Fréttablaðið - 28.05.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 28.05.2010, Blaðsíða 2
2 28. maí 2010 FÖSTUDAGUR STJÓRNMÁL Steinunn Valdís Óskars- dóttir hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku. Hún telur sig ekki geta rækt skyldur sínar sem þing- maður vegna umræðu um styrkja- mál hennar. Forsætisráðherra telur að afsögn hennar muni auka tiltrú almennings á Samfylkingunni og stjórnmálum almennt. Steinunn segir í yfirlýsingu, sem hún sendi frá sér í gær, að litlu breyti hvort ásakanir um mútur eða spillingu eigi við rök að styðj- ast. Hún segist hafa hreinan skjöld og geti því ekki „beðist afsökunar á að hafa gerst sek um siðspillingu með því að sækjast eftir og fá fjár- styrk frá þessum aðilum á þessum tíma“. Steinunn þáði um þrettán millj- ónir króna í styrki til að fjármagna kosningabaráttu sína í tveimur próf- kjörum árið 2006. Annað prófkjörið var fyrir borgarstjórnarkosningar í Reykjavík þar sem Steinunn hafn- aði í öðru sæti. Sama ár ákvað hún að skipta um vettvang og tók þátt í prófkjöri Samfylkingarinn- ar til Alþingis. Í apríl síðastliðn- um skýrði hún frá því að hún hefði orðið að leita eftir styrkjum til að fjármagna prófkjörsbaráttu sína þar sem hún væri ekki af efnafólki komin. Þá taldi hún ekki ástæðu til að segja af sér. Steinunn segist hafa mátt vita að ákvörðun hennar um að þiggja styrki árið 2006 gæti teflt trausti hennar gagnvart umbjóðendum hennar í tvísýnu. „Gildir þá einu hversu góður hugur lá þar að baki eða hversu vel ég treysti dómgreind minni og heiðarleika í framhald- inu[…].“ Steinunn segir að persónulegt stolt hafi ráðið miklu um að hún hafi ekki tilkynnt um afsögn sína fyrr. Hún vildi ekki stíga fram „undir hrópum um óheiðarleika, siðspill- ingu og mútuþægni“. Hún segir jafnframt að afsögn sín sé viðleitni til að sátt skapist í sam- félaginu og uppbygging megi hefjast á réttlátara samfélagi. Steinunn Valdís mun afhenda þingforseta afsagnarbréf sitt á mánudag þegar þing kemur saman á ný. Hún baðst undan viðtali í gær- kvöldi þegar eftir því var leitað og vísaði til yfirlýsingar sinnar. Næstur á eftir Steinunni Valdísi á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður er Mörður Árnason. - shá Þorbjörg, er þetta kynjaður skáldskapur? „Já, ábyggilega en hann er að minnsta kosti líka kynþokkafullur.“ Fyrsta bók Þorbjargar Marinósdóttur, Makalaus, kom út í gær. Bókin fellur í flokk svokallaðra skutluskáldsagna og byggir meðal annars á reynslu höfundar- ins og samskiptum hennar við hitt kynið. FJÖLMIÐLAR Breytingar verða gerðar á frídreifingu og lausasölu Fréttablaðsins um næstu mánaðamót. Blaðinu verður áfram dreift ókeypis í lúgur og svo- kallaða Fréttablaðskassa á kjarnadreifingarsvæðinu, höfuðborginni og nærliggjandi bæjum. Annars stað- ar verður blaðið selt á 150 krónur. Lausasölustöðum verður fjölgað til muna og fjöldi Fréttablaðskassa í íbúðahverfum verður þrefaldaður, úr um 60 í 170. Á kjarnasvæðinu verður blaðinu hér eftir sem hingað til ýmist dreift frítt í lúgur eða í Fréttablaðs- kassa sem staðsettir eru á völdum stöðum inni í íbúðahverfum. Nýbreytnin í dreifingu á kjarnasvæð- inu felst í að hætt verður frídreifingu í verslunum og á bensínstöðvum en blaðið í staðinn selt í lausasölu á sömu stöðum. Þessar breytingar á dreifingu Fréttablaðsins koma í kjölfar breytinga sem voru innleiddar síðastliðinn vetur. Þetta fyrirkomulag dreifingar hefur gefist vel og til marks um það hefur lestur blaðsins aukist um 4,2 prósentustig frá því að lausasala blaðsins var tekin upp