Fréttablaðið - 28.05.2010, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 28.05.2010, Blaðsíða 36
4 • The National fer ekki nýjar leiðir á High Violet. Platan er rökrétt framhald Boxer-plötunnar frá 2007, en bætir þó heilmiklu við. Hljómsveitin fer lengra með hljóminn sem var fagurmótaður á síðustu plötu og tekst frábærlega upp. Lögin eru myrk og drunga- leg en á sama tíma taktföst og þung. Söngvarinn Matt Berninger er vafalaust einn magnaðasti söngvari tónlistarheimsins í dag og stendur sig frábærlega á High Violet. Hann á stóran þátt í mögn- uðu andrúmslofti sem hljómsveit- inni tekst að skapa í lögum á borð við Anyone‘s Ghost, Afraid of Everyone og Bloodbuzz Ohio. Það er reyndar afar erfitt að telja upp sérstök lög því platan nýtur sín langbest sem heild. Það er stóri munurinn á High Violet og Boxer. High Violet er nánast smellalaus plata, þó að Blood- buzz Ohio njóti sín vel í útvarpi. Á Boxer voru lög eins og Fake Empire og Mistaken for Strangers sem virkuðu betur ein og sér en lög nýju plötunnar. High Violet er stórkostleg plata sem mun auka hróður The Nation- al enn frekar. Notkun hljómsveit- arinnar á blásturshljóðfærum og öðrum hljóðum er afar smekkleg og ég legg til að fólk kaupi þessa, slökkvi ljósin og njóti. - afb TVÍFARAR FORTÍÐAR-50 CENT Massaður og tilbúinn að taka fimm skot í bring- una án þess að taka eftir því. NÚTÍÐAR-50 CENT Þvengmjór – vöðvarnir á bak og burt. Búinn að grenna sig fyrir kvikmynda- hlutverk. POPPPLATA: HNÖKRALAUS PLATA NATIONAL STÓRKOSTLEG HEILD THE NATIONAL HIGH VIOLET Dánlódaðu: Bloodbuzz Ohio, Anyone‘s Ghost. „Allar upptökurnar glötuðust,“ segir Aggi Friðbertsson. Hafnfirska hljómsveitin Ten Steps Away hefur sent frá sér EP-plötu sem er frumburður hljómsveitarinnar. Upptökurnar gengu ekki þrautalaust fyrir sig því þegar búið var að taka upp öll lögin hrundi tölvan sem geymdi efnið og öll lögin skoluðust niður í klósettið. Hljómsveitin lét það ekki stöðva sig og byrjaði upp á nýtt, tók öll lögin upp á viku og hefur nú sent frá sér plötuna. Aggi fékk hjálp frá Ragnari Sólberg í Svíþjóð. „Það var algjör snilld,“ segir hann um samstarfið. „Við höfum unnið saman áður þannig að okkur fannst tilvalið að fá hann til að taka upp með okkur.“ Ragnar býr í Hudiksvall í Svíþjóð þar sem hann hefur komið sér upp litlu hljóðveri heima hjá sér. Ýmislegt er á döfinni hjá Ten Steps Away, en hljómsveitin stefnir á mikið tónleikahald í sumar. „Við ætlum í kringum landið í júlí. Taka nokkra vel valda staði,“ segir Aggi. Svo hyggst hljómsveitin fara í hljóðver með engum öðrum en Barða Jóhanns- syni og er stefnan sett á að taka upp breiðskífu. Ten Steps Away verður með hlustunarpartí á Hansen í Hafnar- firði næsta fimmtudag. Frítt er inn og platan á tilboði. UPPTÖKURNAR Í KLÓSETTIÐ TEN STEPS AWAY Svona fer maður ekki með bjórinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.