Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.05.2010, Qupperneq 25

Fréttablaðið - 22.05.2010, Qupperneq 25
LAUGARDAGUR 22. maí 2010 Megas fór síðan heim og raðaði því besta í texta „og gerði svo voða- lega tregafulla ballöðu við og það eignaðist sitt líf og lifir enn. Það verður tekið með kvintettinum í mjög góðri marcia funebre, eða grave funebre. Þetta verður jarð- arfararmars à la marsinn hans Chopin.“ Á dögunum hitti Megas mann sem man vel eftir hrossinu í Öskju- hlíð. „Það var um tíma í einhverju tilteknu hrörlegu húsi sem nú er löngu rifið. Þar var hestur sem mátti trúlega kalla Grána, hann var þannig á litinn, og var greini- lega mjög úr heimi hallur. Mér þóknast að fá þarna vitni. Dýrið átti sér þá eftir allt saman jarðn- eska tilvist einhvern tímann í kringum 1956.“ Er einhver þráður í því sem þú hefur samið? „Nei, ekki prógressívur þráður endilega. Mér sýnist ég ekki hafa neitt, jú kannski að einhverju svo- litlu leyti en ekki í neinum stór- kostlegum atriðum, orðið neitt færari iðnaðarmaður. Þess vegna geta lög sem ég samdi þegar ég var ellefu ára alveg eins gengið með lögum sem ég samdi þegar ég var fertugur.“ Nota sniðugt trix ef ég finn það Megas segist sækja sér innblást- ur víða og hann hikar ekki við að nappa sniðugum hlutum komi hann auga á þá. „Fortíðin og framtíðin hafa nátt- úrulega fullt af hlutum sem geta inspírerað mann, sama úr hvaða geira tónlistarinnar það kemur. Stravinskí var nú fljótur að ná sér í negrataktinn og blús og því um líkt og taka með sér til Evrópu. Í þessum vandræðum sem nýróman- tíkin átti þegar hún gat ekki þró- ast öðruvísi en að stækka hljóm- sveitirnar, þá fór hann aftur til baka um 600 ár og fór að fikta við stef úr gamalli rússneskri músík. Þaðan kom hann með sína útgáfu af nútímamúsík; tónalítet, það er að segja þegar tvær tóntegundir eru í gangi samtímis og póliryþmík, að breyta ört um takt. Þetta var byggt á ævafornri músík. Leitar þú í eitthvað þegar þú semur? Ég held ég hafi verið þannig í gegnum tíðina að ef ég sé sniðugt trix þá nota ég það, sama hvar ég finn það. Sniðugt trix er alltaf snið- ugt trix. Ef maður er nógu klókur til að sjá sniðugt trix í fortíðinni þá er alveg eins víst að maður sjái fyrir sér sniðugt trix í framtíð- inni. En nútíðin, hlustarðu mikið á nýja tónlist? Já, já. Þegar maður hefur nú ein- hverja áratugi lagt að baki þá sér maður hvað hlutirnir eru mikið oft að endurtaka sig í mismunandi ver- sjónum. Þegar rappið fór að gera sig gildandi þá rifjaðist upp fyrir manni Subterranean Homesick Blues með Dylan. Það virðast koma byltingarkenndar breyting- ar en þegar skoðað er inn í kjarn- ann, þá er manneskjan alltaf búin til úr sama efninu. Það hefur ekk- ert breyst.” Óbrenglað úr djúpunum Semurðu á gítar eða píanó? Ég er nú ekki með neitt píanó hér. Ég sem yfirleitt í kollinum og síðan lagfæri ég það kannski á píanói eða strömma á gítar. Ég er þá venju- lega með hugmyndir um strúktúr í kollinum og skrifa jafnvel lagið heilt upp. Síðan geri ég á því breyt- ingar í samræmi við ytri veruleika. Kollurinn er kannski of lítið for- múlukenndur, það verður að tengja þetta raunveruleikanum. Ég hef nú lent í því að skrifa melódíu alveg og prófa hana ekki einu sinni, heldur setja hana beint í munninn á söng- konu með gríðarlega vondum tón- bilum og erfiðum stökkum. Og djúpin eru, jafnvel þó þau þræði rænuna og lógíska hugsun, þá getur komið út úr því eitthvað mjög skemmtilegt. Eins og Guð- mundur Pétursson sagði: Þegar maður spilar á hljómleikum þá verður maður að vera rænulaus til þess að það komi óbrenglað úr djúpunum sem þaðan vill koma.“ Lög Megasar bera það mörg með sér að legið hafi verið yfir hljóma- strúktúr og tónbilum. Gerir hann það alltaf? „Jú, jú, ég er bara eins og hver annar iðnaðarmaður í þessari grein. Maður er að gera einhverja hluti sem er erfitt að gera, við skul- um segja eins og tíundarstökk – að stökkva upp um tíund, eða niður um tíund – sem maður skyldi halda að væri óþarft því tónninn sem maður fer á er á milli. En að stökkva svona langt niður, það er svolítið sjaldgæft. Og ef maður hugsar eins og iðn- aðarmaður: „Helvíti var þetta vel fellt hjá mér.“ Síðan þegar neytand- inn tekur við því, þá er þetta bara einhver brúkshlutur. Og þegar þessi læknismeðöl min gegn æxli í hugsun geta orðið ein- hverjum að gagni, geta orðið brúks- hlutur, þá er náttúrulega tilgangin- um náð. Þá er ég að gera eitthvað fyrir sjálfan mig sem gengur líka upp fyrir aðra.“                            !"#$%& ' (  )   *      +       (( ,,-,---  + .    $-/-0       , 1(           Aðgangur 1000 krónur í Bláa Lónið Gildir gegn framvísun miðans dagana 22.– 31. maí 2010 Gildir ekki með öðrum tilboðum Lykill 1561 Vegna fjölda áskorana endurtökum við Gjósandi sumartilboð. Aðgangur í Bláa Lónið á 1000 krónur dagana 22.-31.maí. Frítt fyrir börn 13 ára og yngri. GJÓSANDI SUMARTILBOÐ 1000 krónur í Bláa Lónið Gjósandi tilboð í Bláa Lóninu 15% afsláttur af Blue Lagoon húðvörum 15% afsláttur af snyrtimeðferðum – Nýjung Hamborgari og stór bjór 1950 krónur Hádegisverðar hlaðborð á LAVA 2900 krónur Fordrykkur í boði hússins þegar pantað er af matseðli LAVA* *Gildir ekki með öðrum tilboðum www.bluelagoon.is A N T O N & B E R G U R
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.