á landsbyggðinni. Þessu til viðbótar verða á ýmsum stöðum, til dæmis á flugvöllum og í öðrum samgöngumiðstöðv- um, settir upp sjálfsalar. Fréttablaðið er gefið út daglega í um 90 þúsund eintökum og stendur ekki til að minnka það upplag. Auk þess er Fréttablaðið aðgengilegt ókeypis á raf- rænu formi á visir.is. Þá geta lesendur fengið blaðið sent í tölvupósti alla útgáfudaga, án endurgjalds. - shá Lausasölustöðum utan kjarnasvæðis fjölgað stórlega og aðgengi bætt: Bætt frídreifing Fréttablaðsins ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA Fréttablaðið verður prentað í 90 þús- und eintökum sem fyrr. Blaðið er aðgengilegt á rafrænu formi á visir.is. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA SVÍÞJÓÐ Þrír menn rændu skart- gripum fyrir tólf milljónir sænskra króna í Stokkhólmi í gær. Mennirnir komu inn í Bukow- ski-uppboðshúsið um hádegi í gær vopnaðir byssum. Í húsinu var sýning á þeim munum sem verða á uppboði í byrjun júní. Um tuttugu manns voru á staðnum þegar mennirnir ruddust inn en enginn særðist. Mennirnir kom- ust undan á bíl, sem fannst stuttu síðar. Verið var að leita vitna til að komast að því hvernig mennirnir héldu áfram flóttanum. - þeb Stálu dýrum skartgripum: Vopnaðir menn rændu uppboð FÓLK Dr. Unnur Anna Valdimars- dóttir hlaut í gær hvatningar- verðlaun Vísinda- og tækniráðs. Verðlaunin voru afhent á Rann- sóknaþingi í gærmorgun. Unnur er dósent við læknadeild Háskóla Íslands og er forstöðu- maður miðstöðvar í lýðheilsuvís- indum við skólann. Hún dvelur nú sem gestavísindamaður við far- aldsfræðideild Harvard-háskóla. Hvatningarverðlaunin eru á hverju ári veitt vísindamanni sem þykir hafa skarað fram úr snemma á ferlinum og skapi væntingar um framlag í vísinda- starfi er treysti stoðir mannlífs á Íslandi. Verðlaunin eru tvær milljónir króna. - þeb Vísinda- og tækniráð: Hvatningar- verðlaun veitt Steinunn segir af sér Steinunn Valdís Óskarsdóttir mun afhenda þingforseta afsagnarbréf sitt á mánudag. Ástæða afsagnar hennar er umræða um styrki sem hún þáði árið 2006. Forsætisráðherra telur ákvörðun hennar sýna auðmýkt og kjark. STEINUNN VALDÍS ÓSKARSDÓTTIR Steinunn hefur setið á Alþingi fyrir Samfylkinguna frá árinu 2007. Hún sat í borgarstjórn í þrettán ár fyrir R-listann og Samfylkinguna. Hún var borgarstjóri frá 2004 til 2006. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Ég er þakklát Steinunni Valdísi fyrir þessa ákvörðun og með henni sýnir hún í senn mikla auðmýkt og kjark. Mér finnst mikil reisn yfir ákvörðun Steinunnar Valdísar og ég trúi að með henni sé stigið mikilvægt skref í að auka tiltrú almennings á Samfylkingunni og stjórnmál- um almennt,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráð- herra. - kóp Sýnir auðmýkt og kjark Steinunn þáði um þrettán millj- ónir króna í styrki til að fjármagna kosningabaráttu sína í tveimur prófkjörum árið 2006. 13 milljónir NÝJA SJÁLAND, AP Jarðskjálfti sem mældist 7,2 að styrkleika varð undir Kyrrahafi um 500 kíló- metra norður af höfuðborg Van- úatú-eyjaklasans í gær. Varað var við hættu á flóðbylgju, en viðvörunin var dregin til baka um klukkustund eftir skjálftann. Jarðskjálftans varð vart á nyrstu eyjum Vanúatú, en ekki hafði verið tilkynnt um skaða af hans völdum í gær. Alls eru 83 eyjur í eyjaklasanum, og sagði talsmaður veðurstofu Vanúatú að nyrstu eyjarnar séu svo nálægt upptökum skjálftans að varla hefði verið nægur tími til að vara fólk við mögulegri flóðbylgju. - bj Jarðskjálfti undir Kyrrahafi: Varað við hættu á flóðbylgju VÍSINDI