Fréttablaðið - 22.05.2010, Side 63

Fréttablaðið - 22.05.2010, Side 63
„Segja má að mitt leynivopn sé súrt í sætt og sætt í súrt með slatta af kærleika og fersku hráefni,“ segir Hafnfirðingurinn Sigríður Friðriks- dóttir með heimspekilegu brosi þegar hún er innt eftir leynivopni sínu í eldhúsinu. Hún verður að útskýra þetta nánar. „Ég set oft smá sætu, til dæmis mango chutney, rababarasultu eða púðursykur í sterka eða bragðmikla rétti og svo smá salt í eftirrétti og heitt súkkulaði. Þá nota ég sítrusávexti töluvert í marineringar bæði á kjöt og fisk því þeir passa vel með þessu. Reglan er að hafa þetta bragðefni nógu lítið þannig að það finnist ekki en oft ýkir það einkenni réttanna og skapar keim sem fólk er hrifið af og finnst öðruvísi en það á að venjast.“ Sigríður er eigandi Græna kaffihússins í Hellisgerði í Hafnarfirði. Eldhúsið er ótrúlega lítið en þar getur Sigríður samt framleitt dýrindis meðlæti með kaffinu og súkkulaðinu, auk þess sem hún ræktar krydd til að klippa yfir grillað brauð sem hún býður upp á. Hún tekur snittu- brauð eða baguette, sker það langsum og setur hvorn helming fyrir sig á grillið, nuddar þá heita með hvítlauk, setur smá ólívuolíu til að væta þá og raðar ferskum tómötum ofan á sem hún hefur marinerað aðeins í sítrónu. Dreypir svo ólívuolíu yfir og dreifir hvítlauk, basil og fleira kryddi ásamt mosarellaosti. Græna kaffihúsið hefur opið um helgar frá því í desember og verður opið daglega frá 1. júní. - gun SÚRT OG SÆTT SAMAN Sigríður ræktar krydd sem hún klippir yfir grillbrauð og fleira. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN LEYNIVOPNIÐ SVALANDI Á SUMARKVÖLDI Á fal- legum sumarkvöldum er gott að gæða sér á heimagerðu límonaði. Hér er uppskrift að einu þess háttar: 1 bolli sykur, 4 til 5 bollar kalt vatn, 4 til 6 sítrónur. Setjið sykurinn og 1 bolla af vatni í pott. Látið sjóða og hrær- ið í. Kreistið sítrónurnar þannig að safinn fylli einn bolla. Leyfið því næst blöndunni að kólna og stingið henni svo inn í ísskáp þegar hún er við stofuhita. Sigtið steinana frá en skiljið aldinkjötið eftir. Þeytið svo kældu blönduna, sítrónusafann og seinni 3 til 4 vatnsbollana saman og berið fram með klökum. GRILLAÐ SAMAN Holugrill getur verið skemmtileg afþrey- ing fyrir alla fjölskylduna. Í upphafi þarf að grafa holu og safna grjóti og spýtum til að nota við matreiðsluna. Grjótið er sett í botn holunnar svo lofti um kolin sem sett eru ofan á. Því næst er kveikt í kol- unum. Matnum er pakkað inn í smjörpappír og utan um er svo vafinn álpappír. Þegar kolin hafa gránað er maturinn settur ofan í holuna og grjót, spýtur og torf sett yfir. Snúa þarf kjötinu á eldunartímanum. GRILLAÐUR FISKUR Þegar fiskur með roði er grillaður er sniðugt að byrja á því að snúa roðhliðinni upp því hún heldur fiskinum saman þegar honum er snúið við. margt smátt VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 INNIHELDUR: AUK STIGVAXANDI AFSLÁTTAR. 515 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000 sunnudag, kl.20.00 haukar – fh PEPSIMÖRKIN Næsti þáttur er á sunnudag kl. 22:00 Eftir hverja umferð fara Magnús Gylfa og Tómas Ingi yfir alla leikina í Pepsideildinni og kryfja þá til mergjar. mánudag, kl.20.00 grindavík – keflavík fimmtudag, kl.20.00 stjarnan – kr

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.