Fréttablaðið - 28.05.2010, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 28.05.2010, Blaðsíða 62
30 28. maí 2010 FÖSTUDAGUR timamot@frettabladid.is Ljósið, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem fengið hefur krabbamein og blóðsjúkdóma og aðstandendur þeirra, heldur upp á fimm ára starfsafmæli í dag. Í tilefni þess ætlar Þorsteinn Jakobsson göngugarpur að ganga tíu tinda á þrettán klukkutímum og safna áheitum til styrktar Ljósinu. „Mér finnst þetta gott málefni að styrkja og eitt- hvað sem snertir hverja einustu fjölskyldu,“ segir Þorsteinn sem lagði af stað klukkan fimm í morgun. Keilir, Sandfell, Helgafell og Valahnjúkar eru meðal tinda sem Þorsteinn gengur í dag en Esjan verður síðasti tindurinn. Þorsteinn áætlar að vera við Esjurætur milli klukkan 14 og 15 þar sem boðið verður upp á skemmtiatriði. Með göngunni vill Þorsteinn ekki síst vekja athygli á að hreyfing og útivist geri öllum gott og að hægt sé að sigrast á brattanum með jákvæðu hugarfari og hollu mataræði. Erna Magnúsdóttir, iðjuþjálfi og forstöðukona stöðvarinn- ar hóf starfsemi Ljóssins í safnaðarheimili Neskirkju haust- ið 2005. Starfsemin vatt hratt upp á sig og flutti árið 2007 á Langholtsveg 43. „Um 300 manns koma hingað í hverj- um mánuði og við þurfum að stækka við okkur húsnæðið. Söfnunin er ætluð til þess. Ljósið byggir á hugmyndafræði iðjuþjálfunar þar sem verið er að efla hvern einstakling til að vera virkur, til að hafa hlutverk og lifa lífinu lifandi,“ útskýrir Erna. „Fólk kemur hingað til að vera skapandi og byggja sig upp líkamlega og andlega með því að stunda hand- verk og líkamsrækt svo eitthvað sé nefnt. Við bjóðum einnig upp á ýmis námskeið og geta aðstandendur alltaf verið með. Þetta er lifandi fjölskylduhús þar sem við leggjum áherslu á að bjóða fólki inn í heimilislegt umhverfi.“ Opið hús verður í dag á Langholtsvegi 43. Hægt er að heita á Þorstein með því að hringja í símanúmerið 9071001 og dragast þá 1000 krónur af símreikningi viðkomandi eða síma 9071003 fyrir 3000 krónur og 9071005 fyrir 5000 krón- ur. Bylgjan er með beina útsendingu frá húsnæði Ljóssins í dag en nánar má kynna sér starfsemi Ljóssins og söfnunina á heimasíðunni www.ljosid.is. heida@frettabladid.is LJÓSIÐ: FAGNAR FIMM ÁRA AFMÆLI Tíu tindar til styrktar Ljósinu MAÐUR KEMST LANGT Á HUGARFARINU segir Þorsteinn Jakobsson göngugarpur en hann safnar áheitum í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamömmu og ömmu, Sigríðar Guðmundsdóttur Fjarðargötu 17, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deildar 3b á Hrafnistu Hafnarfirði fyrir frábæra umönnun. Björn B. Líndal Guðmundur Ingi Björnsson Ingibjörg Bertha Björnsdóttir Guðmundur Pedersen Árni Már Björnsson Ásrún Jónsdóttir Sigurbjörn Björnsson Unnur Petra Sigurjónsdóttir Vilborg Anna Björnsdóttir Sigurður Flosason barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Arnheiður Helga Guðmundsdóttir Vallholti 16 Selfossi (áður Sólbergi Stokkseyri) lést mánudaginn 24. maí. Anna Jósefsdóttir Ingibergur Magnússon Guðmundur Jósefsson Arndís Lárusdóttir Sigmundur Sigurjónsson Ólafur Jósefsson Rósa Kristín Þorvaldsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, Helga Þorvarðarsonar Frostafold 121. