Fréttablaðið - 22.05.2010, Qupperneq 34
2 matur
MELABÚÐIN - ÞÍN VERSLUN
KOLIN KYNT Á ÖRSKOTSSTUNDU
Sólveig Gísladóttir
SKÝRINGAR Á UPPSKRIFTATÁKNUM:
matur kemur út mánaðarlega með laugardagsblaði Fréttablaðsins. Ritstjórn: Roald Eyvindsson og Sólveig Gísladóttir
Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Forsíðumynd: Valgarður Gíslason Pennar: Kjartan Guðmundsson, Marta María Friðriksdóttir, Vera
Einars dóttir og Þórdís Lilja Gunnarsdóttir Ljósmyndir: Fréttablaðið Auglýsingar: Bjarni Þór Sigurðsson bjarnithor@365.is
Æskuminningar um kolagrill tengjast gleði, samverustundum fjölskyldunnar, sumarbústað og tjaldútilegum. Þær minna mig sérstaklega á föður minn ungan og hárprúðan stumra
yfir völtu kolagrilli, einbeittan á svip að reyna að koma glóð í kolin
með ýmsu móti. Ekki fannst mér það alltaf ganga vel og hungurverkir
barnsins hafa líklega gert það að verkum að tíminn hefur liðið hægar
en ella. Maturinn smakkaðist þó aldrei betur en af grillinu og ekki var
gerð athugasemd þótt lærissneiðarnar líktust stundum heldur kolamol-
um en kjöti, það bara tilheyrði.
Svo rann í garð tími gasgrilla. Þau voru vissu-
lega mun þægilegri í notkun, eldamennsk-
an gekk hraðar fyrir sig og kjötið brann
ekki við eins og það vildi áður gera.
Hins vegar fór einhver sjarmi af grill-
inu. Hin frumstæða þörf mannsins til
að kveikja eld vék fyrir gaskút og einum
rauðum takka.
Þó eru sumir sem enn halda í gamla kola-
grillið. Einn þeirra er tengdapabbi. Hann
grillar allan ársins hring og í hvaða veðri
sem er. Hvort sem ríkir kafaldsbylur, sumar-
ylur eða rigningardemba, alltaf skal kveikt
í grillinu góða. Hann hefur enda þróað all
sérstæðar aðferðir við það að kveikja í kol-
unum sem gerir það að verkum að það tekur
hann ekki lengri tíma en aðra að kveikja
upp í gasgrilli. Aðferðin felst í því að nota gasloga
í verkið. Það er magnað að sjá hinn stæðilega mann
kveikja upp í gasloga og beina bláum loganum að kol-
unum sem á örskotsstundu verða öskugrá og tilbúin
til eldamennsku. Þetta kallast íslenskt hugvit.
Hafa þarf í huga að það þarf að læra að grilla grænmeti, alveg eins og það þarf að
læra á kjötið,“ segir hráfæðis- og
heilsukokkurinn Sólveig Eiríks-
dóttir á veitingastaðnum Gló í List-
húsinu í Laugardal.
Hún tekur fram að það taki sinn
tíma að grilla grænmetið og gott
sé að leggja það í góða mariner-
ingu áður en það er sett á grillið.
„Í þessu tilfelli eru eggaldin og
kúrbítur til dæmis alveg upplagt
grænmeti og fyrirtaks meðlæti
með öllum mat,“ segir Sólveig. - kg
GRÆNT Á GRILLIÐ
Heilsukokkurinn Sólveig Eiríksdóttir á veitingastaðnum Gló segir grillað grænmeti
lostæti, en þó þurfi að læra að grilla það. Marineringin skipti líka miklu máli.
Sólveg Eiríksdóttir, hráfæðis- og heilsu-
kokkur á veitingastaðnum Gló.
½ kúrbítur, skorinn í
þunnar sneiðar
½ eggaldin, skorið í
mjög þunnar sneiðar
1 rauð paprika, skor-
in í tvennt, stein-
hreinsuð, og síðan
er hver helmingur
skorinn í fernt
nokkrir kirsuberja-
tómatar sem skraut
Skerið grænmetið í
sneiðar og leggið í
marineringu í 1-2 klst.
Sigtið grænmetið
áður en það er grill-
að.Grillið grænmet-
ið báðum megin og
raðið því síðan upp
í turn:
1 sneið eggaldin
1 sneið kúrbítur
1 sneið paprika
endurtekið
Endið á að setja
hálfan kirsuberja-
tómat ofan á turn-
inn og berið fram
með grænu salati og
grill sósu.
MARINERING FYRIR
GRÆNMETI
½ dl tamarisósa
½ dl appelsínusafi
2 msk. lífræn ólívu-
olía
1 msk. ristuð sesam-
olía
2 msk. agavesýróp
1 msk. sítrónu/lím-
ónusafi
2 msk. ferskar
kryddjurtir að eigin
vali
GRILLSÓSA Á
GRÆNMETI
1 dl kasjúhnetur,
lagðar í bleyti í um 2
klst. (það er í lagi að
hafa það minna og
líka meira)
1 hvítlauksrif
1 tsk. þurrkað dill
eða 2 msk. ferskt
1 tsk. ítölsk krydd-
blanda eða 2 msk.
fersk
1 tsk. laukduft
¾ tsk. salt
2 msk. nýkreistur
sítrónusafi
½ dl vatn (smá
meira ef ykkur
finnst þurfa)
Hellið vatninu af kasjú-
hnetunum og setjið
þær í blandara ásamt
restinni af uppskrift-
inni. Blandið þar til allt
er silkimjúkt. Geymist
í viku í loftþéttu íláti í
ísskápnum.
GRILLAÐUR GRÆNMETISTURN
Grillað grænmeti er gómsætt
á góðum sumardögum að
mati Sólveigar.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N
„Við veitum alla þjónustu hvað við-
kemur mat og hvort heldur sem til-
efnið er hversdags- eða hátíðarlegt,“
segir Pétur Alan Guðmundsson, kaup-
maður í Melabúðinni – Þinni versl-
un, sem hefur verið rekin í hálfa öld
við Hagamel í vesturbæ Reykjavík-
ur. Hann getur þess að nú sé grilltím-
inn upp runninn og því séu hamborg-
arar, nautakjöt, silungur, villtur lax
og fleira vinsælt til innkaupa. „Þetta
er hráefni frá öllum heimshornum
en þeir sem vilja ekki kjöt eða bara
bregða út af vana ættu að prófa græn-
metisbuffin okkar sem eru bæði ein-
staklega holl og góð.“ Pétur bætir
við að innan skamms verði sérstak-
ar grillsósur á boðstólum í búðinni en
þar sé nú þegar hægt að nálgast upp-
skriftir að nokkrum góðum sósum.
Lostæti við ólík tækifæri
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
A Aðal-réttur
Hvunndags/til
hátíðabrigða
Hollt Fiskur
E Eftir-réttur
Ávextir
Til hátíða-
brigðaF
For-
réttur
Annað kjöt
en fuglakjöt