Fréttablaðið - 28.05.2010, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 28.05.2010, Blaðsíða 60
28 28. maí 2010 FÖSTUDAGUR Y-listi Kópavogsbúa býður fram fólk sem vill siðbót í stjórnsýslu Kópavogs og það ekki að ástæðulausu. Síðustu ár hafa einkennst af neikvæðum frétt- um úr Kópavogi eins og neðan- greind mál vísa til. Bæjarstjórinn Gunnar Birgisson þurfti að segja af sér í kjölfar þess að bærinn átti í umdeildum viðskiptum við fyrirtæki í eigu dóttur hans upp á um 40 milljónir. Verk Gunnars sem stjórnarformanns í Lífeyris- sjóði starfsmanna Kópavogsbæjar hafa einnig sætt rannsókn vegna meintra brota í rekstri sjóðsins en í stjórn hans sátu einnig formað- ur bæjarráðs Ómar Stefánsson og Samfylkingarmennirnir Flosi Eiríksson og Jón Júlíusson. Hesta- mannasvæði Gusts stendur eftir í óleystri stöðu þar sem milljarð- ar króna voru notaðir í viðskipt- um bæjarins um land sem enginn veit hvernig á að nýta úr því sem komið er. Nú eru uppi deilur milli fyrrverandi landeiganda í Vatns- enda og Kópavogsbæjar sem hefur þegar greitt landeigandanum 8 milljarða en bærinn má eiga von á kröfu upp á 14 milljarða í viðbót fyrir land sem er lítils virði í dag. Nýlega þurfti bærinn að taka yfir rekstur á íþróttamannvirkjum í Kórnum upp á 1.600 milljónir af Knattspyrnuakademíunni sem sá ekki fyrir endann á fyrirhuguðum framkvæmdum á því svæði. Í kjölfarið á stóraukinni skulda- stöðu Kópavogsbæjar hefur þurft að skera niður í þjónustu bæjarins. Mikið hefur verið rætt og skrifað um lokanir í sundlaugunum og hver höndin var upp á móti annarri í Sjálfstæðisflokknum þegar eldri borgarar þurftu að fara að borga sjálfir fyrir sundferðirnar og þegar árshátíð starfsmanna bæjar- ins var tekin af nú í vetur. Það sem verst er í þessum niðurskurði er síðan það sem minna er talað um í fréttum en það er kerfisbundinn niðurskurður í lögbundinni starf- semi eins og til dæmis grunnskól- um bæjarins. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að nú er tækifæri til að hreinsa til í stjórn bæjarins. Bæj- arfélag með ríflega 30.000 íbúa á að vera leiðandi og til fyrirmyndar í rekstri og þjónustu við almenn- ing. Fólk sem hefur kosið að setjast að í Kópavogi hefur engan hag af því að láta ráðskast með sameig- inlega sjóði þannig að fjármálum bæjarins sé stefnt í voða. Fyrst og fremst þurfum við að geta treyst á góða grunnþjónustu fyrir íbúa bæjarins. Stjórnun bæjarins á ekki að lúta sérhagsmunum gömlu flokkanna hvorki til vinstri eða hægri og einstaklinga sem þeim eru tengdir. Y listinn vill siðbót í stjórn- sýslu og henni getum við náð með áherslu á siðareglur bæjarins, fag- legum bæjarstjóra, bæjarfulltrú- um sem sitja aldrei lengur en í tvö kjörtímabil, aukinni skilvirkni í nefndum og árlegum hverfafund- um í öllum grunnskólum bæjarins. Leiðin til að ná þessum markmið- um er að gefa gömlu flokkunum frí til að hugsa sinn gang næstu fjög- ur árin. Við viljum fá góðar fréttir úr Kópavogi í framtíðinni. Góðar fréttir úr Kópavogi Ein af þeim greinum sem kennd er við fleiri en einn háskóla á Íslandi er tölvunarfræði. Eins og þekkt er, hefur upplýsinga- tækniiðnaður