Fréttablaðið - 22.05.2010, Síða 22

Fréttablaðið - 22.05.2010, Síða 22
22 22. maí 2010 LAUGARDAGUR Þrálátur en skiljanlegur misskilningur þeirra sem horfðu utan frá á bankahrunið íslenska var að íslenska þjóð- in hefði staðið að baki bönkun- um, átt þá, grætt á þeim, nýtt sér þá. Nöfnin gáfu það jafn- vel í skyn: „Landsbanki“, en ekki síður framferði íslenskra stjórnvalda sem virtust svo samdauna spillingunni, báru í bætifláka fyrir hana, höfðust ekkert að, sögðu hvorki af sér né ráku embættismenn sem báru sök í samræmi við ábyrgð. Þá kom Austurvöllur til bjargar, mótmæli almennings sem voru einstæð í sögu lýð- veldisins, þúsundir sem flykkt- ust á sama blettinn laugardag eftir laugardag eða fylltu Iðnó og Háskólabíó á heitum mót- mælafundum. Þetta fólk, þess- ar aðgerðir, björguðu andliti íslensku þjóðarinnar, gerðu ljóst að við vorum ekki þeir. Og nú á að draga nokkra ungl- inga fyrir dóm vegna þátttöku þeirra í aðgerðunum. Það virð- ist vanhugsuð aðgerð. Blasir ekki við að kringumstæðurn- ar voru óvenjulegar? Þær áttu sér ekki stað í tómarúmi. Þær voru í því samhengi sem lýst er hér að ofan. Sjálfur ber ég djúpa virðingu fyrir Alþingi. Móðir mín var starfsmaður Alþingis til margra ára, ég þekki enn til sumra sem þar starfa og hrýs hugur við þeirri tilhugsun að þá gæti hent nokkuð illt. En Alþingi er ekki venjuleg skrifstofa. Án þess að grípa til margvolkaðr- ar líkingar um þjóðarlíkama þá er Alþingi engu að síður sá staður þar sem þjóðin kennir til og bregst við. Sýndarréttarhöld yfir nokkrum þátttakendum í hildarleik þar sem við hlutum öll þungar skrokkskjóður eru til þess fallin að ýfa þau sár. Svo að þér verði ekki dæmdir Árás á Alþingi Pétur Gunnarsson rithöfundur Og nú á að draga nokkra unglinga fyrir dóm vegna þátttöku þeirra í aðgerðunum. Það virðist van- hugsuð aðgerð. Blasir ekki við að kringumstæðurnar voru óvenju- legar? Þær áttu sér ekki stað í tómarúmi. DORO TH70 11.490 kr. Töff sími með SMS-virkni, 200 nafna símaskrá og hátalara. PANASONIC 6411 10.900 kr. Flottur sími með 100 nafna símaskrá. Hægt að bæta við allt að 5 símtólum. ÁSKRIFT fylgir með á 0 kr. í 2 mánuði ÁSKRIFT fylgir með á 0 kr. í 2 mánuði E N N E M M / S ÍA / N M 4 2 3 0 8 Næstu misseri og ár verða tími uppbyggingar á Íslandi. Byggja þarf fleiri og sterkari stoðir atvinnulífs og samfélagsins í heild en þær sem fyrir eru. Við slíkar aðstæður er nauðsynlegt að standa vörð um og rækta þær auðlindir sem slíkar stoðir hvíla á og standa undir verðmætasköpun, atvinnu- uppbyggingu og góðum lífskjörum. Það er því afar brýnt að stjórnvöld og atvinnulíf standi saman af festu við áframhaldandi uppbyggingu á ungu háskólasamfélagi á Íslandi enda fer þar fram þróun þekkingar sem verðmæti framtíðar byggja á. Í samanburði við nágrannalönd eigum við þó enn töluvert í land, bæði hvað varðar hlutfallsleg fram- lög til háskólamenntunar en einnig afl og gæði íslenskra háskólastofn- ana. Um leið skal því þó haldið til haga að veruleg framþróun hefur átt sér stað í íslensku háskólasamfé- lagi á undanförnum áratug. Kennsla hefur batnað og afköst í rannsókn- um og gæði þeirra einnig. Íslenskt atvinnulíf og samfélag mun njóta þess til framtíðar. Í þeirri aðlög- un sem væntanlega verður á sviði háskólamenntunar á næstu misser- um þarf fyrst og fremst að tryggja að hnignun eigi sér ekki stað. Allir sem hér búa eiga mikið undir því. Samtök í atvinnulífinu hafa lengi stutt uppbyggingu menntunar á framhalds- og háskólastigi hér á landi og gegnt lykilhlutverki í þeim árangri sem náðst hefur á undan- förnum árum. Meginástæða þess að