Fréttablaðið - 22.05.2010, Page 16

Fréttablaðið - 22.05.2010, Page 16
16 22. maí 2010 LAUGARDAGUR Besti flokkurinn fær átta af fimmtán borgarfull- trúum samkvæmt könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Stuðningsmenn flokksins virðast koma frekar jafnt frá Samfylkingu og Sjálf- stæðisflokki. Besti flokkurinn fengi meira en tvö- falt meira fylgi en bæði Samfylk- ingin og Sjálfstæðisflokkurinn, og er langstærsti flokkurinn í borginni samkvæmt skoðanakönnun Frétta- blaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var á fimmtudagskvöld. Alls sögðust 43,9 prósent þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni myndu greiða Besta flokknum atkvæði sitt væri gengið til kosn- inga nú. Fengi flokkurinn þennan stuðning í kosningum fengi hann átta borgarfulltrúa af fimmtán, hreinan meirihluta fulltrúa. Besti flokkurinn hefur tekið mikil stökk í könnunum Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Stuðningur við flokkinn mældist 12,7 prósent 25. mars, 23,4 prósent 29. apríl, og er nú kominn í 43,9 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn og Sam- fylkingin fá nákvæmlega sama stuðning samkvæmt könnun Frétta- blaðsins og Stöðvar 2. Alls sögðust 21,1 prósent ætla að kjósa Sjálfstæð- isflokkinn, og sami fjöldi myndi kjósa Samfylkinguna. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur samkvæmt þessu helmingast frá síðustu kosningum, þegar hann fékk 42,1 prósent atkvæða. Hann er með sjö borgarfulltrúa í dag, en fengi þrjá samkvæmt könnuninni. Samfylkingin hefur ekki úr jafn háum söðli að detta, fékk 27,6 pró- sent atkvæða í síðustu kosning- um, en mælist nú með 21,1 prósent. Flokkurinn myndi samkvæmt þessu fá þrjá borgarfulltrúa, en er með fjóra í dag. Vinstri græn tapa einnig fylgi frá síðustu kosningum, en tapa raunar einnig fylgi frá síðustu könnunum. Flokkurinn fengi stuðning 9,8 pró- senta kjósenda samkvæmt könn- un Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Það myndi aðeins duga til að koma einum fulltrúa í borgarstjórn. Flokkurinn fékk 14 prósent atkvæða í kosningunum 2006, og er með tvo borgarfulltrúa. Flokkurinn hefur þó undanfarið mælst hærri í könnunum, var til dæmis með 17 prósenta stuðning samkvæmt könn- un sem gerð var 29. apríl. Framsóknarflokkurinn tapar sínum eina borgarfulltrúa verði nið- urstöður kosninga í takt við könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Flokk- urinn mælist með stuðning 2,7 pró- senta kjósenda, en fékk 5,9 prósent í kosningunum. Fylgi flokksins virð- ist á hægri niðurleið miðað við síð- ustu kannanir. Reykjavíkurframboðið, Frjáls- lyndi flokkurinn og Listi óháðra eru öll langt frá því að koma manni í borgarstjórn, samkvæmt könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Reykja- víkurframboðið og Frjálslyndi list- inn mælast með 0,5 prósenta stuðn- ing, en Listi óháðra 0,4 prósent. Svarhlutfallið í könnuninni var 68,9 prósent. Það er nokkru hærra en í fyrri könnunum í Reykjavík, og gæti bent til þess að kjósendur séu farnir að gera upp hug sinn, enda aðeins vika til kosninga. Gott gengi Besta flokksins og tap annarra flokka vekur spurn- ingar um hvaðan fylgi flokksins komi, hvað þeir sem nú ætli að kjósa flokkinn hafi kosið í síðustu kosningum. Spurt var um þetta í skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Þegar