Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.05.2010, Qupperneq 76

Fréttablaðið - 22.05.2010, Qupperneq 76
44 22. maí 2010 LAUGARDAGUR menning@frettabladid.is > Ekki missa af … Áttatíu stúlkur úr Stúlknakór Reykjavíkur og Stúlknakór Hamborgar syngja í hátíð- armessu í Hallgrímskirkju á hvítasunnudag kl. 11.00. Eftir messuna flytur gestakórinn trúarleg lög í kirkjunni. Stúlk- urnar frá Hamborg hafa oft unnið til verðlauna fyrir söng sinn og eru hér á landi í einnar viku tónleikaferð. Stúlknakór Reykjavíkur hefur haft nóg fyrir stafni að undanförnu og dagana 4. til 6. júní halda 46 stelpur í tónleikaferð um Norðurland. Listahátíð í Reykjavík leiðir í dag og á morgun saman myndlistarmenn og tónlistarmenn á Vinnustofutónleikum þar sem myndlistarmenn opna vinnustofur sínar fyrir tónleikum. Alls er um tólf tónleika að ræða sem hefjast á klukku- tíma fresti um alla borg. Fjölbreytt flóra tónlistarmanna leikur á tónleikunum og eins eru vinnustofur myndlistar- mannanna sem hýsa tónleikana ólíkar. Óhætt er að segja að þarna sé á ferðinni einstök tónleika- röð jafnt fyrir tónlistar- og myndlistaráhugafólk þar sem til verður samtal milli ólíkra listgreina, listamanna og áhorfenda. Meðal myndlistar- manna sem bjóða gestum inn á vinnustofur sínar eru Gjörningaklúbburinn, Haraldur Jónsson, Kristín Gunnlaugsdóttir, Davíð Örn Halldórsson og Magnús Pálsson og meðal tónlistarfólks eru Óskar Guðjónsson, Laufey Sigurðardóttir, Elísabet Waage, Anna Guðný Guðmundsdóttir, Freyja Gunnlaugsdóttir, Hanna Dóra Sturludóttir, Kristinn Árnason, Sigríður Thorlacius, Þóra Ein- arsdóttir, Nýlókórinn og margir fleiri. Tólf tónleikar víða um borgina ANNA OG KRISTÍN Anna Guðný Guðmundsdóttir og Kristín Gunnlaugsdóttir taka þátt í verkefninu. Gengið um Nesstofu kl. 12 Kl. 12 í dag gengur Anna Þorbjörg Þor- grímsdóttir sagnfræðingur með gestum um Nesstofu og fjallar um sögu hússins og segir frá búsetu landlækna og lyfsala í Nesi. Einnig verður sagt frá hugmyndum um uppbyggingu safnasvæðis Seltirninga í Nesi og staldrað verður við á sýningunni Saga og framtíð sem nú stendur yfir í Nes- stofu. Þar er gerð grein fyrir helstu nið- urstöðum fjölmargra fornleifarannsókna sem hafa farið fram á vestursvæðum Sel- tjarnarness og varpað ljósi á búsetu í Nesi frá landnámi og fram á 20. öld. Samningar hafa náðst við þýska útgáfurisann Rowohlt um útgáfu á Góða elskhuganum eftir rithöf- undinn Steinunni Sigurðardótt- ur. Rowohlt er ein glæsilegasta útgáfa Þýskalands og gefur út höfunda á borð við Paul Auster, Philip Roth, José Saramago og Toni Morrison. Rowohlt gaf síð- ast út skáldsöguna Sólskinshest eftir Steinunni, sem hefur hlotið góðar undirtektir. Steinunn hefur fylgt bókinni eftir með upplestr- um um þvert og endilangt Þýska- land. Góði elskhuginn kom út hjá Bjarti síðasta haust og er nú fáanleg í kilju. Elskhuginn til Þýskalands STEINUNN SIGURÐARDÓTTIR Bók Stein- unnar, Góði elskhuginn, verður gefin út í Þýskalandi á vegum Rowohlt. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Dansverkið Bræður verð- ur sýnt á Listahátíð í Reykjavík dagana 27. og 28. maí. Gunnlaugur Egils- son fer með hlutverk eins bræðranna og hlakkar mikið til sýninganna. Æfingar fyrir Bræður hófust fyrir tveimur mánuðum en und- anfarinn mánuð hafa þær orðið þéttari. Höfundar verksins, sem verð- ur frumsýnt í Þjóðleikhúsinu á fimmtudaginn, eru fimm konur en karlmenn eru í helstu hlutverkum. Helstu höfundar eru þær Ástrós Gunnarsdóttir, Lára Stefánsdótt- ir og Hrafnhildur Hagalín. Þær sömdu einmitt dansverkið Systur, sem var sýnt við góðan orðstír í Iðnó og Leikfélagi Akureyrar. „Þetta er skemmtileg upplifun. Það eru bara konur í listrænni stjórnun, sem er nýtt fyrir mig. Ég hef aldrei upplifað það áður í þessum karllæga heimi,“ segir Gunnlaugur, sem er dansari við Konunglega ballettinn í Stokk- hólmi. „Þetta verk er skemmtileg nálgun á því hvernig konur upp- lifa karlmenn.“ Alls taka þrettán karlmenn þátt í sýningunni, þar á meðal Jorma Uotinen frá Finnlandi og Vinici- us frá Brasilíu. „Þeir komu fyrir nokkrum dögum og það hefur verið svolítil vinna að koma þeim inn í þetta en þetta er allt að ger- ast,“ segir Gunnlaugur. Nokkrir drengir úr Listdansskóla Íslands eru einnig á meðal þátttakenda. „Mér finnst viss hluti af þessu dansverki vera svolítill óður til klámkynslóðarinnar. Þetta er kannski sýn þessara drengja á hvernig karlar eiga að vera,“ segir Gunnlaugur. Tvær konur taka einnig þátt í sýningunni, eða höf- undarnir Ástrós og Lára. Filippía Elísdóttir hannar útlit og búninga í verkinu og Ragnhildur Gísladótt- ir semur tónlist og hljóðmynd. Gunnlaugur fer aftur til Svíþjóð- ar í ágúst eftir að hafa verið í leyfi frá Konunglega ballettinum. „Það er búið að vera fínt að vera á Íslandi í smá stund og taka þátt í þessu verkefni,“ segir hann. freyr@frettabladid.is Konur stjórna 13 bræðrum BRÆÐUR Dansverkið Bræður verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu fimmtudaginn 27. maí. Gunnlaugur fer með eitt af helstu hlutverkunum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.