kannabisefnum sem voru í þurrkun. Karlmaður á þrítugsaldri játaði sök. LÖGREGLAN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.