þróast upp í að vera umtalsverður hluti atvinnulífsins á Íslandi. Mörg af okkar sterkustu útflutningsfyrirtækjum byggja afurðir sínar að stórum hluta á tölvutækni. Þá hafa mörg sprota- fyrirtæki orðið til á undanförn- um árum, til dæmis í tölvuleikja- iðnaði, sem efla útflutningstekjur landsins. Undirstaða slíks vaxtar er stöðugur straumur af starfsfólki út á atvinnumarkaðinn úr skól- um landsins. Á þeim rúma ára- tug sem liðinn er frá því að tölv- unarfræðideild HR tók til starfa, hefur hún orðið langstærsta tölv- unarfræðideild landsins. Á árun- um 2001-2008 útskrifaði HR alls 516 einstaklinga með B.Sc. gráðu í tölvunarfræði, eða rúmlega 70% allra útskrifaðra tölvunarfræð- inga. Árið 2008 útskrifaði HR, svo dæmi sé tekið, 5 af hverjum 6 tölvunarfræðingum. Það má því spyrja sig: Hvar væri upplýsinga- tækniiðnaðurinn á Íslandi stadd- ur án HR? En það er ekki nóg með það að deildin sé sú stærsta á Íslandi og útskrifi flesta nemendur. Í viður- kenningarskýrslu um doktorsnám deildarinnar frá 2008 segir nefnd erlendra sérfræðinga að deildin sé sterkasta tölvunarfræðideild Íslands (s. 6) og að rannsókn- ir deildarinnar standa jafnfætis því sem gerist í „cutting-edge“ stofnunum á heimsvísu (s. 15). Sem dæmi um þennan styrk má nefna að vísindamenn deildarinn- ar rituðu meira en 80% af þeim íslensku vísindagreinum á sviði tölvunarfræði sem birtust í ISI tímaritum á árunum 2007-2009. Það þarf ekki að fjölyrða um það að sú þekkingarsköpun sem verð- ur til í rannsóknarstarfi er lykilat- riði í nýsköpunarstarfi og stofnun sprotafyrirtækja, og því er alger- lega nauðsynlegt að hafa a.m.k. eina sterka rannsóknardeild í tölvunarfræði á Íslandi. Það sem er samt allra best, er að tölvunarfræðideild HR hefur náð þessum árangri þrátt fyrir að hafa úr minna fé að spila á hvern nemanda heldur en helstu samkeppnisaðilar, þar sem heild- arframlag á hvern nemanda frá ríkinu til rannsókna og kennslu er minna til HR en samkeppnisaðila. Þannig að í HR er hver útskrif- aður nemandi í tölvunarfræði, og hver vísindagrein, ódýrari en annars staðar í íslenska háskóla- kerfinu. Það að sumir starfsmenn ann- arra háskóla skuli telja sig geta tekið yfir þetta mikla starf, gert það betur, og sparað í leiðinni – eins og kom fram á forsíðu Frétta- blaðsins síðasta föstudag – er auðvitað bara „djók“. Við vitum hvernig staðan var þegar HR var stofnaður og við vitum hvernig hún er núna, og það er auðvelt að sjá mikilvægi HR út frá mismun- inum. Allar vangaveltur um breyt- ingar á háskólakerfinu þurfa að taka tillit til þeirra gæða sem þar eru fyrir, þannig að uppbyggingu síðasta áratugar sé ekki fórnað í bráðræði. Háskólakerfið á Íslandi þarf að endast miklu lengur en efnahagskreppan. En ef það á aðeins að vera ein tölvunarfræðideild á Íslandi, þá tala tölurnar skýru máli: hún á auðvitað að vera við HR. H? tekur yfir tölvunar- fræðideild HR—DJÓÓÓK! Nýútkomin skýrsla rannsókn-arnefndar Alþingis staðfestir að einsleitni var sérstaklega mikil í forystusveit íslensks atvinnulífs undanfarin ár. Ungir, menntað- ir og oft reynslulitlir karlmenn fóru með völd og mikla fjármuni. Á meðan horfðu