Fréttablaðið - 22.05.2010, Síða 29

Fréttablaðið - 22.05.2010, Síða 29
LAUGARDAGUR 22. maí 2010 Þó framboð Framboðsflokksins sé fyrsta grínframboðið má þó telja vísi að öðru framboði með í slíkri upptalningu. Raunar var það ekki grínframboð, að minnsta kosti var frambjóðandanum fúlasta alvara. Í eintölu já, því um var að ræða fram- boð til forseta. Pétur Hoffmann Salómonsson batt bagga sína fráleitt sömu hnútum og samferðamenn sínir. Hann var sjó- maður og kunn persóna í Reykjavík og reisti sér kofa í Selsvör, rétt við Ánanaust. Hann safnaði ýmsu dóti af ruslahaugunum, sem þá voru þar og við Eiðisgranda. Hann hélt gjarnan sýningar á dóti sínu, en haugana kallaði hann Gullströndina. Pétur Hoffmann hugðist bjóða sig fram til forseta þegar fyrsta kjörtíma- bili Ásgeirs Ásgeirssonar lauk árið 1956. Undirskriftasöfnun var hafin og nokkrir gárungar tóku hana upp á sína arma og þóttust sjá fram á hina bestu skemmtun. Ekkert varð þó úr framboðinu og kenna sumir flensu sem hrjáði Pétur þar um. Pétur gaf síðar út smárit um kosningarnar, en hann taldi að samsæri gegn honum hefði komið í veg fyrir framboðið. GRÍN EÐA ALVARA? Nokkuð mikið var lagt í framboð Öfgasinnaðra jafnaðarmanna árið 1971. Heljarmikil stefnuskrá var útbúin og í henni er að finna nokkuð pólitískan undirtón. Í forsvari flokksins var Guðmundur Brynjólfsson, nú rithöfundur. Flokksbókstafurinn var T. Nýstárleg baráttumál var vatnsrennibraut sem flokksmenn vildu að lögð yrði yfir Faxaflóa til Snæfellsness. „Öfgasinnaðir jafnaðarmenn eru einir flokka tilbúnir til að leiða næstu ríkisstjórn íslenska lýðveldisins. Öfgasinnaðir jafnaðarmenn krefjast þess að fá í sinn hlut forsætisráðuneytið til handa Guðmundi Brynjólfssyni, utanríkisráðuneytið fyrir Nikulás Ægisson, fjármálaráðuneytið handa Bergi Ingólfssyni, umhverfisráðuneytið handa Pétri Gauta Valgeirssyni, mennta- málaráðneytið fyrir Gest Pétursson og auk þess sjávarútvegsráðuneytið til handa Jóni Gauta Dagbjartssyni sjómanni. Öfgasinnaðir jafnaðarmenn eru tilbúnir, að uppfylltum þessum skilyrðum, að vinna með hvaða stjórnmála- mönnum sem er, nema Halldóri Blöndal.“ Svo sagði Guðmundur í viðtali við DV skömmu fyrir kosningarnar. Þegar stefnuskráin er skoðuð kemur ýmislegt í ljós. Flokkurinn vildi skattaívilnanir til handa öllum landsmönnum nema Reykvíkingum og skyldu skattleysismörk hækka í réttu hlutfalli við fjarlægð í beinni loftlínu frá aðalinngangi Verslunarskóla Íslands. Þá verði lagður á jólasveinaskattur, embættismannaskattur og slaufuskattur. Fast skotið Nokkur föst skot eru í stefnuskránni: „Allir þeir sem telja sig vera verkalýðsleiðtoga, en eru ekki og er þá átt við setta verkalýðsleiðtoga, skulu greiða sérstakan skatt sem nemi 10 prósentum af launum þeirra og hækki svo í réttu hlutfalli við kjararýrnun verkakvenna. Öfgasinnaðir jafnaðarmenn vildu einnig stemma stigu við útbreiðslu vestfirskra stjórnmálamanna í Reykjaneskjördæmi og var því skoti beint að Steingrími Hermannssyni, sem þá bauð fram í kjördæminu, og líklega einnig Ísfirðingnum Ólafi Ragnari Grímssyni. Evrópumálin bar einnig á góma: „Allri þátttöku í EB er algerlega hafnað.“ Alþýðuflokkurinn og stuðningsmenn hans segi sig tafarlaust úr EB.“ Sættu gagnrýni Kosningarnar 1991 voru um margt sérstakar í Reykjaneskjördæmi. Alls voru 11 listar í kjöri. Auk þeirra öfgasinnuðu voru það Alþýðuflokkur, Alþýðu- bandalag, Framsóknarflokkurinn, Frjálslyndir, Grænt framboð, Heima- stjórnarsamtökin, Kvennalistinn, Sjálfstæðisflokkurinn og Þjóðarflokkurinn – Flokkur mannsins. Þessi fjöldi sprengdi öll kerfi og tölvurnar réðu ekki við svo mörg fram- boð, tíu var hámarkið. Gagnrýnin beindist helst að Öfgasinnum jafnaðar- mönnum sem voru sakaðir um að hleypa kosningunum upp með þátttöku sinni. Önnur framboð fengu ekki slíkar ásakanir. Samtök öfgasinnaðra jafnaðarmanna hlutu 459 atkvæði í kosningunum, eða 0,1 prósent. Það var þó töluvert meira en Verkamannaflokkurinn, sem hlaut 99 atkvæði. VATNSRENNIBRAUT YFIR FAXAFLÓA TIL SNÆFELLSNESS FORINGINN Guðmundur Brynjólfsson var leiðtogi Samtaka öfgasinnaðra jafnaðar- manna. Forsætisráðuneytið skyldi verða hans. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA PÉTUR HOFFMANN SALÓMONS- SON Undirbúningur fyrir nám á háskólastigi í arkitektúr, hönnun og myndlist MYNDLISTA- OG HÖNNUNARSVIÐ UMSÓKNARFRESTUR TIL 1.júní umsókn www.myndlistaskolinn.is 3 nýjar námsleiðir, metið til 120 ECTS eininga hjá erlendum samstarfskólum MÓTUN - TEIKNING - TEXTÍL UMSÓKNARFRESTUR TIL 31.maí
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.