aðeins eru skoðaðir þeir sem kusu í Reykjavík í sveitar- stjórnarkosningunum 2006 má sjá að flestir af þeim sem nú ætla að kjósa Besta flokkinn kusu áður Sam- fylkinguna, 37,9 prósent. Næstum jafn hátt hlutfall, 34,5 prósent, kaus áður Sjálfstæðisflokkinn. Um 13,8 prósent þeirra sem nú ætla að kjósa Besta flokkinn kusu áður Vinstri græn, 7,8 prósent kusu Framsókn- arflokkinn, og 5,2 prósent Frjáls- lynda flokkinn. Um 90,9 prósent þeirra sem nú ætla að veita Sjálfstæðisflokknum atkvæði sitt kusu flokkinn einnig í síðustu kosningum. Um fjögur pró- sent kusu Samfylkinguna og þrjú prósent Framsóknarflokkinn. Alls kusu 82,9 prósent þeirra sem ætla að kjósa Samfylkinguna nú flokkinn í síðustu kosningum. Um 9,9 prósent kusu Sjálfstæðisflokk- inn síðast, og 4,9 prósent kusu áður Vinstri græn. Aðeins 55,3 prósent þeirra sem nú ætla að kjósa Vinstri græn kusu flokkinn í síðustu kosn- ingum. Um 34,2 prósent kusu áður Samfylkinguna, 7,9 prósent kusu Sjálfstæðisflokkinn og 2,6 prósent Framsóknarflokkinn. SKOÐANAKÖNNUN: Borgarstjórnarkosningar í Reykjavík Besti flokkurinn með hreinan meirihluta Aðferðafræði í skoðanakönnun Fréttablaðs- ins og Stöðvar 2 var með hefðbundnum hætti. Hringt var í 800 manns fimmtudaginn 20. maí. Þátttakendur voru valdir með slembi- úrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til sveitarstjórnarkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk? Alls tóku 68,9 prósent afstöðu til spurningarinnar. Einnig var spurt: Ef þú kaust í sama sveitarfélagi í síðustu sveitarstjórnarkosningunum, árið 2006, hvaða flokk kaust þú? Um 62,5 prósent tóku afstöðu til spurningarinnar. Þá var spurt: Hver vilt þú að verði borgarstjóri að loknum sveitarstjórnarkosningum? Um 60,6 prósent tóku afstöðu til spurningarinnar. Tæplega sjö af hverjum tíu tóku afstöðu Jón Gnarr, oddviti Besta flokksins, var oftast nefndur þegar spurt var hvern fólk vildi helst sjá sem næsta borgarstjóra í Reykjavík í skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Þar með skaut hann bæði Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, borgarstjóra og oddvita Sjálfstæðisflokks- ins, og Degi B. Eggertssyni, oddvita Samfylkingarinnar, ref fyrir rass. Alls sögðust 36,1 prósent þeirra sem afstöðu tóku til borgarstjóraefnanna vilja Jón Gnarr sem næsta borgar- stjóra. Stuðningur við Jón hefur aukist milli kannana, en í skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 hinn 29. apríl vildu 25,7 prósent oddvita Besta flokksins í borgar- stjórastólinn. Stuðningur við Hönnu Birnu heldur áfram að dragast saman. Af þeim sem afstöðu tóku vildu 32,4 prósent að Hanna Birna héldi áfram sem borgarstjóri að kosningum loknum. Það er ríflega fjórum prósentustigum minna en í könnun 29. apríl, og tæplega sextán prósentustigum minna en í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 hinn 25. mars, þegar 48,2 prósent vildu Hönnu Birnu áfram. Stuðningur við Dag dettur einnig niður frá síðustu könnun. Um 24,1 prósent þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni vildu hann sem næsta borgarstjóra. Það er tæpum sjö prósentustigum minni stuðningur en í lok apríl, en aðeins tæplega tveimur prósentustigum minna en í lok maí. Stuðningur við aðra frambjóðendur mældist mun minni. Um 4,3 prósent vilja Sóleyju Tómasdóttur, oddvita Vinstri grænna, sem