Fréttablaðið - 22.05.2010, Síða 8
8 22. maí 2010 LAUGARDAGUR
1 Hvar lagðist fyrsta skemmti-
ferðaskipið að bryggju þetta
sumarið?
2 Hver skoraði bæði mörk KR
gegn Stjörnunni á fimmtudag?
3 Hver er nýjasti starfskraftur
útvarpsstöðvarinnar FM957?
SVÖRIN ERU Á SÍÐU 62
L ANGJÖKUL L
Léttur og einstaklega hlýr PrimaLoft® jakki.
herra jakki
Verð: 23.800 kr.Verð: 41.800 kr.Verð: 41.800 kr.
HE IÐRÚN
Létt og þægileg PrimaLoft® úlpa.
barna úlpa
L ANGJÖKUL L
Léttur og einstaklega hlýr PrimaLoft® jakki.
dömu jakki
Einnig
fáanlegur í
fjólubláu
Einnig
fáanlegur í
rauðu
Einnig
fáanlegur
í bláu.
4-14 ára
BANDARÍKIN, AP Öldungadeild Banda-
ríkjanna samþykkti á fimmtudag
nýjar og strangar reglur um fjár-
málastarfsemi, sem eiga að koma í
veg fyrir nýtt hrun.
Afgreiðsla frumvarpsins þykir
mikill sigur fyrir Barack Obama
forseta, stuttu eftir annan mik-
ilvægan sigur þegar þingið sam-
þykkti nýja heilbrigðislöggjöf sem
tryggir flestum Bandaríkjamönn-
um heilbrigðisþjónustu.
Með frumvarpinu, sem sam-
þykkt var með 59 atkvæðum gegn
39, verða gerðar strangari kröfur
til fjármálastofnana sem veita hús-
næðislán, stunda almenn verðbréfa-
viðskipti eða flókin afleiðuviðskipti
sem grófu undan fjármálakerfinu
svo það hrundi með víðtækum
afleiðingum fyrir tveimur árum.
„Markmið okkar er ekki að refsa
bönkunum heldur að vernda efna-
hagslífið og almenning fyrir ólgu
af því tagi sem við höfum séð und-
anfarin ár,“ sagði Obama þegar
ljóst var að frumvarpið yrði sam-
þykkt í deildinni.
Hann sagði fjármálafyrirtæki
hafa unnið að því hörðum höndum
að koma í veg fyrir að frumvarp-
ið verði að lögum, og notað til þess
„heilu hjarðirnar af hagsmunavörð-
um og varið milljónum dala í aug-
lýsingar“.
Fulltrúadeild þingsins samþykkti
fyrir stuttu sína útgáfu frumvarps-
ins, sem er að nokkru frábrugðin
frumvarpi öldungadeildarinnar.
Nú hefst því vinna við að samræma
frumvörpin, en búist er við því að
lögin verði tilbúin til undirritunar
forseta fyrir þjóðhátíðardaginn 4.
júlí. gudsteinn@frettabladid.is
Hertar reglur
um bankana
Barack Obama vann nýjan sigur heima fyrir þegar
þingið setti bönkunum strangari skorður. Segir regl-
unum ætlað að vernda hagkerfið og almenning.
TILKYNNING Í RÓSAGARÐINUM Obama steig út í Rósagarðinn við Hvíta húsið í
Washington til að skýra fjölmiðlum frá nýju reglunum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
TRÚMÁL Hlutfall landsmanna
átján ára og eldri sem eru skráð-
ir í Þjóðkirkjuna hækkar lítillega
milli ára samkvæmt samantekt
Hagstofu Íslands. Um 78,8 pró-
sent Íslendinga á kosningaaldri
voru skráðir í Þjóðkirkjuna 1.
janúar síðastliðinn, en hlutfall-
ið var 78,5 prósent í janúar í
fyrra.
Hlutfallið hefur verið á hægri
niðurleið lengi, en það var ríf-
lega 87 prósent fyrir tíu árum.
Líklegt er að tengja megi smá-
vægilega aukningu nú við brott-
flutning erlendra ríkisborgara
undanfarið og fólksfækkun í
landinu almennt.
Alls eru 186.697 átján ára og
eldri skráðir í Þjóðkirkjuna. Það
er fækkun um 646 einstaklinga
milli ára, en samt hlutfallsleg
aukning vegna fólksfækkunar.
Lítilleg fjölgun hefur orðið hjá
öðrum stærri trúfélögum. Ríflega
sex þúsund eru í Fríkirkjunni í
Reykjavík og 3.600 í Fríkirkjunni
í Hafnarfirði. Í Kaþólsku kirkjuna
eru skráðir tæplega 6.600. Tæp-
lega 1.300 eru nú skráðir í Ásatrú-
arfélagið. Utan trúfélaga eru tæp-
lega 8.500 átján ára og eldri. - bj
Hlutfall landsmanna sem skráðir eru í Þjóðkirkjuna fer örlítið hækkandi:
Tæplega 80% í Þjóðkirkjunni
EFNAHAGSMÁL Bankastjórn jap-
anska seðlabankans ákvað í gær að
halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,1
prósenti. Almennt var reiknað með
þessari ákvörðun bankastjórnar-
innar í skugga hræringa á fjár-
málamörkuðum.
Netmiðillinn MarketWatch bend-
ir á að bankastjórnin gerir ráð
fyrir jákvæðum horfum á næstu
mánuðum enda sé efnahagslífið að
rétta hægt og bítandi úr kútnum.
Þá ætlar seðlabankinn að styðja
betur við hagkerfið og auka lán-
veitingar til fyrirtækja. - jab
Óbreyttir stýrivextir í Japan:
Betur horfir í
efnahagslífinu
Þjóðkirkjan
100
80
60
40
20
0%
20
01
20
02
20
03
20
04
20
05
20
06
20
07
20
08
20
09
20
10
Hlutfall landsmanna í þjóðkirkjunni
HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS
VEISTU SVARIÐ?