Fréttablaðið - 22.05.2010, Side 10

Fréttablaðið - 22.05.2010, Side 10
10 22. maí 2010 LAUGARDAGUR DÓMSMÁL Tvær konur frá Rúm- eníu leita nú réttar síns eftir það sem þær vilja meina að hafi verið ólögmæt frelsissvipting þegar þær sóttu hér landið heim í síð- asta mánuði. Við komuna til landsins 14. apríl síðastliðinn voru þær handteknar og þeim haldið í þrjá og hálfan sólarhring, að sögn annarrar kon- unnar, sem heitir Cristina Domn- ita Constantinescu. „Það var allt tekið af okkur og okkur haldið í fangaklefum. Við höfðum ekkert brotið af okkur og samt var okkur haldið allan þenn- an tíma. Það má ekki halda fólki lengur en einn sólarhring,“ segir hún og kveður lögreglu ítrekað hafa spurt hvort þær hafi verið hingað komnar til að stunda vinnu. „Ég hef verið hér áður og vann þá á Óðali, en var ekkert að fara að vinna núna, bara heimsækja vini og ganga frá bankamálum,“ bætir Cristina við. Lögregla mun hafa heimild til að handtaka fólk og vísa beint úr landi þyki sannað að það sé hing- að komið í atvinnuleit og ætli að brjóta lög sem hér gilda um útlend- inga. Eftir þennan tíma í fangelsi segir Cristina að sér og vinkonu hennar, hafi verið sleppt, en þær yfirgáfu svo landið 3. maí síðast- liðinn. Hún segir mikilvægt að fá botn í málið til þess að forða því að fleiri lendi í viðlíka ofríki. „Svona má ekki koma fram við fólk.“ Áður en þær stöllur héldu heim á leið höfðu þær hafið umleitan til að leita réttar síns og nutu við það liðsinnis lögmannsins Vilhjálms H. Vilhjálmssonar. Hann segir frásögn lögreglu af atburðum aðra en kvennanna, en hefur farið fram að að fá afhent frá lögreglu gögn málsins. Eftir að hafa skoðað þau komi betur í ljós hver framvindan kunni að verða. Nokkur bið hefur hins vegar orðið á afhendingu gagnanna frá lögreglunni á Keflavíkurflugvelli. Vilhjálmur segist þó gefa lögreglu nokkurra daga frest í viðbót til að afhenda þau. „Annars geri ég kröfu fyrir héraðsdómi um að fá gögnin,“ segir hann. olikr@frettabladid.is Leita réttar síns eftir þriggja daga fangelsi Tvær ferðakonur frá Rúmeníu voru handteknar við komuna hingað og látnar dúsa í fangelsi í þrjá og hálfan sólarhring án skýringa, að eigin sögn. Þeim var svo sleppt og dvöldu hér í 10 daga. Lögmaður þeirra bíður gagna frá lögreglu. Í LEIFSSTÖÐ Komu tveggja kvenna frá Rúmeníu hingað til lands bar upp á sama tíma og flugsamgöngur röskuðust í Evrópu vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Mætum öll - Ekkert um okkur án okkar Fundur um velferð fatlaðra Nú í aðdraganda sveitastjórnarkosninganna óma loforð stjórnmálaflokka um stræti og torg: „Eitt samfélag fyrir alla“, enginn „svangur og án húsaskjóls“, allir eiga að hafa „sómasamlegt lífsviðurværi“ og staðinn verður vörður um „góða grunnþjónustu“. Hvað felst í þessum loforðum? Öryrkjabandalag Íslands heldur opinn fund um velferð fatlaðra þriðjudaginn 25. maí kl. 16-19 á Hilton Reykjavík. Fulltrúar í framboðum til sveitarstjórna á höfuðborgarsvæðinu svara spurningum um áherslur þeirra og forgangsröðun í málefnum fatlaðra. Táknmálstúlkar verða á staðnum og tónmöskvakerfi. Fundarstjóri er Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands. Nánari upplýsingar á heimasíðu ÖBÍ www.obi.is HVERJU LOFA FLOKKARNIR? KREPPU LOFORÐIN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.