Fréttablaðið - 28.05.2010, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 28.05.2010, Blaðsíða 21
FÖSTUDAGUR 28. maí 2010 21 Víða um heim er vatnsöflun eitt mikilvægasta viðfangsefni stjórnvalda og deilur rísa milli samfélaga vegna átaka um vatn. Íbúar höfuðborgarsvæðisins eru svo lánsamir að hafa aðgang að hreinu og góðu vatni, en það er mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir þeirri ábyrgð sem á okkur hvílir varðandi verndun grunnvatns og neysluvatnsbirgða höfuðborgarbúa. Vatnsverndarsvæði höfuðborg- arsvæðisins stafar sífellt meiri hætta af byggðinni sem þreng- ir stöðugt meir að. Það virðist skorta nokkuð á það að stjórn- völdum í Reykjavík og nágranna- byggðum sé ljós sú ábyrgð sem á þeim hvílir við verndun þessar- ar mikilvægu auðlindar. Nokk- uð hefur verið sneitt af vatns- verndarsvæðinu á undanförnum árum með breytingum á skipu- lagi sveitarfélaganna á höfuð- borgarsvæðinu. M.a. hafa sveit- arstjórnir í Garðabæ og Kópavogi breytt skipulagi og þrengt að vatnsverndarsvæðinu. Íbúabyggð hefur einnig færst nær verndar- svæðinu og eru frekari skerðing- ar á því svæði fyrirhugaðar, svo sem í tillögu að breyttu skipulagi í umdæmi Kópavogs. En það er fleira sem ber að varast. Veigamikil áætlun um lagn- ingu Suðvesturlínu yfir vatns- verndarsvæðið hefur valdið deil- um meðal annars vegna hættu sem felast í línulögninni, bæði á framkvæmdatíma við uppsetn- ingu hennar en einnig vegna mögulegrar mengunarhættu sem stafað getur af línumöstrunum og vegna umferðar. Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborg- ar hefur tekið það fram í umsögn sinni um mat á umhverfisáhrif- um vegna Suðvesturlína, að fram- kvæmd vatnsverndar geti farið í uppnám vegna framkvæmdanna. Framkvæmdir við Suðvesturlínur geta að mati sviðsins haft áhrif á vatnsból þrátt fyrir öryggiskröf- ur og mótvægisaðgerðir. Stórauk- in umferð vinnutækja getur leitt til ófyrirséðra mengunaróhappa sem gætu mengað vatnsból. Þá skapa framkvæmdir og rask vip uppbyggingu og þjónustu við háspennulínur svo nærri vatns- bólum, óhjákvæmilega hættu fyrir öryggi vatnsöflunar. Sú hætta er raunverulega fyrir hendi ef óvarlega er farið að neysluvatn höfuðborgarsvæðis- ins spillist. Það er okkar skylda að tryggja að meiri hagsmunum vatnsverndar sé ekki fórnað fyrir minni hagsmuni línulagnar. Vatn- ið er okkar auðlind, okkar sam- eign og okkar lífsnauðsyn. Engir hagsmunir geta verið svo mikil- vægir að þeir réttlæti minnstu hættu á mengun eða skemmdum á vatnsbólunum okkar. Við undirrit- aðar munum héreftir sem hingað til vera vakandi fyrir þeim hætt- um sem að vatnsbólunum steðjar og vernda þau undir öllum kring- umstæðum. Stöndum vörð um vatnsverndarsvæðin Sveitastjórnarkosningar Sóley Tómasdóttir oddviti Vinstri grænna í Reykjavík Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra Að missa vinnuna til lengri tíma er dauðans alvara. Að missa húsnæði ofan af fjölskyld- unni er líka dauðans alvara. Að reka grunnskóla, orkuveitu, vel- ferðarþjónustu og samgöngu- kerfi er alvörumál. Að ráðstafa miklum skattpeningum almenn- ings er mikið ábyrgðar- og alvörumál. Við Íslendingar súpum nú seyðið af því að hafa látið rót- tæka frjálshyggjumenn leiða samfélagið í þrot. Frjálshyggju- menn höfðu oftrú á markaði, auðmönnum og bröskurum og leyfðu þeim að ræna samfélagið. Í krafti afskiptaleysisstefnu frjálshyggjunnar stigu stjórn- málamenn til hliðar og gerðust áhorfendur þegar auðmenn sugu fé út úr bönkum og fyrirtækjum og skildu eftir fjallháar skuldir hvert sem litið er. Samfélagið þarf nú að takast á við það. Þessi skelfilega framvinda sem varð frá um 1998 til 2008 á að vera okkur öllum alvöru lexía. Við þurfum að bregðast við af festu. Efla lýðræðið og stjórnsýsluna, en hemja markað- inn og auðmennina. Stjórnmál þurfa að vera þess megnug að verja hag almennings gegn sér- hagsmunum gráðugra braskara. Ríkisstjórnin sem nú situr hefur sett sér að sækja fyrirmyndir til norrænu velferðarríkjanna. Það er gott því þar er að finna far- sælustu samfélög jarðarinnar. Ríkisstjórnin er reyndar að ná mikilvægum árangri við endur- reisnina, þrátt fyrir óvenju erf- iðar aðstæður og mikið mótlæti. Borgaryfirvöld hafa líka stórt hlutverk í endurreisninni. Þótt stjórnmál frjálshyggjunnar í Sjálfstæðisflokknum hafi brugð- ist með skelfilegum afleiðing- um eigum við ekki að afneita lýðræðinu. Við eigum að bæta það. Stefna því í rétta átt. Saga 20. aldarinnar kennir okkur að jafnaðarmenn hafa haft bestu stefnuna til að vinna bug á djúp- um kreppum. Það var reyndin í kreppunni miklu á 4. áratugn- um, bæði hjá norrænu þjóðun- um og á stjórnartíma Roosevelt forseta í Bandaríkjunum. Svo er enn. Við Reykvíkingar eigum nú að kjósa heiðarlega fulltrúa slíkra sjónarmiða í Samfylk- ingu, VG eða Framsóknarflokki. Við eigum að forðast frjáls- hyggjufólk og ábyrgðarlausa grínara sem mæla glottandi með kókaínneyslu. Þetta er alvöru- mál. Lýðræðið á að efla en ekki gera það hlægilegra en varð á frjálshyggjutímanum. Vettvang- ur grínaranna er bestur annars staðar. Leiðin úr kreppunni Sveitarstjórnarkosningar Stefán Ólafsson kjósandi í Reykjavík Munið vinsælu gjafabréfin okkar V r r Úrval af stórum og litlum byssuskápum á góðu verði.  15% afsláttur af öllum byssuskápum. Skotvopnin í örugga geymslu fyrir sumarfríið Buffalo River verðmætahólf Tilboð aðeins 9.995 Nikko Stirling nætursjónauki – Sést vel í svarta myrkri á 60 til 70 metrum. Kynningarverð aðeins 41.995. Nikko Stirling fjarlægðarmælir. Við höfum ekki séð betra verð. Kynningartilboð aðeins 23.995. Nikko stirling myndavél með hreyfi- skynjara. Tekur kyrr- og lifandi myndir. Einnig í myrkri. Tilvalið fyrir skotveiði- menn en einnig sem öryggismyndavél heima eða í sumarbústaðinn. Kynningarverð aðeins 43.995.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.