stofnað var til Háskólans í Reykja- vík (HR) á árinu 1998 var sú að talin var þörf á frekari eflingu á svið kennslu og rannsókna á háskólastigi, sérstaklega á sviði viðskipta, tækni og laga. Þannig mætti efla enn frek- ar það fólk sem íslenskt atvinnulíf byggir á og skapa þekkingu sem stuðlar að verðmætasköpun. Þetta á reyndar ekki síður við nú þegar horfir fram á aukna menntunarþörf atvinnulífs, aðallega á sviðum tölv- unarfræði, upplýsingatækni, verk- fræði og tæknifræði. Árið 2005 sameinaðist skólinn svo Tæknihá- skóla Íslands sem þá var ríkisrekin háskóli. HR er í dag annar stærsti háskóli landsins með um 3.000 nem- endur og 270 fasta starfsmenn. Á þessum örfáu árum hefur náðst verulegur árangur. Frá HR koma nú árlega um 2/3 allra sem útskrif- ast með tæknimenntun á Íslandi, um helmingur allra viðskiptafræðinga og um þriðjungur allra lögfræðinga. Rannsóknarstarf hefur verið byggt upp af miklum krafti, án þess þó að slakað hafi verið á þeirri sérstöðu sem HR hefur haft í gæðum kennslu og þjónustu við nemendur. Fjöldi birtra greina starfsmanna skólans í ritrýndum tímaritum hefur nán- ast tvöfaldast á síðustu fimm árum og meðal íslenskra háskóla er HR með flestar birtar vísindagreinar á sviðum viðskiptafræði og tölvunar- fræði og svipaðan fjölda og Háskóli Íslands á sviðum verkfræði og lög- fræði. Samhliða þessu, hefur HR unnið ötullega að nýsköpun, bæði í menntun og nýtingu rannsókna- niðurstaða. Því er einnig vert að halda til haga að tikoma HR og ann- ara háskóla á Íslandi hefur almennt stuðlað að betri gæðum háskóla- starfs á Íslandi og á það ekki síst við um Háskóla Íslands. Þessi upp- bygging rannsókna og nýsköpunar gegnir nú þegar mikilvægu hlut- verki í íslensku atvinnulíf og er til lengri tíma veigamikill þáttur end- urreisn íslensks atvinnulífs. Eitt meginmarkmið með mögu- legri endurskipulagningu háskóla- kerfis á næstu misserum hlýtur að vera að standa vörð um árangur síðustu ára og að áfram verði lögð áhersla á framfarir í kennslu og öfl- ugar rannsóknir til að standa undir þekkingar- og verðmætasköpun. Þessu má ná fram með ýmsu móti, en hagkvæmni og gæði hljóta að vera leiðarljós í þeirri þröngu stöðu sem nú er uppi. Háskólinn í Reykja- vík er vel í stakk búinn til að taka að sér aukin verkefni við kennslu og rannsóknir á sviði greina sem helst tengjast atvinnulífinu. Það má gera með auknu samstarfi við aðra háskóla eða með verkaskiptingu sem felur í sér aukna sérhæfingu í ákveðnum námsbrautum. Sú hugmynd sem reifuð hefur verið af prófessorum við Háskóla Íslands, um að HÍ taki yfir alla kennslu annarra háskóla á Íslandi er óraunhæf og ekki leið að ofan- greindum markmiðum. Hún felur í sér afturför og stefnir árangri síðust ára í voða. Sú leið myndi ekki leiða til betri kennslu í háskólum, ekki til öflugri rannsókna og ekki til betri nýtingar fjármuna. Þar af leiðandi myndi hún ekki þjóna hag nemenda í íslenskum háskólum, atvinnulífi eða samfélaginu í heild. Íslenskt atvinnulíf þarf á öflugum háskól- um að halda þar sem horft er til for- gangsröðunar og aukins samstarfs. Þær greinar sem styðja við vöxt og útflutningstekjur verður að efla en ekki veikja. Háskólinn í Reykjavík hefur sýnt og sannað að á þeim vett- vangi gegnir hann veigamiklu hlut- verki og verður til framtíðar, með öðrum háskólum á Íslandi, horn- steinn í kraftmikils atvinnulífs og heilbrigðs samfélags. Öflugt háskólastarf til framtíðar Menntamál Finnur Oddsson framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands Jón Steindór Valdimarsson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.