næsta borgarstjóra, og 2,1 prósent nefndu Einar Skúlason, oddvita Framsóknarflokksins. Aðrir fengu minni stuðning í borgarstjórastólinn. Eins og áður mælist stuðningur við Jón Gnarr mun meiri meðal karla en kvenna, og stuðningur við Dag meiri meðal kvenna. Hanna Birna nýtur svipaðs fylgis hjá báðum kynjum. Flestir vilja að Jón Gnarr verði borgarstjóri Reykjavíkur Gríðarlegur stuðningur við Besta flokkinn í könn- un Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sýnir að kjósendur munu refsa fjórflokknum, einkum Sjálfstæðis- flokki og Samfylkingu, fyrir hrunið í komandi kosningum, segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. Ríflega þriðjungur þeirra sem kusu Samfylk- inguna í síðustu kosningum ætla að greiða Besta flokknum atkvæði sitt nú, og svipað hlutfall stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins. „Óánægja kjósenda, þreyta á stjórnmála- mönnum og refsigleði vegna hrunsins bitnar greinilega mest á þessum tveimur flokkum. Þetta staðfestir að í hugum kjósenda eru það Sjálfstæðisflokkur og Sam- fylking sem eiga að fá ráðningu fyrir hrunið,“ segir Grétar. Þó Framsóknarflokkurinn sé vissulega einnig ábyrgur virð- ist tíminn hafa læknað þar einhver sár, eða mildað reiði almennings í garð flokksins. „Ef niðurstaða þessarar könnunar er vísir að því sem koma skal í kosningunum, að Besti flokkurinn fái allt að átta menn í borgarstjórn, eru kjósendur að veita stjórn- málaflokkunum þvílíka ráðningu, bæði fyrir hrunið og fyrir sviptingar í borgarstjórn á kjörtíma- bilinu,“ segir Grétar. Þekkt er að skoðanakannanir geta haft áhrif á kjósendur. Grétar segir afar erfitt að átta sig á hvort könnun sem mæli Besta flokkinn með meirihluta dragi úr stuðningi við hann, eða hvort fleiri stökkvi á vagninn með sigurvegaranum. „Ég gæti trúað því að þegar þetta er komið svona langt, þetta er farið að snúast um hreinan meirihluta, þá muni kjósendur að einhverju leyti bakka. Spurningin er hversu mikið.“ Gott gengi Besta flokksins í kosningunum getur orðið til þess að hinir hefðbundnu stjórnmálaflokkar sjái sig tilneydda til að fara í miklu meiri uppstokkun á sjálfum sér en forsvarsmenn þeirra höfðu hugsað sér, segir Grétar. Fordæmalaust gott gengi grínframboðs ýti sérstaklega á hrunflokkana að fara í harkalegt uppgjör og hreinsun. Ann- ars gætu þeir séð fram á svipaða háðung í alþingiskosn- ingum, sem þeir geti væntanlega engan veginn hugsað sér, segir Grétar. Óánægðir kjósendur vilja refsa hrunflokkunum GRÉTAR ÞÓR EYÞÓRSSON Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Frjálslyndi flokkurinn Óháð framboð um heiðarleika Reykjavíkurframboð Samfylkingin Vinstri græn Besti flokkurinn Kosningar 27. maí 2006 Könnun 25. mars Könnun 29. apríl Könnun 20. maí 50 40 30 20 10 0% Fylgi flokka Svona verður borgarstjórn Stuðningur við borgarstjóraefni 50 40 30 20 10 0% Könnun 25. mars Könnun 29. apríl Könnun 20. maí Stuðningur við aðra var innan við eitt prósent. Dagur B. Eggertsson Einar Skúlason Hanna Birna Kristjánssdóttir Jón Gnarr Sóley Tómasdóttir Brjánn Jónasson brjann@frettabladid.is Oddi – umhverfisvottuð prentsmiðja. Höfðabakka 7, 110 Reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is Þetta er sýnishorn af nafnspjaldi Þetta er sýni shorn af nafnspjald i

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.