Fréttablaðið - 22.05.2010, Síða 32

Fréttablaðið - 22.05.2010, Síða 32
32 22. maí 2010 LAUGARDAGUR Á Leirulæk á Mýrum var til skamms tíma stundaður hefðbund- inn búskapur. Fyrir nokkrum árum fóru ábúendurnir, þau Sig- urbjörn Jóhann Garðarsson og Guð- rún Sigurðardóttir, að leiða að því hugann að taka upp nýja hætti, selja afurðirnar sínar beint til kaupenda, milliliðalaust. Þau létu slag standa, stofnuðu fyrirtækið Mýrarnaut ásamt frænku Guðrúnar og manni hennar. Sigurbjörn tekur á móti Frétta- blaðinu á hlaðinu á Leirulæk og vísar inn í fjósið, sem er glænýtt að heita má, tekið í notkun í vetur. Þar eru nautgripir, bæði af íslensku mjólkurkúakyni og blendingar af Angus, Limosin og Galloway-kyni. „Íslendingarnir eru litlir, það er ekki hægt að slátra þeim fyrr en þeir eru um 22 mánaða, hinum er slátrað 18 mánaða,“ segir Sigur- björn og bendir á muninn sem er vel sjáanlegur. Sigurbjörn var í þann mund að fara að gefa þegar Fréttablaðið bar að garði, en hann gefur nautgrip- unum hey og hrat á sex til sjö daga fresti, sem hann fær frá bjórverk- smiðjunni í Stykkishólmi. Eftir að hafa gengið um fjósið nýja er það gamla skoðað til sam- anburðar. Það var reist á stríðsár- unum, komið upp af miklu harð- fylgi í hráefnisskortinum sem þá var. Leirulækur hefur tilheyrt fjöl- skyldu Guðrúnar síðan þá en Sig- urbjörn er alinn upp á Neðri-Ási í Hjaltadal. Eftir nokkurra ára búsetu á suðvesturhorninu flutti hann á Mýrarnar. „Ég þreifst ekki í þétt- býli,“ viðurkennir hann. Geðgóð hjörð En aftur í fjósið. Þar gefur meðal annars að líta Krúttý, hvíta belju af blendingskyni, en stóðið er allt komið undan henni. „Ég segi stund- um að ég sé líka með hvítt kjöt,“ segir Sigurbjörn og hlær við. Næst liggur leiðin niður á Mýrarnar, þar ganga kýrnar úti allan ársins hring og fer Sigurbjörn og gefur þeim einu sinni á dag. „Þetta er orðin svo geðgóð hjörð hjá mér,“ segir Sigurbjörn spurður hvernig gangi að fara inn í hjörðina og gefa. „Annars gef ég mér góðan tíma til að kynnast geðslagi kálf- anna. Þeir sem eru trylltir til augn- anna fá ekki að lifa lengur en til haustsins. Það þýðir ekkert að hafa gripi sem hlaupa út á Mýrarnar.“ Kálfarnir fá að vera hjá kúnum í átta til níu mánuði áður en þeir eru teknir inn. Þar fá þeir ótakmark- að hey, bygg og hrat auk þess sem þeim er gefið orkumeira fóður síð- ustu mánuði fyrir slátrun. „Þetta verður hágæða sláturkjöt og þeir sem kaupa af okkur vita nákvæmlega hvað það er sem þeir eru að fá. Neytendur eru líka orðn- ir ótrúlega meðvitaðir, ég hefði ekki trúað því hvað þeir eru orðnir með- vitaðir og vilja fá að vita margt.“ Hægt er að panta kjöt frá Leiru- læk í gegnum síðuna Mýrarnaut.is og tilgreina þar hversu mikið magn maður vill fá og í hvaða stærðum á að pakka kjöthlutunum. Ekki er hægt að kaupa minna en fjórðung af skrokk og segir Sigurbjörn oft byrja á því að sameinast um það magn, sem er á bilinu 40 til 50 kíló. „En svo endar fólk oft á því að kaupa meira í annað skiptið. Og ánægðir kaupend- ur eru besta auglýsingin.