Breskur verkfræðipróf- essor hefur prófað að smita sjálf- an sig af tölvuvírus til að sýna fram á áhættu tengda háþróuðum ígræðslum í mannslíkamann. Mark Gasson, verkfræði- prófessor við Reading-háskóla í Bretlandi, lét græða í sig einfalt örmerki, svipað því sem notað er í þjófavörn í verslunum. Örmerk- ið smitaði hann svo af vírus. Eftir því sem læknavísindunum fleygir fram verða tæki sem grædd eru í mannslíkamann full- komnari. Þau fullkomnustu eru í raun litlar tölvur, og aðeins tíma- spursmál hvenær tölvuvírusar verða vandamál fyrir lækna. - bj Smitaði sig af tölvuvírus: Óttast vírusa í ígræðslum MEXÍKÓ, AP Olíuslysið í Mexíkóflóa er það stærsta í sögu Bandaríkj- anna. Samkvæmt varlegu mati vís- indamanna hafa næstum 72 millj- ónir lítra af olíu lekið í sjóinn frá því að borpallur brann og sökk í apríl. Útreikningar vísindamanna gefa til kynna að á bilinu 1,9 og 3,8 milljónir lítra af olíu hafa lekið í sjóinn á hverjum degi frá því að slysið varð. Barack Obama Bandaríkjafor- seti svaraði spurningum frétta- manna um málið í gær. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir aðgerða- leysi og seinagang, en sagði gagn- rýnendur ekki þekkja allar hlið- ar málsins. Hann greindi frá því að skipuð yrði nefnd til að skoða öryggi olíuborana, og að engin ný leyfi yrðu veitt til borana næstu sex mánuðina. Obama sagði jafnframt að þeirri ríkisstofnun sem fer með olíumál hafi yfirsést og hafi ekki verið nægilega vel undirbúin fyrir leka af þessu tagi. Yfirmaður stofnun- arinnar, Elizabeth Birnbaum, hætti störfum í gær. Olíufyrirtækið BP hefur und- anfarna daga reynt að stöðva lek- ann og bárust fréttir af því í gær að það hefði tekist. Talsmenn fyr- irtækisins vildu þó ekki staðfesta það í gærdag en sögðu tilraunir til að stöðva lekann halda áfram. - þeb Olíuslysið í Mexíkóflóa orðið það stærsta í sögu Bandaríkjanna: 72 milljónir lítra lekið í flóann BLAÐAMANNAFUNDUR Bandaríkjafor- seti svaraði spurningum á blaðamanna- fundi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DÓMSMÁL Tæplega sextugur karl- maður hefur verið ákærður fyrir líkamsárás. Manninum er gefið að sök að hafa ráðist á annan mann í Reykjavík í júlí 2008. Árásarmaðurinn sló og sparkaði í andlit og líkama hins með þeim afleiðingum að hann rifbeins- brotnaði, auk þess sem hann hlaut skurð ofan við augabrún, mar og eymsli vinstra megin á brjóstkassa. - jss Ákærður fyrir líkamsárás: Rifbeinsbraut fórnarlambið Fékk á sig brotsjó Björgunarsveitir á Suðurnesjum voru kallaðar út á tólfta tímanum í gær þegar tilkynning barst um að bátur hefði fengið á sig brotsjó og væri að sökkva. Björgunarskip og þyrla voru send til móts við bátinn. Skömmu síðar bárust þær fregnir að báturinn væri að sigla inn í Sandgerðishöfn og var bátsverjinn heill á húfi en blautur og kaldur. BJÖRGUN Júní skárri en maí Júnímánuður verður heldur hlýrri en maí ef marka má spá Veðurklúbbsins á Dalbæ, dvalarheimili aldraðra á Dal- vík. Tungl verður fullt fimmtudaginn 27. júní og samkvæmt spánni mun þá hlýna ofurlítið, þó enginn almenni- legur hiti verði. Þetta kemur fram á vefsíðu Dalvíkurbæjar. VEÐUR SPURNING DAGSINS Samþykkjum aldrei fátækt Vi ns tri hr ey fin gi n - g ræ nt fr am bo ð vil l b ei ta sé r f yr ir ró ttæ ku m þjóðfélagsumbótum almenningi til hagsbóta, hefja vernd náttúru og umhverfis til vegs á Íslandi og treysta byggð um allt land. // sjá m eira á w w w .vg.is/stefna/ Kynntu þé r málið á vg .is Þórdís Eygló Sigurðardóttir VG Árborg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.