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 14 G á Landspítala við Hringbraut. Kristjana Hjartardóttir Friðsemd Helgadóttir Kristinn Sigurðsson Þorvarður Helgason Lilja Guðmundsdóttir Hrönn Helgadóttir Kristján Þ. Kristjánsson Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, Einars H. Eiríkssonar frá Ísafirði, fv. skattstjóra í Vestmanna- eyjum, Hraunvangi 3, Hafnarfirði. Guðrún Þorláksdóttir Eiríkur Þ. Einarsson Anna Gísladóttir Óskar S. Einarsson Kristrún Hjaltadóttir barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför mannsins míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Jóhanns Ágústs Guðlaugssonar frá Kolsstöðum. Steinunn Erla Magnúsdóttir Árni H. Jóhannsson Sigrún Elfa Ingvarsdóttir Bjarni Jóhannsson Ingigerður Sæmundsdóttir Gunnbjörn Óli Jóhannsson Freyja Ólafsdóttir Jóhann G. Jóhannsson Þórdís Þórsdóttir afabörn og langafabörn. Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Guðbjörg Oddgeirsdóttir Bogahlíð 13, Reykjavík, lést þann 5. maí síðastliðinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför hennar. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjarta- deildar 14G á Landspítalanum við Hringbraut fyrir hlýhug og góða umönnun. Ólafur Oddgeir Sigurðsson Íris Guðjónsdóttir Sveinn Elías Hansson Pétur Óli Þorsteinsson Ásdís Rós Jóhannesdóttir Arnar Birgir Ólafsson Helga Vilhjálmsdóttir Irene Ósk Bermudez Arnar Jónasson Dagný Ósk Pétursdóttir Davíð Guðjón Pétursson Hulda Rannveig Pétursdóttir Hilmar Már Pétursson og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur stuðning, samúð og vinar- hug við andlát og útför ástkærs eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, Jóhanns Þorleifssonar Breiðabólsstað á Síðu. Sérstakar þakkir til starfsfólks heimahlynningar LSH fyrir einstaka umönnun og alúð. Sigurjóna Matthíasdóttir Erna Margrét Jóhannsdóttir Þorsteinn Scheving Thorsteinsson Sandra Brá Jóhannsdóttir Einar Bárðarson Þormar Ellert Jóhannsson Sæunn Káradóttir Henný Hrund Jóhannsdóttir Kolbrún Tinna Ernudóttir Jóhanna Ellen Einarsdóttir MOSAIK Bróðir minn, vinur og frændi, Sigurður Gíslason Hrafnistu Reykjavík, áður til heimils í Bakkagerði 14, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju í dag föstudaginn 28. maí, kl. 15.00. Guðmundur B. Gíslason Eygló Ragnarsdóttir Ágúst Ingi Jónsson og aðrir aðstandendur. Ástkær sonur okkar, bróðir, mágur, frændi og vinur, Sigurður Ármann tónlistarmaður, Auðbrekku 2, Kópavogi, lést á heimili sínu laugardaginn 22. maí sl. Útför hans fer fram frá Kópavogskirkju miðviku- daginn 2. júní kl. 15.00. Margrét Örnólfsdóttir Árni Kjartansson Halldór Ármann Sigurðsson Örnólfur Kristjánsson Helga Steinunn Torfadóttir Eyjólfur Kristjánsson Guðrún Eysteinsdóttir Anna Ragnhildur Halldórsdóttir Friðbjörn Eiríkur Garðarsson Guðrún Lilja Hólmfríðardóttir Hákon Valsson Hlíf Árnadóttir Einar Freyr Sigurðsson Soffía Sólveig Halldórsdóttir Arnar Marvin Kristjánsson og systkinabörn. RAGNHEIÐUR ÁSTA PÉTURSDÓTTIR ÞULA ER 69 ÁRA „Allavega elliblettir á mig detta, hárin grá á höku spretta, hörmung er að lifa þetta.“ Ragnheiður Ásta starfaði sem þula í Ríkisútvarpinu í rúma fjóra áratugi og flutti meðal annars jólakveðjurn- ar inn í stofu landsmanna. Rímuna orti hún í tilefni af sextugsafmæli sínu árið 2001.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.