“ Gæðastýring hjá bændum Leirulækur er í samtökunum Beint frá býli sem er félag bænda sem stunda sölu afurða beint frá býli til neytenda. Samtökunum hefur vaxið fiskur um hrygg á tveimur árum sem liðin eru síðan þau voru stofnuð. Neytendur hafa tekið möguleik- anum opnum örmum. Sigurbjörn segir mun skemmtilegra að fást við búskap með þessum hætti. „Ég er í beinu sambandi við neytandann, sem getur sagt mér hvað honum líkar vel og hvað illa. Hann veit svo nákvæmlega hvað það er sem hann er að kaupa, hvaðan gripur- inn kemur, á hverju hann hefur verið alinn og þar fram eftir göt- unum. Það er mikil gæðastýring hjá bændum en oft hefur það virst sem svo að henni ljúki við dyrnar á sláturhúsunum, eftir að þær lok- ast geta neytendur ekki vitað hvað- an kjötið þeirra kemur og hvernig það er meðhöndlað,“ segir Sigur- björn sem segir bændur með þessu móti einnig geta selt þá hluta skepn- unnar sem eru verðlausir í innlögn í sláturhúsi. „Nautatunga þykir til dæmis herramannsmatur en hún er verð- laus í innlögn. Annað dæmi eru vet- urgamlir sauðir sem þykja mikið lostæti en bændur hafa fengið lítið fyrir.“ Gripunum frá Leirulæk er slátrað á Hellu en Sigurbjörn dreymir um að reist verði stórgripasláturhús nær heimahögunum, möguleikarn- ir séu ótalmargir og vonandi gefist tækifærin til að nýta þá. „Það eru næg verkefni, svo mikið er víst.“ Beint samband við neytendur GOTT GEÐSLAG Sigurbjörn heilsar upp á kýrnar sem eru úti allan ársins hring niðri á Mýrum. Hjörðin er geðgóð segir hann en hann fer og gefur kúnum á hverjum degi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Í NÝJA FJÓSINU Það er nýtekið í notkun og allir eru hæstánægðir með það. Alls 92 bæir eru nú aðilar að hagsmunasamtökunum Beint frá býli sem stofnuð voru í febrúar árið 2008. Að sögn Hléd- ísar Sveinsdóttur, formanns samtakanna, hefur bæjunum fjölgað um 32 síðan fyrir réttu ári. „Það er mikil vakning á meðal neytenda og bænda og mikill áhugi á að kaupa vöru beint af bændum.“ Hlédís segir að eftir að heimasíða sam- takanna var opnuð síðasta haust hafi eftirspurnin aukist mikið. „Hún nýtist mjög vel, fólk getur bæði skoðað hvað er í boði eða sent inn fyrirspurnir um vöru sem það er að leita að. Stundum fáum við mjög sérstakar fyrirspurnir um vörur, til dæmis bjúgu gerð með gamla laginu. Neytendur geta gert samanburð á verði og þjónustu með því að senda fyrirspurn á bændur sem eru með sömu vöruna,“ segir Hlédís og bætir við að margir séu í startholunum að hefja sölu á vöru beint frá býli. Hlédís segir stjórn samtakanna vera að skoða reglur um slátrun, sú hagræðing sem sameining sláturhúsa hafi átt að skila hafi ekki skilað sér, hvorki til neyt- enda né bænda. Það sé hagsmunamál bænda að setja upp lítil sláturhús, að þeir þurfi ekki að fara langar leiðir með dýr til slátrunar. „Það felst mótsögn í því að við treystum bændum til að búa til afurðir en ekki til að slátra,“ segir Hlédís. Nánari upplýsingar er að finna á síðunni www.beintfrabyli.is Vakning á meðal neytenda og bænda Bændurnir á Leirulæk á Mýrum eru hluti af ört stækkandi hópi bænda sem selja afurðir sínar beint til neytenda. Sigríður Björg Tómas- dóttir hitti Sigurbjörn Jóhann Garðarsson bónda sem segir þessa háttu mjög gefandi. HLÉDÍS SVEINSDÓTTIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.