stjórnmála- og embættismenn aðgerðalitlir á. Markmiðadrifin hugsun, áhættu- sækni og vanmat á aðstæðum kom þjóðinni í mestu fjármálakreppu og efnahagslægð lýðveldissög- unnar. Varfærni og varaáætlanir eru hverju fyrirtæki nauðsynleg- ar og leggja þarf gagnrýnið mat á aðstæður hverju sinni. Stjórnend- um margra fyrirtækja og stjórn- málamönnum bar ekki gæfa til að sinna því verki og nú glíma lands- menn allir við afleiðingarnar. Áhættusækni er tvíeggjað sverð. Þrátt fyrir skýra kröfu sam- félagsins um „Nýtt Ísland“ með nýjum áherslum þá birtast frétt- ir þess efnis að enginn árang- ur hefur náðst í því að rétta hlut kvenna í forystu atvinnulífsins. Viljayfirlýsing milli Samtaka atvinnulífsins, Félags kvenna í atvinnurekstri og Verslunar- ráðs Íslands um að fjölga konum í forystusveit íslensks atvinnulífs hefur engu breytt. Þá hefur verið ráðið í margar stöður í stjórnsýsl- unni án auglýsinga og virðast rík- isstjórnarflokkarnir skipta stöð- um á milli sín. Það hefur ekkert breyst. Höfunda r að 8 . bi nd i rannsóknarskýrslunnar (siðfræði- hópur) hafa mælt með því í opin- berri umfjöllun um skýrsluna að við tökum öll til okkar skilaboðin sem felast í skýrslunni og lærum af. Eitt af því er að fela konum ábyrgð og treysta þeim til for- ystu á öllum sviðum samfélags- ins. Það er nauðsynlegt að auka fjölbreytni. Rannsóknir hafa sýnt að fyrir- tæki sem skipuð eru stjórnum af báðum kynjum sýna betri afkomu og líkur á vanskilum eru minni. Íslenskt viðskiptalíf hefur ekki efni á því að hafna þessum ávinn- ingi. Í þeirri endurreisn sem fram- undan er verður að setja ný mark- mið og framkvæma. Skýr krafa er um bætt siðferði og aukna siðlega forystu í atvinnulífi, stjórnmálum og stjórnsýslu. Fyrirtæki lands- ins, ríki, sveitarfélög og opinber- ar stofnanir axla samfélagslega ábyrgð með því að hafa forgöngu á þessu sviði. Sömu aðilar hafa öll verkfæri til að fylgja breytingum eftir. Góður vilji og fræðilegar hug- myndir er ekki nóg. Ryðjum hindrunum úr vegi og látum verk- in tala. Íhaldssemi, þröng hugsun og sérhagsmunir mega ekki ráða för. Leggjum flokkskírteini til hliðar. Aukum jafnræði og vinn- um af fagmennsku. Atvinnulíf- ið er stærsti vettvangur mann- legra samskipta í þjóðfélagi okkar og þangað eiga konur fullt erindi. Áherslur og stefna fyrir- tækja verður að vera sönn í sýnd og reynd. Það er allra hagur að breiðari hópur veljist til forystu í atvinnulífi og stjórnunarstörfum. Við höfum allt að vinna og engu að tapa. Breytum um hug og hætti. Konur þora, geta og vilja. Ég þori, get og vil Sveitarstjórnarkosningar Guðmundur Freyr Sveinsson frambjóðandi Y-lista Kópavogsbúa Háskólamál Björn Jónsson starfandi deildarforseti tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík Allar vangaveltur um breytingar á háskólakerfinu þurfa að taka tillit til þeirra gæða sem þar eru fyrir, þannig að uppbyggingu síðasta áratugar sé ekki fórnað í bráðræði. Samfélagsmál Guðrún Árnadóttir viðskiptafræðingur og meistaranemi í viðskiptasiðfræði við HÍ Kauptu mig! ÉG ER ÓDÝR OG BRAGÐGÓÐ JÓGÚRT SEM KEMUR Á ÓVART 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.